Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 landi. Stofnuðu þeir jarðfræði- rannsóknastofnun fyrir landið og fjármögnuðu rannsóknir, m.a. til málmleitar. Veðurstofurnar urðu fljótt að bitbeini. Danir vildu yfir- taka þær og fannst það vera partur af yfirráðum í landinu. En veður- stöðvar sem settar voru upp á tím- um kalda stríðsins skiptu Banda- ríkjamenn ekki minna máli. Utanríkisráðuneytið í Kaup- mannahöfn var áfram um að taka stjórn veðurstöðvanna í sínar hend- ur. En á því var einn hængur. „Þeir gátu það ekki,“ segir Heymann. „Ítrekað lofuðu þeir að senda mannafla á vettvang, þeir undirrit- uðu meira að segja samninga sem skilgreindu fjölda þeirra sem starfs- fólks sem senda þyrfti en um langt árabil gátu þeir ekki efnt loforð sín.“ Vísindastofnanir í Danmörku, svo sem danska veðurstofan voru raun- særri en ráðuneytismennirnir. Þær sögðu frá byrjun að engin leið væri til að yfirtaka stofnanir í Grænlandi vegna manneklu. „Við verðum að verja yfirráð okkar í raun og þið verðið því að láta þetta ganga,“ ítrekaði ráðuneytið og stóð í þrætum milli þess og dönsku stofnananna fram til ársins 1950. Og þar sem Dani skorti veðurfræðinga héldu Bandaríkjamenn áfram rekstri flestra veðurstöðvanna. „Þetta er smámál en áhugavert samt þar sem það endurspeglar vilja danska utanríkisráðuneytisins til að ná fullum yfirráðum á Grænlandi,“ segir Heymann. Á næstu árum urðu Danir hvað eftir annað að sætta sig við orðinn hlut og láta Bandaríkja- mönnum störfin eftir. Hvíslað í kokteilboði Árið 1951 undirrituðu Danir samning við Bandaríkjamenn sem auk þess að kveða á um full og óskoruð yfirráð Dana yfir Græn- landi myndaði nýjan grunn fyrir bandaríska rannsóknarstarfsemi þar í landi. Heimilaði hann jafnframt starfsemi bandarískra herstöðva á afmörkuðum svæðum. Allar rann- sóknir og hernaðarleg umsvif utan þessara svæða urðu að öðlast sam- þykki Dana. Var þeim það léttir að búið væri að taka í eitt skipti fyrir öll allan vafa af yfirráðum þeirra yfir Grænlandi. En smám saman jukust áhyggjur þeirra eftir því sem leið frá. Var danska stjórnin ætíð undr- andi yfir gríðarlegu umfangi athafna bandaríska heraflans. Flugherstöðin sem Bandaríkjaher reisti nyrst í Grænlandi 1951 var sú stærsta utan Bandaríkjanna sem endurspeglaði mikilvægi hennar. Hún var auk þess miðstöð alls konar vísindarannsókna á norðurslóðum. Á þessum slóðum stundu Bandaríkjamenn meðal ann- ars leynilegar rannsóknir sem þeir héldu leyndum fyrir Dönum, meðal annars í Camp Century-stöðinni of- an í íshellu Grænlandsjökuls. Danir höfnuðu fyrstu beiðni fyrir bygging- arleyfi af ótta við viðbrögð Sov- étmanna. Hófu Bandaríkjamenn engu að síður framkvæmdir en í hanastélsveislu í Kaupmannahöfn í ágúst 1959 hvíslaði svo bandaríski sendiherrann að danska utanrík- isráðherranum að gerð herstöðv- arinnar væri komin á skrið. Ráð- herrann varð felmtri sleginn og kallaði helstu samverkamenn sína til fundar til að ræða viðbrögð. Í raun gátu þeir lítið sem ekkert aðhafst. „Þeim þótti óþægilegt að þurfa að viðurkenna að Bandaríkjamenn færu í reynd með hernaðarleg yf- irráð í landinu og Dani skorti vald til að stöðva starfsemi Bandaríkja- hers,“ segir áðurnefndur Heymann. Ísormurinn ógurlegi Á endanum var ekki lagst gegn stöðinni en í staðinn krafðist danski utanríkisráðherrann þess að málinu yrði með öllum ráðum haldið frá fjöl- miðlum. Það var of seint því banda- rískt tímarit, The Sunday Star, fjallaði í stórri grein um herstöðina í íshellunni. Það eina sem dönsku stjórninni var unnt var að takmarka aðgang fjölmiðla að svæðinu og reyna að sannfæra þingið og al- menning um að um borgaralega starfsemi væri að ræða en ekki hernaðarlega. Danska sendiráðið í Washington ritskoðaði fréttir og greinar blaða- manna