Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 84
84 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Eiður Svanberg Guðnason
vinna þar sem við gátum beint
kröftum okkar að sameiginlegum
áhugamálum til hagsbóta fyrir
land og þjóð.
Þótt við værum að ýmsu ólíkir
náðum við vel saman, ræddumst
oft við í síma og hittumst af og til,
einkum eftir að hinum opinberu
störfum okkar lauk.
Skyldulesning hjá mér var að
lesa „Molana“ hans á Morgun-
blaðsblogginu. Hann hafði
óvenjulegan áhuga á íslensku
máli og næma tilfinningu fyrir
réttri notkun þess. Oft var hann
argur yfir því hversu „frétta-
börnin“ tóku lítið tillit til ábend-
inga hans. Þó er ég viss um að
hann hafði mikil áhrif til góðs
með þessum skrifum sínum.
Að leiðarlokum þakka ég Eiði
fyrir samferðina og samvinnuna
á hinum ýmsu sviðum sem við
skiptum okkur af á langri veg-
ferð. Hann var góður drengur
sem gott var að eiga að vini.
Innilegar samúðarkveðjur flyt
ég afkomendum hans og fjöl-
skyldu allri.
Ólafur G. Einarsson.
Aðalsmerki Eiðs Guðnasonar
var réttlætiskenndin. Fyrir henni
hlaut annað að þoka. Gagnvart
ranglæti eða mismunun hafði
Eiður hvorki þolinmæði né um-
burðarlyndi. Sérdrægni og mont
fengu sama viðmót, ekki hlýtt.
Undirritaður naut leiðsagnar
hans dagstund um Gerðar í
Garði. Áheyrandi skynjaði hug-
takið „heima“ í orðunum. Áralag,
sjólag og veðrabrigði, átök hafs
og alþýðu manna, kynslóðanna
undir árum. Samtaka komst fólk
af og ekki öðru vísi. Það var hans
fólk.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
upp úr miðri síðustu öld. Mínar
að vestan og hans spor voru þá
um mölina í Reykjavík. Þeir
bekkjarbræður mínir höfðu dálít-
ið gaman af þessum sveitadreng
sem þekkti ekki Dodge frá
Chevrolet-drossíum og hafði að-
eins einu sinni séð alvöru bíó, Síð-
asta bæinn í dalnum. Hann og
þeir tóku staulann upp á arma
sína og gættu þess að hann færi
sér ekki að voða. Skiluðu honum
þannig síðast af sér í Faunu með
túttu í munni.
Við vorum oft samferða upp
Skólavörðuholt. Það var gaman
fannst mér strax, seinna sá ég að
það hafði einnig verið menntandi.
Við Skólavörðustíg var sjoppa og
þar fékkst kók og prins. Þar var
rökrætt. Við vorum komnir í
reikning, traustir menn. Hans
leið lá yfir og niður í Norðurmýri,
mín sveigði til vinstri til Dísu
frænku á Bergþórugötu.Við ráð-
gerðum að hlusta á plötur sem
hann átti með Louis Armstrong.
Það dróst reyndar. Varð ekki
fyrr en 50 árum seinna. Við átt-
uðum okkur ekki á því að ein
kveðjan við Hallgrímskirkju-
grunn var sú síðasta um mörg ár.
Síðasta úttekt í sjoppunni var víst
aldrei borguð, orðið of seint þeg-
ar það rifjaðist upp.
Eiður rataði víðar en flestir.
Hvergi „varð hann að auga-
bragði“, ekki meðal kjósenda,
ekki meðal þingmanna, þá ekki
ráðherra eða diplómata, hvorki
keisarahalla í Kína eða með
frændum í Færeyjum. Sjór
sagna af þessu fólki með góðlát-
legri glettni, ótrúlega minnugur á
fólk. Þegar árin færðust yfir tók
hann upp þráð gamalla kynna.
Það var líkt honum. Ræktarsemi
og áhugi á fólki, kjörum og arf-
leifð tímans var óslökkvandi.
Hann lá í bókum. Hann hlustaði
og horfði til allra átta, annt um
sinn gamla vinnustað Sjónvarpið,
gagnrýninn og leiðbeinandi,
væntumþykjandi, lifandi þátttak-
andi. Engum datt í hug að hann
færi á undan okkur hinum. Mað-
ur er aldeilis gáttaður, harmi
lostinn.
