Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 60
hefur því ekki einungis verið haldið á lofti að sjómenn séu með ofurlaun heldur einnig því að þeirra barátta fyrir kjaraleiðréttingu helgist af því að þeir vilji ekki una því að laun þeirra hafi lækkað á síðasta ári, og verði hreinlega að gera sér grein fyrir því að tekjur úr sjávarútvegi eru ekki fasti heldur háðar ýmiss konar utanaðkomandi breytum. Heiðveig María Einarsdóttir, sem er viðskiptalögfræðingur, sjó- maður, sjómannsdóttir og sjó- Morgunblaðið/Jim Smart Verkfall Yfirstandandi verkfall sjómanna er orðið lengsta verkfall á þessari öld og kröfur um lausn deilunnar magnast með hverjum degi. Verkfall sjómanna hefur þegar þetta er skrifað staðið yfir í tæpa tvo mánuði. Þann tíma sem fiski- skipaflotinn hefur legið bundinn við bryggju hafa afleiðingar verk- fallsins farið stigvaxandi; ekki aðeins fyrir sjó- menn og útgerð- ir heldur fisk- útflytjendur, flutningafyr- irtæki, umbúða- vinnslur, fisk- vinnslufólk, sveitarfélög – í raun samfélagið allt. Litlar sem engar veiðar hafa keðjuverkandi áhrif í út í samfélagið og staðan er fyrir nokkru farin að valda út- breiddum einkennum, samfélags- legum jafnt sem fjárhagslegum. Sjö sinnum sett lög á sjómenn Það virðist oft sem rauður þráð- ur að ef ekki um semst innan hæfi- legs tíma grípa stjórnvöld inn í og setja lög á verkfall sjómanna. Sjö sinnum hafa sjómenn þurft að sæta því að vera skikkaðir aftur til vinnu á grundvelli lagasetningar stjórn- valda, með þeim rökstuðningi yf- irvaldsins að slíkar aðgerðir sjó- manna ógni efnahagslegum stöðugleika í landinu. Því eru sett lög og sjómenn halda aftur á hafið til að moka sjávarfangi í sísvangt þjóðarbúið. Yfirstandandi verkfall sjómanna er nú þegar orðið lengsta verkfall á þessari öld og ekki þarf að leita lengi til að sjá að kröfur um lausn deilunnar hið fyrsta magnist með hverjum deginum sem líður. Tekjur sjómanna koma úr hluta- skiptum. Í því felst að tilteknu hlutfalli aflaverðmætis hverrar veiðiferðar er skipt milli sjómanna, og er því um að ræða nokkurs kon- ar árangurstengdar greiðslur. Styrking krónunnar á undan- gengnu ári hefur valdið því að tekjur sjómanna, sem og útgerða, hafa dregist saman. Það skýrist að miklum hluta af því að aflinn er jú seldur á erlenda markaði og ef krónan er sterk þá fást færri evrur fyrir hverja slíka. Nú, eða jen eða dollari. Í yfirstandandi kjaraviðræðum mannskona, segir slíkar fullyrð- ingar fjarri öllum sanni. Leiðrétting en ekki kröfur „Það mátti alveg sjá þetta verk- fall fyrir. Sjómenn hafa verið samningslausir í sex ár og nú nota þeir sitt eina vopn til að ná fram leiðréttingu á kjörum sínum. Þetta eru nefnilega ekki kröfur um meira, heldur ósköp einfaldlega kröfur um að kjör þeirra verði leið- rétt í átt að sanngirnissjón- armiðum,“ segir Heiðveig. Hún segir ábyrgðina liggja að mestu leyti hjá ríkinu. Ríkið hafi látið málefni sjómanna að þessu leyti afskiptalaus og ekki sinnt því eftirlits- og aðhaldshlutverki sem því ber á grundvelli vinnurétt- arsjónarmiða, sérstaklega í ljósi þess að kjör sjómanna eru bundin með axlaböndum og belti í lög sett af Alþingi. Þau atriði sem ekki hefur verið samið um milli sjómanna og út- gerða nú, og valda því hreinlega að