af umsvifum Bandaríkja- manna á Grænlandi og strikaði út allt sem gat talist pólitískt við- kvæmt. Blaðamenn fengu að fara til Grænlands en ferðafrelsi þeirra var takmarkað mjög og öll samskipti við bandaríska og grænlenska starfs- menn stöðvanna stranglega bönnuð. Hin opinbera útgáfa sem segja mátti frá var að Camp Century væri borg- araleg miðstöð sem reist væri til að gera mönnum kleift að stunda veð- urfarsrannsóknir og ákomu jökla ár- ið um kring á hernaðarlega mik- ilvægum slóðum. Stöðin var miklu meira en það því þar stunduðu Bandaríkjamenn rannsóknir í öllum undirgreinum jarðvísindanna; skjálftafræði, veð- urfræði, veðurfarsfræði, jöklafræði, jarðsegulfræði auk rannsókna á eig- inleikum og samsetningu íss og snævar. Raunverulegur tilgangur Camp Century var hins vegar að prófa nýjungar í mannvirkjagerð á heimskautasvæðum sem var und- anfari enn stórtækari áforma; áætl- unarinnar Project Iceworm, eða „Ísmaðksins“. Kvað hún á um gerð 135.000 ferkílómetra hern- aðarmannvirki í ísnum með 600 langdrægum kjarnorkuflaugum sem skjóta mátti frá 2.000 færanlegum skotpöllum sem gengu eftir járn- brautum í göngum undir íshellunni. Fallið var um síðir frá þessum áformum. Danir vissu ekkert af þeim og einungis forsætisráð- herranum var kunnugt um hugs- anlega meðferð kjarnorkuvopna á Grænlandi. Danska þingið komst ekki að áformunum fyrr en árið 1990 og enn er margt á huldu um það sem fór fram í herstöðinni undir ísnum. Leynd hvílir enn yfir skjölum um starfsemina sem varðveitt eru í Ei- senhower-bókasafninu í Kansas í Bandaríkjunum. Mikilvægi Grænlands minnkar Á ofanverðum sjötta áratug síð- ustu aldar tók áhugi bandaríska her- aflans á Grænlandi að dvína. Nýjar tæknilausnir höfðu dregið úr hern- aðarlegu mikilvægi landsins þar sem þá var orðið hægt að skjóta meðal- og langdrægum kjarnaflaugum úr kafbátum. Camp Century-stöðinni var lokað 1967 en þá höfðu verk- fræðingar hersins áttað sig á að jök- ulísinn væri ekki jafn kyrrstæður og þeir höfðu áður talið. Sömuleiðis dró úr umsvifum í herflugstöðinni í Thule. Árið 1968 voru aðeins 1.189 hermenn á norðurslóðum á Græn- landi eða aðeins um tæplega fimmt- ungur þess sem var 1944. Spurn- ingin hverjir skyldu manna og starfrækja veðurstofur missti líka vægi þar sem sjálfvirkur mælibún- aður tók smám saman við. En Bandaríkjamenn hurfu aldrei á brott og veldur sú staðreynd nún- ingi jafnvel enn þann dag í dag. Þangað er haldið úti eftirlitsflugi og þar stundar bandaríski heraflinn enn hlustun fjarskipta og annars konar eftirlit sem búist er við að ekki linni fyrst um sinn. Í nýlegri rannsókn var annað pólitískt við- kvæmt mál dregið fram í dagsljósið og á rætur að rekja í hlýnun loft- hjúpsins. Spá vísindamenn því að mikill úrgangur frá Camp Century, meðal annars lífrænn og geislavirk- ur, muni koma upp úr ísnum við bráðnun íshellunnar á Grænlandi. Það vekur spurninguna um hverjir séu ábyrgir fyrir hreinsun hans – Danir, Bandaríkjamenn eða Græn- lendingar. Heimsókn Margrét Þórhildur Danadrottning heimsótti Thule sumarið 2015 og hér sýnir bandarískur herforingi starfsemi og búnað stöðvarinnar. Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Ellingsen Bónus Ársæll Höfnin Gra nda garð ur Vald ís Við erum hér Sjáðu þetta! Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar á Grandagarði 13. Eyesland leggur metnað sinn í að bjóða viðskiptavinum sínum vandaðar vörur á góðu verði. Heimsþekkt vörumerki og fjölbreytt vöruval. Red-Bull 737-004 umgjörð kr. 24.800,- Bollé black sportgleraugu kr. 22.850,- Tommy Hilfiger 1402 umgjörð kr. 35.485,- Cocoa Mint umgjörð kr. 14.900,- Ray-Ban 1527-3573 barnaumgjörð kr. 19.875,- Centro Style 56342 umgjörð kr. 16.800,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.