Við höfum verið að hittast
reglulega, skólasystkinin. Víst
vel á annað hundrað sinnum,
samkvæmt tali Gísla Ólafs. Ekki
man ég hvernig það byrjaði en
hitt vitum við öll að hann var kjöl-
festan í þessum samskiptum.
Eigum við ekki að ganga líka?
Það er hollara. Ég er hérna með
bók um 25 gönguleiðir og enn
fleiri utan bókar. Og síðan höfum
við gengið þegar viðrar. Hvor
yrði fyrri til að hringja eftir veð-
urfréttir á mánudagskvöldum?
Hvernig líst þér á hann? Hún er
nú heldur betri norska spáin,
sagði hann stundum. Og hvað
verður nú? spyr hver annan.
Oft var upphaf göngu við
Hallgrímskirkjudyr. Þar kvödd-
umst við fyrst. Þar kveðjumst við
síðast. Veri Eiður „vinarlega“
kvaddur af okkur öllum.
Aðalsteinn Eiríksson.
Þetta byrjaði ekki vel. Hvað
varstu að gera þarna niðri, spurði
hann með þjósti. Við höfðum
aldrei hist fyrr en þarna á gang-
inum og ég gat varla ímyndað
mér, að hann vissi hver ég væri.
Eflaust sá hann þó að ég var bara
ómerkur sveinstauli, sem vissi lít-
ið í minn haus og allra síst vissi ég
nokkuð um sjónvarp. Sjálfur var
hann eitt þekktasta andlit í ís-
lensku sjónvarpi og reynslubolti
mikill. Langflottastur. Árið var
1971.
Hvað varstu að gera, endurtók
hann. Ég var nú bara svona að
forvitnast, sagði ég. Langaði að
sjá hvernig filmusafnið liti út. Þú
átt ekkert með að hnýsast í safnið
okkar. Það er fréttastofan sem á
þetta safn, og með það var hann
rokinn.
Það var ekki þarna sem við
urðum félagar. Það gerðist síðar.
Næst þegar fundum okkar bar
saman vonaðist ég til að njóta
ögn meiri virðingar enda búinn
að stjórna fyrsta sjónvarpsþætt-
inum mínum. Þetta var tónlistar-
þáttur þar sem stútungs kallar og
kellingar hentust uppábúin um
sveitt dansgólfið undir dillandi
harmonikkutónlist.
Við mættumst aftur á sama
gangi, ögn innar. Gerðir þú
harmonikkuþáttinn í gærkvöldi,
spurði hann. Já, svaraði ég.
Kannski líkaði honum þátturinn.
Það voru allt of miklar klippingar
í honum, sagði hann. Það á ekki
að klippa svona oft í sjónvarpi.
Og svo var hann aftur rokinn.
Enn voru engin merki þess að
við ættum eftir að verða mestu
mátar. Það kom síðar.
Ég bar óttablandna virðingu
fyrir þessum snaggaralega
manni, sem þusti um ganga
stofnunarinnar þannig að hvein í.
Sat hins vegar þess á milli pollró-
legur inni í sjónvarpstækjum
landsmanna og tók helstu ráð-
menn tali, sýndi þeim kurteisi en
vék hvergi frá ágengum spurn-
ingum sem þurfti að fá skýr svör
við og það strax og vörðuðu þjóð-
arhag.
En svo kom að því. Þetta er að
koma, sagði hann yfir soðinni ýsu
og kartöflum í matsalnum einn
daginn. Ashkenazy er engum lík-
ur. Frábær tónlistarmaður.
Þekki hann.
Já, hann gat stundum verið
hálf hryssingslegur og afundinn
þessi góði vinnufélagi, sem mátti
ekki af neinu misjöfnu vita. Helst
þurfti þetta allt að vera sam-
kvæmt bókinni. Það var langbest.
En smám saman áttu þessi sam-
skipti okkar eftir að breytast til
hins betra. Við urðum vel mál-
kunnugir, síðan góðir kunningj-
ar, svo vinir og síðast töluvert
löngu síðar… miklir vinir. Síð-
ustu árin var gjarnan tekist á um
menningu og listir, reyndar
heimsmálin öll eins og þau lögðu
sig, yfir rótsterku kaffi í Bjark-
arási… já, öll helstu dægurmál
voru þar uppi á borðum og þau
leyst með snörpum sviptingum
auk þess sem minnst var gamalla
tíma og genginna vina.
