Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 91

Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 91
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Aðalfundur FEB árið 2017 Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar 2017 og hefst kl. 15.30 í Ásgarði, Stangarhyl 4, Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári 3. Ársreikningar félagsins fyrir árið 2016 4. Kosning stjórnar 5. Afgreiðsla tillagna og erinda 6. Ákvörðun um árgjald félagsmanna árið 2017 7. Önnur mál Fundurinn verður haldinn, sem fyrr segir, fimmtudaginn 16. febrúar og hefst kl. 15.30. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér félagsskírteini fyrir árið 2016. Stjórn FEB - Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Þingholtsstræti 35, Reykjavík, fnr. 200-6771, þingl. eig. Guðmundur Guðjónsson og Herdís Benediktsdóttir, gerðarbeiðendur Reykjavíkur- borg og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., mánudaginn 13. febrúar nk. kl. 11:00. Þingholtsstræti 35, Reykjavík, fnr. 200-6772, þingl. eig. Guðmundur Guðjónsson og Herdís Benediktsdóttir, gerðarbeiðendur Reykjavíkur- borg og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., mánudaginn 13. febrúar nk. kl. 11:15. Barmahlíð 42, Reykjavík, fnr. 203-0700, þingl. eig. Jóhann Jóhanns- son, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Sýslumaðurinn á Norður- landi ves, mánudaginn 13. febrúar nk. kl. 13:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 8. febrúar 2017 Tilboð/útboð Útboð 20492 - Microsoft hugbúnaðar- leyfi fyrir rekstrafélag stjórnarráðsins Ríkiskaup, fyrir hönd Rekstrarfélags Stjórnarráðs- ins, óska eftir tilboðum í tilgreindan hugbúnað frá Microsoft. Heimilt er að bjóða í leigu (mánaðar- gjöld) eða kaup (eignarleyfi) með uppfærslurétti (Software assurance) og skal bjóðandi geta þess hvor um leiguleið eða eignarleyfi er að ræða. Kaupandi áskilur sér rétt til að kaupa fleiri leyfi en getið er í þessari útboðslýsingu og skulu þá sömu einingarverð, og boðin eru í tilboði þessu, gilda. Nánari upplýsingar í útboðsgögnum á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Opnun tilboða 10. mars 2017 kl. 11:00 hjá Ríkiskaupum. Sjá þessa og aðrar útboðstilkynningar á utbodsvefur.is Skipulagsauglýsingar Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt á 151. fundi þann 2. febrúar 2017, að auglýsa eftirfarandi skipulög: Miðsvæði Borgarness – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022 Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022 Miðsvæði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 31.1.2017 og felur í sér breytingu fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness M. Innan miðsvæðis verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M3. Nýr reitur M3 er 0,7 ha að stærð og nær til lóðanna Borgarbrautar 55, 57 og 59. Á lóð Borgarbrautar 55 verður nýtingarhlutfall 0,58, á Borgarbraut 57 verður nýtingarhlutfall 1,53 og á Borgarbraut 59 verður nýtingarhlutfall 2,09. Stærð miðsvæðis M1 verður eftir breytingu 5,3 ha og nýtingarhlutfall óbreytt. Tillagan er auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Miðsvæði Borgarness – breyting á deiliskipulagi Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55-59 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 30.01.2017. Markmið breytingartillögunnar eru að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu hótels í bland við íbúðar- og verslunarhúsnæði á miðsvæði Borgarness. Tillagan er auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 09. febrúar 2017 til 24. mars 2017 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Hverjum þeim aðila sem hagsmuna eiga að gæta, er gefin kostur á að gera athugasemd við tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 24. mars 2017 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is Borgarbyggð Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar eftirfarandi skipulagstillögur og tilheyrandi umhverfisskýrslur. 1. Breyting aðalskipulags íbúðarsvæðis Holtahverfis á Húsavík (Í13). Meginmarkmið tillögu að breytingu aðalskipulags er að samræma afmörkun íbúðasvæðis Í13 í deiliskipulagi og aðalskipulagi. Við það stækkar svæðið úr 13,8 ha í 15,8 ha í aðalskipulagi. Ennfremur er gengið út frá fjölgun íbúða á svæðinu úr allt að 55 í allt að 75. Skipulagstillagan ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu er sett fram á einu blaði í stærð A2. 