Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þýski sakamálasérfræðingurinn Karl
Schütz kom til landsins í lok júlí 1976
að tilstuðlan Ólafs Jóhannessonar,
þáverandi dómsmálaráðherra. Þá
hafði rannsóknin á hvarfi Geirfinns
Einarssonar staðið linnulítið frá því
fljótlega eftir að hann hvarf í Kefla-
vík 19. nóvember 1974 en rann-
sóknarmenn voru engu nær um lausn
málsins þegar hér var komið sögu.
Sett var á stofn teymi starfsmanna
Sakadóms Reykjavíkur sem vann að
málinu af krafti í rúmt hálft ár. Pétur
Eggerz sendiherra var túlkur Schütz
allan tímann. Schütz hvarf af landi
brott nokkrum dögum eftir blaða-
mannafundinn í febrúar 1977 og lauk
þar með afskiptum hans af málinu.
Hóf ferilinn árið 1947
Karl Schütz var rúmlega sextugur
þegar hann kom til starfa hér á landi.
Hann hafði nýlega látið af störfum í
Vestur-Þýskalandi fyrir aldurs sakir.
Schütz gekk á árinu 1947 í þjón-
ustu rannsóknastofnunar sakamála í
þýzka sambandslýðveldinu, sem sett
var á stofn eftir heimsstyrjöldina síð-
ari, og hóf þá störf í þjónustu ríkisins.
Mjög var vandað til vals starfsmanna
hinnar nýju stofnunar og mjög
strangar reglur giltu um valið, bæði
að því er varðaði hæfni þeirra og for-
sögu. Þegar Karl Schütz lét af störf-
um var hann orðinn einn æðsti lög-
reglumaður Sambandslýðveldisins
sem yfirmaður rannsóknadeildar ör-
yggislöggæzlu í Bonn-Bad Godes-
berg.
Karl Schütz var frægur í heima-
landinu enda hafði hann stýrt rann-
sóknum á fjölda mála sem rötuðu í
fréttirnar, svo sem á hryðjuverka-
hópnum Baader-Meinhof.
Árið 1962 rataði Schütz í fréttirnar
þegar hann stjórnaði hópi lögreglu-
manna sem stormaði inn á rit-
stjórnarskrifstofur þýska frétta-
tímaritsins Der Spiegel. Ritið ætlaði
að birta upplýsingar sem taldar voru
ríkisleyndarmál. Var upplag tölu-
blaðsins gert upptækt.
Í umfjöllun í Der Spiegel er hann
kallaður „Kommissar Kugelblitz,“
sem þýða mætti sem „Lögreglufor-
inginn Skotleiftur“ vegna þess hve
snöggur hann þótti að leysa málin.
Karl Schütz sagði á blaðamanna-
fundinum í febrúar 1977 að hann
hefði unnið með lögreglumönnum
víða um Evrópu. Á fáum stöðum
hefði hann kynnst jafn duglegum og
samviskusömum rannsóknarlög-
reglumönnum og hér og örugglega
aldrei kynnst jafn lágt launuðum lög-
reglumönnum.
Karl Schütz komst í fréttirnar hér
á land sumarið 1976 í tengslum við
morð sem var framið í húsi við Miklu-
braut í Reykjavík. Kona sem bjó í
húsinu var myrt og nokkru síðar var
42 ára maður handtekinn, Ásgeir
Ingólfsson, grunaður um verknaðinn.
Hann var síðan úrskurðaður í 30
daga gæsluvarðhald vegna rann-
sóknar á morðinu.
Játaði fyrir Schütz á þýsku
Þegar Ásgeir hafði setið um hríð í
gæsluvarðhaldi kom hann þeim boð-
um til rannsóknarlögreglumannsins
Karls Schütz að hann vildi fá að ræða
einslega við hann.