verkfallið stendur enn, eru olíu- frádrátturinn og bætur vegna af- náms sjómannaafsláttarins. Í lög- um frá árinu 1986 kemur fram að tiltekið hlutfall aflaverðmætis hvers túrs skuli renna óskipt til út- gerðar áður en því er skipt milli sjómanna og útgerðar, og má rekja upphaf þess til mjög hás olíuverðs og slæmrar stöðu útgerðar á þeim tíma. Margt bjagað við olíu- frádragið „Þessi krafa sjómanna er ekkert ný af nálinni. Sjómenn hafa verið að berjast fyrir því að fá leiðrétt- ingu á þessum frádrætti í mörg ár. Það sést ef menn skoða kjarasamn- ingana þeirra síðastliðin ár. Þetta eru 30%, nærri einn þriðji af afla- verðmæti hvers túrs, sem fer óskipt til útgerðarinnar. Krafa sjó- manna núna er samt bara sú að þessi prósenta verði lækkuð um einn tíunda. Hvernig sem á það er litið verður það að teljast mjög svo hóflegt,“ segir Heiðveig. „Við verðum að átta okkur á því að þessi lög eru barn síns tíma og orðin algerlega úrelt. Raunkostn- aður útgerðarinnar fyrir olíuna er, samkvæmt opinberum tölum Hag- stofu Íslands, ekki nema 11,7% að meðaltali undanfarin ár. Samt fær útgerðin 30% til sín óskipt á þeim grundvelli einum að þrjátíu ára skiptalög kveði á um það. Að mín- um dómi ætti einfaldlega að gera olíukostnað útgerðar upp á grund- velli framlagðra reikninga um raunverulegan kostnað olíunnar. Þess utan er varla að sjá að lögin samræmist 2. mgr. 75. gr. stjórn- arskrárinnar, sbr. breytingarlög frá 1995, þar sem kveðið er á um rétt manna til að semja um starfs- kjör sín og önnur réttindi. Samn- ingsréttur og samningsfrelsi stétt- arfélaga njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. Að mínu viti má liggja ljóst fyrir að ákvæði laga nr. 24/ 1986 um olíuviðmiðið skerða þessi stjórnarskrárvörðu réttindi því þarna er búið að taka rétt manna til að semja um þetta af þeim. Út- gerðirnar skýla sér svo bak við þetta úrelta lagaákvæði og kvarta yfir því hvað þetta muni kosta þær mikið. Þetta eru ekki þeirra pen- ingar. Þetta eru fjármunir sem samkvæmt öllum sanngirnissjón- armiðum ættu að fara til skipta milli sjómanna og útgerða, pen- ingar sem verða til úr sameig- inlegri auðlind þessarar þjóðar,“ bætir Heiðveig við. Hún segir ekkert vit í því að 30% aflaverðmætis fari óskipt til út- gerðar eftir hverja veiðiferð því aflaverðmæti geti verið 100 millj- ónir króna einn túrinn og 300 millj- ónir þann næsta. „Útgerðin fær því þeim mun meira ef aflaverðmætið hækkar, á meðan olíukostnaðurinn er sá sami. Þetta er hreinlega út úr kortinu,“ segir hún. Dagpeningar eiga að vera sjálfsagðir Um kröfu sjómanna fyrir bætur vegna afnáms sjómannaafsláttarins segir Heiðveig hana skiljanlega. Sjómenn á öllum öðrum löndum á Norðurlöndunum fái sjómanna- afslátt og allar aðrar stéttir sem vinna fjarri heimilinu njóti þessara sjálfsögðu réttinda. „Þarna á ríkið að sjá sóma sinn í því að leiðrétta þá kjaraskerðingu sem fólst í afnámi sjómannaafslátt- „Ábyrgðin er hjá stjórnvöldum“  Viðskiptalögfræðingur og sjómaður segir pott víða brotinn í baráttu sjómanna fyrir kjaraleiðréttingu  Kjara- mál þeirra hafi verið í ólestri um langa hríð og það sé stjórnvalda að grípa inn í og leiðrétta það sem leiðrétta þarf Heiðveig María Einarsdóttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.