Síðustu vikuna í nóvember
hittumst við svo síðast í Ey-
mundsson, Kringlunni, hann að
skipta bókum og ég á leið til Ind-
lands. Lofar að koma í kaffi strax
og þú kemur til landsins, sagði
hann. Ég þarf að segja þér margt
um Indland. Og með það var
hann rokinn.
Takk fyrir vináttuna, félagi
Eiður. Helli upp á rótsterkt kaffi
heima í Löngulínu á eftir. Búinn
að fara í bakaríið. Býst svo við
þér, því við áttum eftir að ræða
svo margt. Svo ótal, ótal margt.
Þinn vinur,
Egill Eðvarðsson
Eiður Svanberg Guðnason
gekk til liðs við okkur sem stóð-
um að sameiningu Samtaka um
vestræna samvinnu og Varð-
bergs undir lok árs 2010 og stofn-
uðum Varðberg, samtök um vest-
ræna samvinnu og alþjóðamál.
Hann sat í stjórn Varðbergs í
fjögur ár og sýndi mikinn og ein-
lægan áhuga á að öryggis lands
og þjóðar yrði jafnan gætt í sam-
vinnu við vinveittar nágranna-
þjóðir og á þann hátt sem nauð-
synlegt væri í samræmi við þróun
öryggismála.
Það var ómetanlegt að njóta
liðsinnis Eiðs vegna mikillar
reynslu hans og þekkingar eftir
farsæl störf hans sem fréttamað-
ur, alþingismaður, ráðherra og
sendiherra. Hann var hreinskipt-
inn í öllu samstarfi og aldrei ríkti
neinn vafi um afstöðu hans.
Varðberg var ekki eini vett-
vangurinn þar sem við Eiður átt-
um samleið síðari ár. Hann var
virkur félagi í Aflinu, félagi qi
gong-iðkenda, og hittumst við
þar oft snemma morguns við
Gunnarsæfingar, kerfi kínversku
lífsorkuæfinganna sem kennt er
við Gunnar heitinn Eyjólfsson
leikara. Söknum við félagar Eiðs
þar vinar í stað.
Loks minnist ég samskipta
okkar í netheimum. Þau voru
mikil og góð. Þótt við værum ekki
alltaf sammála skiptumst við
jafnan á skoðunum af gagn-
kvæmri vinsemd og virðingu.
Haldi einhverjir að ekki sé unnt
að gera athugasemdir við orð
manna á Facebook af kurteisi,
málefnalega eða með gamansemi
er það misskilningur. Vona ég að
orðaskipti okkar Eiðs á þeim
vettvangi sýni það.
Eiður skrifaði alls 2.103 pistla
á vefsíðu sína undir heitinu Molar
um málfar og miðla, þar sem
hann vakti máls á því sem hann
taldi mega betur fara í málnotk-
un fjölmiðlamanna. Sýndi þetta
elju hans og þolgæði í þágu ís-
lenskrar tungu og góðs valds
blaða- og fréttamanna á henni.
Hann vék einnig að misheppnuð-
um efnistökum og gaf góð ráð til
höfunda. Átaldi hann oft skort á
yfirlestri og minntist þá hve
nostrað var við texta á hans tíð
sem blaða- og fréttamaður. Eiður
hlaut verðlaun úr Móðurmáls-
sjóði Björns Jónssonar ritstjóra
1974, en þau voru veitt blaða-
mönnum fyrir gott vald á ís-
lenskri tungu.
Ég votta ástvinum Eiðs Svan-
bergs Guðnasonar innilega sam-
úð.
Blessuð sé minning Eiðs Svan-
bergs.
Björn Bjarnason.
Við Eiður Guðnason áttum
samleið um langt árabil, fyrst á
ritstjórn Alþýðublaðsins, síðan á
Ríkisútvarpinu og á Alþingi. Nú
síðustu árin sátum við í stjórn
Bókmenntafélags jafnaðar-
manna, sem stóð myndarlega að
100 ára afmæli Alþýðuflokksins
snemma á síðasta ári með bók-
arútgáfu, hátíðarsamkomu og er-
indaflutningi. Jafnaðarstefnan
sameinaði okkar áhugamál og um
leið minningin um baráttuflokk
íslenskrar alþýðu, Alþýðuflokk-
inn, sem var okkur einkar kær.
