Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þýski sakamálasérfræðingurinn Karl Schütz kom til landsins í lok júlí 1976 að tilstuðlan Ólafs Jóhannessonar, þáverandi dómsmálaráðherra. Þá hafði rannsóknin á hvarfi Geirfinns Einarssonar staðið linnulítið frá því fljótlega eftir að hann hvarf í Kefla- vík 19. nóvember 1974 en rann- sóknarmenn voru engu nær um lausn málsins þegar hér var komið sögu. Sett var á stofn teymi starfsmanna Sakadóms Reykjavíkur sem vann að málinu af krafti í rúmt hálft ár. Pétur Eggerz sendiherra var túlkur Schütz allan tímann. Schütz hvarf af landi brott nokkrum dögum eftir blaða- mannafundinn í febrúar 1977 og lauk þar með afskiptum hans af málinu. Hóf ferilinn árið 1947 Karl Schütz var rúmlega sextugur þegar hann kom til starfa hér á landi. Hann hafði nýlega látið af störfum í Vestur-Þýskalandi fyrir aldurs sakir. Schütz gekk á árinu 1947 í þjón- ustu rannsóknastofnunar sakamála í þýzka sambandslýðveldinu, sem sett var á stofn eftir heimsstyrjöldina síð- ari, og hóf þá störf í þjónustu ríkisins. Mjög var vandað til vals starfsmanna hinnar nýju stofnunar og mjög strangar reglur giltu um valið, bæði að því er varðaði hæfni þeirra og for- sögu. Þegar Karl Schütz lét af störf- um var hann orðinn einn æðsti lög- reglumaður Sambandslýðveldisins sem yfirmaður rannsóknadeildar ör- yggislöggæzlu í Bonn-Bad Godes- berg. Karl Schütz var frægur í heima- landinu enda hafði hann stýrt rann- sóknum á fjölda mála sem rötuðu í fréttirnar, svo sem á hryðjuverka- hópnum Baader-Meinhof. Árið 1962 rataði Schütz í fréttirnar þegar hann stjórnaði hópi lögreglu- manna sem stormaði inn á rit- stjórnarskrifstofur þýska frétta- tímaritsins Der Spiegel. Ritið ætlaði að birta upplýsingar sem taldar voru ríkisleyndarmál. Var upplag tölu- blaðsins gert upptækt. Í umfjöllun í Der Spiegel er hann kallaður „Kommissar Kugelblitz,“ sem þýða mætti sem „Lögreglufor- inginn Skotleiftur“ vegna þess hve snöggur hann þótti að leysa málin. Karl Schütz sagði á blaðamanna- fundinum í febrúar 1977 að hann hefði unnið með lögreglumönnum víða um Evrópu. Á fáum stöðum hefði hann kynnst jafn duglegum og samviskusömum rannsóknarlög- reglumönnum og hér og örugglega aldrei kynnst jafn lágt launuðum lög- reglumönnum. Karl Schütz komst í fréttirnar hér á land sumarið 1976 í tengslum við morð sem var framið í húsi við Miklu- braut í Reykjavík. Kona sem bjó í húsinu var myrt og nokkru síðar var 42 ára maður handtekinn, Ásgeir Ingólfsson, grunaður um verknaðinn. Hann var síðan úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald vegna rann- sóknar á morðinu. Játaði fyrir Schütz á þýsku Þegar Ásgeir hafði setið um hríð í gæsluvarðhaldi kom hann þeim boð- um til rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz að hann vildi fá að ræða einslega við hann. Í samtali þeirra játaði hann verkn- aðinn á þýsku og í framhaldi af því var tekin skýrsla af manninum, þar sem hann játaði fyrir lögreglu. Vísaði Ásgeir sjálfur á verkfæri það sem hann hafði notað við verknaðinn og hann kastað á sorphaugana, einnig á verkstæðið þar sem hann hafði látið smíða lykil að íbúðinni að Miklubraut og á fatahreinsun, þar sem hann hafði látið hreinsa jakka sem hann var í. Konan hafði komið að Ásgeiri að óvörum þar sem hann var með verð- mæti, m.a. skartgripi og frímerkja- safn, sem hann ætlaði að hafa á brott með sér. Miklubrautarmálið vakti geysi- mikla athygli á sínum tíma. Glöggur framburður vitna skipti sköpum, m.a. ungs manns, Geirs Hilmars Haarde, sem mætti Ásgeiri á Miklubrautinni og bar kennsl á hann. Þótti snöggur að leysa málin  Karl Schütz kom til landsins í lok júlí 1976 að tilstuðlan Ólafs Jóhannessonar  Hafði unnið að sakamálarannsóknum í áratugi en var kominn á eftirlaun  Var kallaður „Kommissar Kugelblitz“ Morgunblaðið/Friðþjófur Í sakadómi Á blaðamannafundinum í Sakadómi Reykjavíkur voru viðstaddir allir þeir sem tóku þátt í rannsókn málsins. Schütz kvaðst á fáum stöðum hafa kynnst jafn duglegum og samviskusömum lögreglumönnum og hér. Fréttir Baksíða Morgunblaðins dag- inn eftir blaðamannafundinn fræga. Eitt af því fjölmarga sem komið hef- ur við sögu í Geirfinnsmálinu er leir- stytta sem gerð var nokkrum dögum eftir hvarf Geirfinns. Leirfinnur er gælunafn sem notað hefur verið um styttuna, en hún var einn þeirra muna sem var til sýnis á blaða- mannafundi Karls Schütz og sam- starfsfélaga hans 2. febrúar 1977. Leirstyttan er brjóstmynd af karl- manni, sem listakonan Ríkey Ingi- mundardóttir í Keflavík gerði eftir lýsingu sjónarvotta, af manni sem hringdi úr Hafnarbúðinni í Keflavík, kvöldið 19. nóvember 1974. Talið var að óþekkti maðurinn hefði hringt í Geirfinn Einarsson og boðað hann á stefnumót umrætt kvöld. Leirstyttan var gerð í þeim tilgangi að hafa uppi á manninum sem hringdi úr Hafnarbúðinni með því að birta ljósmynd af styttunni í dag- blöðum og lýsa þannig eftir honum. Leirfinnur var fyrst kynntur til sögunnar á blaðamannafundi sem rannsóknarlögreglan í Reykjavík og lögreglan í Keflavík boðuðu til í sakadómi Reykjavíkur 25. nóvember 1974. Ekki leiddi gerð styttunnar til þess að maðurinn fannst. Gerð styttunnar hafði talsverð eft- irmál en því var haldið fram að leir- styttan hefði vísvitandi verið látin líkjast Magnúsi Leopoldssyni, fram- kvæmdastjóra Klúbbsins, sem síðar var handtekinn og haldið saklausum í einangrun í 105 daga í Síðumúla- fangelsinu. Í rannsókn sérstaks saksóknara, Láru V. Júlíusdóttur árið 2003, kom ekkert fram sem benti til þess að lögreglumenn í Keflavík sem önn- uðust frumrannsókn á hvarfi Geir- finns Einarssonar árið 1974 hefðu ætlað að láta leirmyndina líkjast Magnúsi Leópoldssyni. Morgunblaðið/Friðþjófur Fundurinn Karl Schütz ræðir við blaðamenn. Leirfinnur er í forgrunni. Rannsakandinn og leirstytta Ríkeyjar  Gerð Leirfinns leiddi ekki til lausnar 85 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.