2. Breyting deiliskipulags Holtahverfis. Skipulagstillagan felst í að 13 óbyggðum einbýlishúsalóðum á s.k. E-svæði er breytt í parhúsalóðir og nýtingarhlutfall þeirra hækkað úr 0,3 í 0,35. Ennfremur yrðu leyfðar sex íbúðir á tveimur óbyggðum raðhúsalóðum við Lyngholt. Þakhæð einbýlishúsa og parhúsa E-svæðis verði allt að 5,5 m. Gatnakerfi er nánast óbreytt frá gildandi deiliskipulagi, en lóðarmörkum er lítillega hnikað til á þeim lóðum sem breytt er til parhúsa. Skipulagstillagan ásamt greinargerð er sett fram á einu blaði í stærð A1. Skipulagstillögurnar verða til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 13. febr- úar 2017 til og með 27. mars 2017. Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillögurnar á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með mánudeginum 27. mars 2017. Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketils- braut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir. Húsavík 6. febrúar 2017 Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og breytingu deiliskipulags Holtahverfis á Húsavík Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gönguhópur kl. 10.15, vatnsleik- fimi kl. 10.50, myndlist kl. 13, prjónakaffi kl. 13, bókmenntaklúbbur kl. 13.15, jóga kl. 18. Boðinn Botsía kl. 10.30, brids og kanasta kl. 13, hugleiðsla í Bjarta sal kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa frá kl. 9-16, morgunkaffi frá kl. 10-10.30, botsía frá kl. 10.40-11.20, bókband frá kl. 13-16. Bókabíll- inn á svæðinu kl. 14.30-15.30, upplestur kl. 13.30, Ármann Reynisson les úr sagnasafni sínu; Vinjettur. Dalbraut 18-20 Bókabíllinn kl. 11.30, samverustund með sr. Davíð Þór kl. 14. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, stólajóga kl. 10.30, Embla og Óli kl. 14. Félagsmiðstöðin Vitatorgi / Lindargata 59 Bókband kl. 9-13, postulínsmálun kl. 9-12, upplestur framhaldssögu kl. 12.30-13, handa- vinna með leiðsögn kl. 13.30-16, brids, frjálst kl. 13-16.30, stólaleikfimi kl. 13-13.30, prjónaklúbbur kl. 13.30-16, helgistund, prestar Hallgríms- kirkju kl. 13.30-14, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Garðabær Opið og heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl. 9.30-16, qigong í Sjálandsskóla kl. 9.10, karlaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 13 og botsía kl. 13.45, stólajóga í Jónshúsi kl. 11, vatnsleikfimi kl. 15, handa- vinnuhorn í Jónshúsi kl. 13, málun í Kirkjuhvoli kl. 13, saumanám- skeið í Jónshúsi kl. 13, Garðakór, æfing í Vídalínskirkju kl. 16. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Samverustund kl. 10.30-11.30. Starf Félags heyrnarlausra kl. 12-16. Perlusaumur kl. 13-16. Bútasaumur kl. 13-16. Myndlist kl. 13-16. Gjábakki Kl. 9, handavinna, kl. 9.15, tréskurður, kl. 9.45 stólaleikfimi, kl. 10.50 jóga, kl. 13 bókband, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 14, hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 16.10 myndlist. Gullsmári Handavinna kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, jóga kl. 17.15, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir! Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9, opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14, hjúkrunarfræðingur kl. 9- 10.30, opið hús í Árseli við Rofabæ 30 kl. 10.30–12, billjard og heitt kaffi á könnunni, jóga kl. 10.10-11.10, hádegismatur kl. 11.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, opin vinnustofa frá kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, botsía kl. 10, matur kl. 11.30. Spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi. Fótaaðgerðir 588-2320, hársnyrting 517-3005. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, morgunandakt kl. 9.30. leikfimi kl. 10, lífssöguhópur kl. 10.50, prjónahópur kl. 13, allir velkom- nir, sönghópur Hæðargarðs kl. 13.30, línudans kl. 15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, bókabíllinn kl. 10.30-11, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-16, ganga með starfsmanni kl. 14, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Leikfimi hjá Guðnýju kl. 9, kaffi, spjall og blöðin kl. 10, hádegismatur kl. 11.30, bíó kl. 13 og kaffi og meðlæti kl. 14.30. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.15, bókband Skólabraut kl. 9. Billj- ard Selinu kl. 10, kaffispjall í króknum kl. 10.30, jóga, Skólabraut kl. 11. Félagsvist í salnum Skólabraut kl. 13.30, karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Munið sönginn á morgunn, föstudag, í salnum kl. 13. Ath. skráning í gangi á Gaman saman-kvöldið fimmtudaginn 16. febrúar. Söngur, dans og veitingar. Skráning og uppl. í síma 8939800. Stangarhylur 4, Zumba Gold námskeið kl. 10.30, leiðbeinandiTanya. Skapandi skrif námskeið kl. 14, leiðbeinandi Þórður Helgason.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.