Eiður var góður vinur og fé-
lagi. Hann stóð fast á skoðunum
sínum, var traustur og áreiðan-
legur. Hann gat verið ákaflyndur
og kappsamur, sem stundum olli
tímabundnum ágreiningi. Gat
verið hvassyrtur ef eitthvað var
honum öndvert eða mótdrægt og
skýr í tali. Honum lét hins vegar
vel að vera sanngjarn, hugulsam-
ur og hlýr og að sinna vinum sín-
um af alúð.
Eiður var þjóðþekktur
baráttumaður íslenskrar tungu.
Hann lét sig máli skipta tungutak
fjölmiðlamanna og orðanotkun á
veraldarvefnum. Þar deildi hann
þekkingu sinni með ábendingum
um betra málfar og hefur efa-
laust haft umtalsverð áhrif ís-
lenskunni til ávinnings.
Í fjölbreyttum störfum sem al-
þingismaður, ráðherra og sendi-
herra var Eiður dugnaðarforkur
og naut góðs álits. Eygló Har-
aldsdóttir, eiginkona hans, var
honum traustur ráðgjafi og stóð
við hlið hans í blíðu og stríðu. Það
var Eiði mikið áfall þegar hún
lést eftir langvinn veikindi.
Tómarúmið varð ekki fyllt.
Ég sakna Eiðs og þeirra góðu
stunda sem við áttum og voru
flestar tengdar hugleiðingum um
jafnaðarstefnuna og hvernig efla
mætti áhrif hennar í íslensku
samfélagi.
Andlát hans kom mjög á óvart.
Nokkru áður höfðum við rætt
vilja okkar og löngun til að ganga
Jakobsveginn á vori komanda,
báðir sannfærðir um góða heilsu
og getu til langrar göngu. En
Eiður fór í aðra ferð og spor okk-
ar um Jakobsveg verða ekki
merkjanleg í bráð.
Á mínum aldri fækkar nokkuð
ört í hópi jafnaldra og samferða-
manna. Þá koma góðar minning-
ar að notum, minningar um
trausta vini og félaga, sem gerðu
lífið betra og litríkara og áttu sér
hugsjónir um frelsi, jafnrétti og
samstöðu þegnanna í anda orða
Jóns Vídalíns: „Mennirnir eru
skapaðir hver öðrum til aðstoðar
og hafa Guðs boð um það að
styrkja hver annan innbyrðis.“
Ég kveð Eið Guðnason með
virktum og þökk fyrir vináttu og
samstarf. Börnum hans, barna-
börnum og ættingjum öllum
sendi ég hlýjar samúðarkveðjur.
Árni Gunnarsson.
Sorg og söknuður eru fyrstu
orðin sem koma upp í hugann. Þó
að Eiður hafi verið að nálgast átt-
rætt var hann á engan hátt gam-
all maður, ekki í hugsun, tali,
hátterni eða líkamsburðum.
Hann lét sér alltaf umhugað um
vandaða fjölmiðlun, sagði okkur
til og benti á það sem betur hefði
mátt fara, til hinsta dags.
Við hittumst fyrst fyrir 40 ár-
um þegar hann tók á móti ungum
fréttamanni á vakt á fréttastofu
Sjónvarps. Stundum velti ég því
fyrir mér hvað Eiður hugsaði um
kornungan, reynslulausan há-
skólanema sem orðinn var einn
þriggja fréttamanna á vaktinni
sem hann stjórnaði af röggsemi
og ákveðni. Fréttastofan hafði
starfað í áratug og Eiður átt mik-
inn þátt í að móta starfið. Braut-
ryðjendunum hafði tekist að færa
fréttastofuna í öndvegi íslenskra
fjölmiðla með vönduðum vinnu-
brögðum og metnaði. Mikil
áhersla var lögð á að fréttir væru
skrifaðar og fluttar á lýtalausri
íslensku. Allt var þetta Eiði mjög
að skapi, hann var sjálfur kröfu-
harður, bæði til sjálfs sín og ann-
arra, en ætíð réttsýnn. Hann var
góður lærimeistari, miðlaði
rausnarlega af reynslu sinni,
stundum óþolinmóður og alltaf
ómyrkur í máli; Eiður leyndi ekki
skoðunum sínum. Þess vegna
kom það ekki á óvart að hann
valdi að yfirgefa fréttamennsk-
una og hefja þátttöku í stjórnmál-
um. Þaðan lá svo leiðin í utanrík-
isþjónustuna.
