Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 HEIMILIÐ „Mikið er um nýjungar hjá okkur í IKEA nú í byrjun árs og von er á ótal- mörgu spennandi á næstu vikum og mánuðum,“ segir Kristín Lind Stein- grímsdóttir, markaðsstjóri IKEA á Íslandi. „Undanfarin misseri höfum við í auknum mæli kynnt til sögunnar glæsilegar hönnunarlínur, sem aðeins eru fáanlegar í ákveðinn tíma, og nokkrar slíkar eru væntanlegar. Þar er lögð áhersla á nýsköpun og aukið frelsi til að fara óhefðbundnar leiðir. Þekktir hönnuðir hafa verið fengnir til samstarfs við fyrirtækið í þessum áhugaverðu verkefnum og þannig stígur IKEA svolítið út fyrir sinn bláa og gula kassa.“ Spurð út í tískustrauma ársins 2017 hjá IKEA segir Kristín mínimalíska stílinn greinilega vera á undanhaldi. „Áherslurnar hafa breyst, fólk vill nú frekar búa sér hlýlegt heimili og leyfa persónuleika sínum að skína í gegn. Glaðlegir litir eru orðnir áberandi, sérstaklega í púðum, mottum, gard- ínum og öðru sem setur sterkan svip á heimilið. Áferð textílsins leikur stærra hlutverk en oft áður og nátt- úruleg efni eru vinsæl. Stofuplöntur eru tvímælalaust ofarlega á vinsælda- listanum hjá viðskiptavinum okkar, bæði grænar og blómstrandi plöntur. Það er mjög jákvæð þróun, enda ekki bara fallegt og hlýlegt að hafa plöntur á heimilinu heldur hreinsa margar þeirra líka loftið.“ Áhrif frá Indónesíu Kristín er beðin um að segja nánar frá nýju hönnunarlínunum sem von er á; afrakstri samstarfs IKEA og þekktra hönnuða. „Fyrsta lína þessa árs kom í verslunina í síðustu viku, en það er SPRIDD-línan, sem er unnin í samstarfi við breska fatahönnuðinn Kit Neale. SPRIDD-línan er lífleg og „hávær“, en hún er sprottin úr fjórum ólíkum listaverkum sem innblásin eru hvert af sinni tónlistarstefnunni. Lín- an er hönnuð með ungt fólk í huga, sem er á ferð og flugi og vill einfalt og skemmtilegra líf.“ Hún bætir við. „Í mars og apríl eig- um við svo von á fleiri hönn- unarlínum. JASSA-línan kemur þá í hús, en hún varð til undir áhrifum frá hönnunarhefðum Indónesíu og Suð- austur-Asíu. Vörurnar eru allar hand- unnar úr náttúrulegum efnum; hugs- unin að baki línunni er að slaka á, hafa gaman og fara örlítið á svig við regl- urnar. Í apríl kynnum við þriðju IKEA ART EVENT-línuna, sem inniheldur 12 veggspjöld með handteiknuðum myndum eftir listamenn hvaðanæva úr heiminum. Með ART EVENT- línunni okkar, sem notið hefur mikilla vinsælda, höldum við áfram að gera áhugaverða list aðgengilega öllum.“ Stórborgarhönnun Talið berst að PS-hönnunarlínu IKEA, sem kom fyrst á markað árið 1995 og hefur að sögn fengið frábær- ar viðtökur. „Í síðustu viku kom nýj- asta IKEA PS-línan í verslunina – IKEA PS 2017. Þetta er í níunda skipti sem hönnunarlínan er kynnt og í þetta sinn inniheldur hún yfir 50 vörur. Rétt eins og með SPRIDD- línuna er PS-línan frekar óhefð- bundin og það er smá uppreisn í henni. PS-vörunum er ætlað að höfða til þeirra sem eru sveigjanlegir og hafna rútínunni vinna-borða-sofa; þeirra sem gefa lítið fyrir venjur og sjá frek- ar tækifæri í frelsinu. Sautján hönn- uðir frá stórborgum um allan heim komu að hönnun PS-línunnar og hún miðast því við breytta lifnaðarhætti í stórum borgum, þar sem fólk hreiðr- ar um sig í sífellt minna húsnæði og býr ekki endilega á „hefðbundinn“ hátt.“ STOCKHOLM-línan er væntanleg í IKEA í apríl og inniheldur hún að þessu sinni 47 vandlega valdar vörur, að sögn Kristínar. „Þær eru allar hannaðar með það að leiðarljósi að passa vel við það sem fyrir er á heim- ilinu, og gefa því ferskan og fágaðan svip. Vörurnar eru úr náttúrulegu hráefni, svo sem reyr, handblásnu gleri og aski; þær eru upphafning þess að fara sér hægt, gera hlutina á réttum hraða og sinna smáatriðum af natni.“ Endurunnar plastflöskur Kristín bendir á að til viðbótar við nýju hönnunarlínurnar, sem aðeins séu fáanlegar í ákveðinn tíma, bætist reglulega við aðrar nýjungar. „Bæði er um að ræða viðbætur við fyrri línur og nýjar línur sem verða hluti af vöru- úrvalinu til framtíðar. Við erum að taka inn mikið af nýjum vörum núna í febrúar, og ein skemmtilegasta nýj- ungin eru framhliðar á eldhúsinnrétt- ingar sem hafa fengið nafnið KUNGSBACKA. Þar sem IKEA tekur samfélags- lega ábyrgð sína alvarlega er mjög gaman að geta nú boðið upp á fram- hliðar á eldhúsinnréttingar sem ekki aðeins eru gerðar úr endurunnum við, heldur líka endurunnum plast- flöskum. Í filmuna á hverja hurð eru notaðar 25 hálfslítra plastflöskur, þannig að það fara um 1.000 flöskur í meðaleldhús. Með því að nota endur- unnið hráefni getum við gert fram- leiðsluna enn umhverfisvænni en ella, en metnaður okkar liggur alltaf í því að auka hlutfall endurunnins hráefnis í vörum IKEA.“ beggo@mbl.is Hlýlegt og persónulegt  Mínimalisminn í innanhússhönnun er á undanhaldi, eins og glöggt má sjá í verslun IKEA í Kauptúni  Glaðlegir litir eru þar áberandi, einkum þegar kemur að púðum, gólfmottum, gardínum og öðrum textíl, grafísk mynstur eru ráðandi, náttúruleg efni vinsæl og pottaplöntur aftur komnar í tísku ART EVENT Veggspjöld með handteiknuðum myndum úr víðri veröld. JASSA Ný lína, hönnuð undir áhrifum frá Indónesíu og Suðaustur-Asíu Morgunblaðið/Eggert Nýbreytni „Undanfarin misseri höfum við í auknum mæli kynnt til sög- unnar glæsilegar hönnunarlínur sem aðeins eru fáanlegar í ákveðinn tíma.“ PS 2017 Nýjasta línan frá PS, óhefð- bundin og litrík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.