Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 102
102 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Bíó Paradís og Goethe Institut, í
samstarfi við þýska sendiráðið,
standa fyrir Þýskum kvikmyndadög-
um sem haldnir verða í sjöunda sinn
frá og með morgundeginum til 19.
febrúar.
Sex nýjar eða
nýlegar kvik-
myndir verða
sýndar og opn-
unarmynd hátíð-
arinnar verður
Toni Erdmann,
gamanmynd eftir
leikstjórann Mar-
en Ade sem vakið
hefur mikla at-
hygli og lof frá því
hún var frumsýnd á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes í fyrra og hlaut þar
FIPRESCI gagnrýnenda-
verðlaunin, en hún hefur hlotið fjölda
verðlauna og tilnefninga til viðbótar
og er tilnefnd til Óskarsverðlauna í
ár fyrir bestu erlendu kvikmynd.
Hinar kvikmyndirnar fimm eru
Land of Mine, sem er framlag Dana
til Óskarsverðlauna en að stórum
hluta með þýsku tali, Frantz, Demo-
cracy: Im Rausch der Daten, Der
Staat gegen Fritz Bauer og Gleiß-
endes Glück.
Valið vandað
„Það sem við gerum á hverju ári
er að við förum á stærstu kvik-
myndahátíðirnar í Evrópu. Við för-
um á Cannes og á Berlínarhátíðina,
en á henni er sérstakur flokkur helg-
aður því nýjasta í þýskri kvikmynda-
gerð.
Við förum sérstaklega yfir þær
myndir en höfum verið að vinna
kvikmyndadagana með Goethe Insti-
tut í Danmörku þar sem haldnir eru
þýskir kvikmyndadagar í Kaup-
mannahöfn. Þá samnýtum við kraft-
ana því þetta eru mjög menning-
arlega líkar borgir fyrir áhorfendur.
Við veljum rjómann af því besta og
reynum að hafa eina heimildarmynd
og eina dramatíska þannig að línan
er að hafa þetta fjölbreytt, bjóða upp
á bestu myndir ársins en líka heim-
ildarmynd og svo erum við alltaf með
eina mynd fyrir skólasýningu sem
við bjóðum þýskukennurum að skrá
nemendur sína á,“ segir Ása
Baldursdóttir, dagskrárstjóri Bíó
Paradísar, spurð að því hvernig
myndirnar séu valdar.
„Við gátum ekki annað en sýnt
Toni Erdmann á dögunum í ár og
haft hana sem opnunarmyndina.
Þessi mynd sló algjörlega í gegn í
Cannes, ég fór á fyrstu sýningu á
henni þar, blaðamannasýningu, það
hafði enginn séð myndina og stóð
fyrir utan höllina með blaðamönnum
og fólk var að óa og æja yfir því að
vera að fara á þriggja tíma langa,
þýska gamanmynd, velti því fyrir sér
hvort það ætti að fá sér eitthvað
sterkt út í kaffið.
Húmor ferðast stundum svo illa,
er oft svo staðbundinn, en á miðri
sýningu á myndinni stóðu gestir upp
og klöppuðu fyrir einu atriði hennar.
Þessi kvikmynd hlaut Evrópsku
kvikmyndaverðlaunin sem besta
kvikmynd í fyrra, sem er mjög erfitt
fyrir gamanmynd að gera, því þeir
sem eru í þessu evrópska kvik-
myndaráðinu eru hátt skrifaðir þeg-
ar kemur að kvikmyndalæsi,“ segir
Ása, augljóslega yfir sig hrifin af
opnunarmyndinni. „Það er erfiðast í
heimi að gera góða gamanmynd,
skrifa góða sögu og vera með grín
sem er alþjóðlegt og snertir ein-
hvern sammannlegan streng,“ bætir
hún við. Í Toni Erdmann segir af
manni sem reynir með heldur
klaufalegum hætti að bæta sam-
bandið við dóttur sína, framakonu í
viðskiptum.
Fangar, missir og Eichmann
Seinni heimsstyrjöldin kemur við
sögu í þremur kvikmyndum hátíðar-
innar: Land of Mine, Frantz og Der
Staat gegen Fritz Bauer. Blaða-
maður nefnir það við Ásu og segir
hún að ekki hafi verið annað hægt en
að sýna Land of Mine sem sé til-
nefnd til Óskarsverðlauna, framlag
Danmerkur til þeirra en framleið-
endur bæði danskir og þýskir.
„Okkur fannst eitthvað svo geggjað
að geta sýnt tvær myndir sem eru
tilnefndar til Óskarsverðlauna,“
segir Ása. Kvikmyndin er byggð á
sannsögulegum atburðum og segir
frá hópi þýskra stríðsfanga í seinni
heimsstyrjöldinni sem voru þving-
aðir af danska hernum til að fjar-
lægja jarðsprengjur og gera þær
óvirkar.