Við hittumst alloft eftir að
hann sagði skilið við stjórnmálin
og á síðustu árum skrifuðumst
við oft á og ræddum saman í
síma. Hann miðlaði hiklaust og
hispurslaust af þekkingu sinni en
hlustaði þegar ég var ekki á sama
máli.
Ég sakna þess að fá ekki leng-
ur að njóta þessara samskipta; ég
þakka Eiði fyrir hollu ráðin, lær-
dóminn, sem ég nam af honum,
vináttuna og traustið sem hann
sýndi mér.
Fjölskyldu hans, börnum og
barnabörnum votta ég innilega
samúð.
Bogi Ágústsson.
Utanríkisþjónustan sér nú á
bak öflugum sendiherra, sterk-
um og kappsfullum persónuleika,
sem helgaði sig hverju því verk-
efni sem honum var falið. Eiður
Guðnason náði hvarvetna að
marka spor og ávinna sér virð-
ingu og traust á þeim tæpu
tveimur áratugum sem hann
starfaði í utanríkisþjónustunni.
Þegar að starfslokum kom hélt
hann áfram eins og ekkert hefði í
skorist, vinnusemin söm, vett-
vangurinn nýr. En það var hon-
um léttur leikur, enda hafði hann
skipt um starfsvettvang oftar en
einu sinni.
Eiður naut sín aldrei betur en
við að leggja netin á nýjum stað,
byggja upp og móta nýja starf-
semi. Þannig er einföldun að
segja að hann hafi verið fjöl-
miðlamaður, stjórnmálamaður og
diplómat. Hann var sífellt að end-
urskapa sjálfan sig á öllum þess-
um sviðum, nýta reynsluna og sá
fræjum með nýjum verkefnum.
Eiður var löngu orðinn þjóð-
areign, einn af frumkvöðlum
sjónvarps á Íslandi og einn
þekktasti fjölmiðlamaður lands-
ins. Þó að ekki færi jafnmikið fyr-
ir persónu hans við heimildar-
myndagerð var sú skapandi iðja
dýrmæt reynsla fyrir þau verk-
efni sem biðu hans í utanríkis-
þjónustunni. Á vettvangi stjórn-
málanna var hann margreyndur,
þekktastur sem umhverfisráð-
herra.
Umhverfismálin voru honum
alla tíð kær, en sem ráðherra var
hann lykilmaður í að móta stefnu
Íslands á Kyoto-ráðstefnunni.
Síðar átti hann eftir að þjóna sem
fyrsti sendiherra utanríkisráðu-
neytisins í auðlinda- og umhverf-
ismálun.
Alla sína þekkingu og reynslu
frá fyrri störfum átti hann eftir
að nýta síðar. Norrænu tengslin
sem hann hafði myndað sem
stjórnmálamaður komu að góð-
um notum í Ósló og Þórshöfn,
áratuga áhugi á erlendum frétt-
um gaf honum forskot í Peking
og menningaráhuginn, íslensku-
metnaðurinn og þekkingin á ís-
lenskri sagnfræði er hann starf-
aði sem ræðismaður í Winnipeg
og að menningarmálunum í utan-
ríkisráðuneytinu.
Vinnan og áhugamálin voru
eitt, hann sótti fyrirlestra og ráð-
stefnur um utanríkismál eftir
starfslok og hélt góðu sambandi
við fyrrverandi starfsfélaga.
Mörg okkar sáu hann hraustleg-
an að vanda í móttöku kínverska
sendiráðsins nokkrum dögum
fyrir andlátið.
Hér að ofan er brugðið upp
mynd af góðum diplómat, öflug-
um hugsjónamanni um sterka
stöðu Íslands í alþjóðasamfélag-
inu, margreyndum á vettvangi
utanríkismála.
Eiður var alltaf tilbúinn að
stíga fram á nýju sviði og ekki
dró hans einstaka kona, Eygló
Helga Haraldsdóttir, úr honum.
Aldrei spurðu þau um þægileg-
ustu leiðina, heldur brýnasta
hagsmunamálið á hverjum tíma.
Þau voru mjög samhent, höfð-
ingjar heim að sækja, ræktar-
söm, músíkölsk og næm á um-
hverfið.
Samstarfsmenn þakka góða
samfylgd og leiðsögn, en marga
áttu þau hjónin vinina eftir far-
sælt samstarf. Við kveðjum þau
saman á þessum vettvangi, dvelj-
um við ljúfar minningar og sökn-
um þeirra sárt.