Í samtali þeirra játaði hann verkn-
aðinn á þýsku og í framhaldi af því
var tekin skýrsla af manninum, þar
sem hann játaði fyrir lögreglu. Vísaði
Ásgeir sjálfur á verkfæri það sem
hann hafði notað við verknaðinn og
hann kastað á sorphaugana, einnig á
verkstæðið þar sem hann hafði látið
smíða lykil að íbúðinni að Miklubraut
og á fatahreinsun, þar sem hann
hafði látið hreinsa jakka sem hann
var í.
Konan hafði komið að Ásgeiri að
óvörum þar sem hann var með verð-
mæti, m.a. skartgripi og frímerkja-
safn, sem hann ætlaði að hafa á brott
með sér.
Miklubrautarmálið vakti geysi-
mikla athygli á sínum tíma.
Glöggur framburður vitna skipti
sköpum, m.a. ungs manns, Geirs
Hilmars Haarde, sem mætti Ásgeiri
á Miklubrautinni og bar kennsl á
hann.
Þótti snöggur að leysa málin
Karl Schütz kom til landsins í lok júlí 1976 að tilstuðlan Ólafs Jóhannessonar Hafði unnið að
sakamálarannsóknum í áratugi en var kominn á eftirlaun Var kallaður „Kommissar Kugelblitz“
Morgunblaðið/Friðþjófur
Í sakadómi Á blaðamannafundinum í Sakadómi Reykjavíkur voru viðstaddir allir þeir sem tóku þátt í rannsókn
málsins. Schütz kvaðst á fáum stöðum hafa kynnst jafn duglegum og samviskusömum lögreglumönnum og hér.
Fréttir Baksíða Morgunblaðins dag-
inn eftir blaðamannafundinn fræga.
Eitt af því fjölmarga sem komið hef-
ur við sögu í Geirfinnsmálinu er leir-
stytta sem gerð var nokkrum dögum
eftir hvarf Geirfinns. Leirfinnur er
gælunafn sem notað hefur verið um
styttuna, en hún var einn þeirra
muna sem var til sýnis á blaða-
mannafundi Karls Schütz og sam-
starfsfélaga hans 2. febrúar 1977.
Leirstyttan er brjóstmynd af karl-
manni, sem listakonan Ríkey Ingi-
mundardóttir í Keflavík gerði eftir
lýsingu sjónarvotta, af manni sem
hringdi úr Hafnarbúðinni í Keflavík,
kvöldið 19. nóvember 1974. Talið
var að óþekkti maðurinn hefði
hringt í Geirfinn Einarsson og boðað
hann á stefnumót umrætt kvöld.
Leirstyttan var gerð í þeim tilgangi
að hafa uppi á manninum sem
hringdi úr Hafnarbúðinni með því
að birta ljósmynd af styttunni í dag-
blöðum og lýsa þannig eftir honum.
Leirfinnur var fyrst kynntur til
sögunnar á blaðamannafundi sem
rannsóknarlögreglan í Reykjavík og
lögreglan í Keflavík boðuðu til í
sakadómi Reykjavíkur 25. nóvember
1974. Ekki leiddi gerð styttunnar til
þess að maðurinn fannst.
Gerð styttunnar hafði talsverð eft-
irmál en því var haldið fram að leir-
styttan hefði vísvitandi verið látin
líkjast Magnúsi Leopoldssyni, fram-
kvæmdastjóra Klúbbsins, sem síðar
var handtekinn og haldið saklausum
í einangrun í 105 daga í Síðumúla-
fangelsinu.
Í rannsókn sérstaks saksóknara,
Láru V. Júlíusdóttur árið 2003, kom
ekkert fram sem benti til þess að
lögreglumenn í Keflavík sem önn-
uðust frumrannsókn á hvarfi Geir-
finns Einarssonar árið 1974 hefðu
ætlað að láta leirmyndina líkjast
Magnúsi Leópoldssyni.
Morgunblaðið/Friðþjófur
Fundurinn Karl Schütz ræðir við blaðamenn. Leirfinnur er í forgrunni.
Rannsakandinn og
leirstytta Ríkeyjar
Gerð Leirfinns leiddi ekki til lausnar
85
ÁRA
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Hótelrúmföt og handklæði
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið
Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina
Þvottahúsið • Sérverslunina