Frantz er leikstýrt af Frakka,
François Ozon og segir af ungri konu
í þýskum smábæ sem syrgir unnusta
sinn sem féll í seinni heimsstyrjöld-
inni í orrustu í Frakklandi og Der
Staat gegen Fritz Bauer byggir, líkt
og Land of Mine, á sannsögulegum
viðburðum og fjallar um þýska rík-
issaksóknarann Fritz Bauer, sem
komst á snoðir um hvar SS-foringinn
Adolf Eichmann væri í felum og
tókst á endanum að fá hann dæmdan
í Ísrael fyrir stríðsglæpi þar sem
hann var tekinn af lífi. „Þjóðverjar
eru alltaf að fjalla um sína sögu, um
stríðið, og það hefur kannski aukist
núna á síðustu 10 til 15 árum því það
er liðinn það langur tími frá þessum
atburðum,“ segir Ása.
Vekur upp spurningar
Heimildarmynd kvikmyndadag-
anna, Democracy: Im Rausch der
Daten, er annars eðlis og segir Ása
hana stórkostlega. Á vef Bíó Para-
dísar segir að hún fjalli um sam-
þykkt reglugerðar um verndun al-
mennra upplýsinga, að umfjöllunar-
efnið sé lýðræði í nútímasamhengi
og myndin hafi vakið upp margar
spurningar um upplýsingaöldina og
þau regluverk sem unnið sé eftir.
„Þegar myndin er gerð koma alls
konar alþjóðlegir atburðir inn í málið
sjálft sem verið er að fylgjast með,
eins og Edward Snowden. Hann
stökk allt í einu fram á sjónarsviðið
og pólitískar hreyfingar í Evrópu
byrja að spretta upp og fá meira
fylgi, m.a. Píratar hérna á Íslandi.
Það er verið að fjalla um lýðræði,
hvernig við förum með upplýsingar
og hver eigi þær,“ segir Ása.
Finnst guð hafa yfirgefið sig
Ekki má gleyma sjöttu kvikmynd
daganna, Gleißendes Glück, sem
segir af Helene Brindel sem er föst í
óhamingjusömu hjónabandi. Hún
hefur misst alla von því henni finnst
guð einnig hafa yfirgefið sig en finn-
ur huggun í hugmyndafræði sálfræð-
ingsins Eduard E. Gluck og þau
dragast að hvort öðru þegar Helene
fer og leitar hann uppi. Kvikmyndin
hlaut bæði FIPRESCI-verðlaunin
og Europa Cinemas Label á kvik-
myndahátíðinni í Karlovy Vary í
fyrra.
„Ég held þetta sé bara besta dag-
skráin frá upphafi,“ segir Ása að lok-
um um Þýsku kvikmyndadagana og
bætir við að fólk geti gengið að því
vísu að fá að sjá góðar, þýskar kvik-
myndir og að dagarnir hafi fest sig í
sessi í menningardagatali Íslend-
inga. Upplýsingar um Þýska kvik-
myndadaga má finna á bioparadis.is.
„Besta dagskráin frá upphafi“
Sex kvikmyndir verða sýndar á Þýskum kvikmyndadögum sem hefjast á morgun í Bíó Paradís
Þýska gaman- og verðlaunamyndin Toni Erdmann verður opnunarmynd kvikmyndadaganna
Bráðfyndin Úr opnunarmynd Þýskra kvikmyndadaga, gamanmyndinni Toni Erdmann, sem hefur hlotið einróma
lof gagnrýnenda og fjölda verðlauna. Hún er framlag Þýskalands til Óskarsverðlauna í ár og þykir sigurstrangleg.
Lýðræði Stilla úr Democracy: Im Rausch der Daten. Stríðsfangar Ungir Þjóðverjar í Land of Mine.
Ása
Baldursdóttir
Rómantískt
bókakvöld er
yfirskrift bók-
menntadagskrár
í Bókasafni
Reykjanesbæjar
í kvöld, fimmtu-
dag. Gestur
kvöldsins er
Katrín Jakobs-
dóttir, formaður
Vinstri grænna og bókmennta-
fræðingur, en á undanförnum ár-
um hefur hún talsvert fjallað um
spennusögur.
Katrín mun í kvöld fjalla um
ástarsögur og aðrar afþreying-
arbókmenntir. Einnig fjallar hún
um ástina og persónur kvenna og
karla í slíkum bókum og rýnir
enn fremur í dæmi um kápumynd-
ir slíkra sagna.
Dagskráin með Katrínu hefst
kl. 20 og er kynnt sem létt spjall
og þá svarar hún spurningum
gesta í lokin. Aðgangur er ókeyp-
is og allir áhugasamir boðnir vel-
komnir.
Katrín veltir ástar-
sögum fyrir sér
Katrín Jakobsdóttir
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is