Fyrir hönd utanríkisþjónust-
unnar votta ég öllum aðstandend-
um dýpstu samúð.
Stefán Haukur Jóhann-
esson, ráðuneytisstjóri.
Skjótt hefur sól brugðið sumri,
því séð hef ég fljúga
fannhvíta svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri;
(J. H.)
Það er sárt að sjá eftir vinum.
Eiður Guðnason var traustur vin-
ur vina sinna og hann var einnig
vinur þeirra sem hann ekki
þekkti. Hann hafði ríka réttlæt-
iskennd, íhaldssamur sósíal-
demókrati, sem vildi auðga
mannlíf og honum var sérlega
annt um þá sem stóðu höllum
fæti. Það er ég viss um að föð-
urmissir á viðkvæmum aldri lagði
grunn að lífsskoðun hans. Þeirri
reynslu deildi hann eitt sinn með
mér. Og aftur varð hann fyrir bit-
urri reynslu þegar æskuástin
veiktist og dó. En ástin dó aldrei.
Hvert mannsbarn þekkti
fréttamanninn, alþingismanninn,
ráðherrann, sendiherrann og Ís-
lendinginn Eið Guðnason. Hann
átti mikið af meðfæddum og
ásköpuðum hæfileikum, sem
hann jók á með tamningu og
sjálfsögun. Hljómmikil rödd hans
hæfði vel útvarpi og sjónvarpi.
Skrúðmælgi var honum fjarri
skapi, greining hans á málefnum
var skörp.
Því kom hann til skila í frá-
sögnum, viðtölum og ræðum.
Þekking hans og smekkur við
miðlun efnis á móðurmálinu öfl-
uðu honum viðurkenningar.
Þrátt fyrir góða íslenskukunn-
áttu og jafnvel vegna hennar var
hann mikill málamaður. Enska
varð honum snemma sem annað
móðurmál.
Nokkur var aldursmunur á
okkur. Annar að loknum starfs-
ferli en hinn að hefja nýjan
starfsferil. Og stundum skoðana-
munur. Þá reyndi ég Eið að víð-
sýni.
Það var ljúft að sitja með Eiði
á kirkjubekkjum í Skálholti við
guðsþjónustu eða á tónleikum.
Skálholt var í bakgarðinum við
sumarbústað hans. Og ekki síður
í huga hans. Aldrei ræddum við
um djúpa afstöðu til guðkristni,
sem þó á sér dýpstar rætur á Ís-
landi í Skálholti. En virðing hans
fyrir Skálholtsdómkirkju bar það
með sér Eiður Guðnason var ein-
lægur trúmaður.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Eiði Guðnasyni ágæta vinsemd,
tryggð og aðstoð. Börnum hans
og fjölskyldum þeirra færi
samúðarkveðjur. Þeirra er miss-
irinn mestur en minningin um
góða foreldra lifir í hugum þeirra.
Áður sat ítur með glöðum
og orðum vel skipti.
Nú reikar harmur í húsum
og hryggð á þjóðbrautum.
(J. H)
Vilhjálmur Bjarnason.
Alþjóð hefur þekkt Eið Svan-
berg Guðnason af störfum hans í
rúmlega hálfa öld. Svo var einnig
um mig. En fyrir rúmlega 10 ár-
um kynntist ég honum persónu-
lega fyrir tilstilli sameiginlegs
vinar okkar, Jóns Hákonar
Magnússonar, og fékk að njóta
ómetanlegrar ráðgjafar hans við
verkefni, sem ég hafði með hönd-
um.
Þá var hann ræðismaður í
Færeyjum og kynntist ég vel
áhuga hans og elju í því starfi,
sem ég síðar við nánari kynni
gerði mér enn betri grein fyrir,
að var hans aðalsmerki við hvað-
eina, sem hann hafði tekist á
hendur í þágu lands og þjóðar á
merkri starfsævi.
Á þessum liðna áratug færð-
umst við Eiður sífellt nær hvor
öðrum og stóðum saman af ein-
lægni í ýmsum málum, sem rak á
fjörur okkar persónulega. Við
hittumst og ræddum saman í
síma oft í viku. Nálgun okkar á
ýmis málefni í samfélaginu var
oft með ólíkum hætti, en ætíð
skildum við úr samræðum í sátt
og samlyndi með góðum undir-
tóni um sameiginleg grundvallar-
viðhorf til lífsins og tilverunnar.
Að þessum góða vini mínum er