Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þegar horft erá skattalegtumhverfi
undirstöðu-
atvinnugreinar
þjóðarinnar mætti
draga þá ályktun
að íslensk stjórnvöld hefðu
horn í síðu hennar og vildu veg
hennar sem verstan. Þegar
vinstristjórnin náði völdum
eftir fall bankanna afnam hún
reglu sem hafði verið lögfest
rúmri hálfri öld fyrr, um að
sjómenn skyldu njóta sjó-
mannafsláttar. Þetta var rík-
isstjórn sem hækkaði svo að
segja alla skatta og lagði að
auki á nýja. Niðurfelling sjó-
mannaafsláttarins var því að-
eins liður í mestu skatta-
hækkunaraðgerðum Íslands-
sögunnar en hafði lítið eða
ekkert með viðhorf til sjó-
mannaafsláttar að gera.
Þau stjórnvöld sem á eftir
hafa komið hafa sem betur fer
ekki fylgt þeirri meginreglu
að allir skattar verði að hækka
sem mest og að skattheimta
almennt eigi að vera eins mikil
og mögulegt er. Af þeirri
ástæðu væri ekki óeðlilegt að
þau hefðu annað viðhorf til
sjómannaafsláttarins en
vinstristjórnin.
Í þessu efni þarf líka að hafa
í huga að sjávarútvegurinn á í
harðri samkeppni við sjávar-
útveg annarra ríkja og starfs-
skilyrði hér í samanburði við
starfsskilyrði þar skipta miklu
um samkeppnishæfni greinar-
innar. Í nágrannaríkjunum er
alls staðar einhvers konar sjó-
mannaafsláttur, með mismun-
andi útfærslu en oft umtals-
verður.
Annað sem skiptir miklu í
samanburði á starfsumhverfi
sjávarútvegs hér á landi og er-
lendis er að íslenskur sjávar-
útvegur er einn í þeirri stöðu
að greiða sérstakan auðlinda-
skatt, svokallað veiðigjald.
Aðrar þjóðir fara ekki þá leið
að skattleggja sjávarútveg
sinn sérstaklega, þvert á móti
hafa sumar þeirra veitt sjávar-
útvegi sínum, sem á í beinni
samkeppni við okkar sjávar-
útveg, myndarlega ríkisstyrki.
Í samanburði við aðrar
greinar innanlands sem nýta
náttúruauðlindir er staðan
einnig skökk sjávarútveginum
í óhag. Hann þarf einn að þola
það að vera skattlagður sér-
staklega með auðlindaskatti.
Óskiljanlegt er að þeir sem í
ýmsum öðrum málum segjast
andvígir allri mismunun skuli
sætta sig við að undirstöðu-
atvinnugrein þjóðarinnar sé
mismunað svo gróflega.
Það er ekki að ástæðulausu
að þetta er fært í tal nú, þegar
verkfall sjómanna hefur staðið
í nær tvo mánuði.
Það skattaum-
hverfi sem grein-
inni er búið á stór-
an þátt í þeirri
óánægju sem ríkir
innan sjómanna-
stéttarinnar. Þar vegur afnám
sjómannaafsláttarins þungt,
en fleira hefur verið nefnt, svo
sem mismunun gagnvart sjó-
mönnum á meðferð dag-
peninga.
Mismunun í skattlagningu,
ýmist gagnvart öðrum grein-
um innanlands eða gagnvart
keppinautum erlendis, hlýtur
að koma til skoðunar hjá
stjórnvöldum á hverjum tíma.
Fara þarf yfir og endurmeta
röksemdir fyrir því fyrir-
komulagi sem við lýði er og
laga það sem óeðlilegt kann að
vera. Í tilviki íslensks sjávar-
útvegs er full ástæða til að
taka þessi mál til skoðunar og
það er sérstök ástæða til að
flýta þeirri skoðun mjög og
haga henni þannig að hún geti
orðið til að leysa þá vinnudeilu
sem þegar hefur staðið allt of
lengi og valdið allt of miklu
tjóni.
Um tjónið hafa stjórnvöld
sagt að þau séu að meta það en
að ekki verði gripið til aðgerða
til að liðka fyrir samningum.
Þetta viðhorf kann að hafa
verið hægt að rökstyðja fyrir
nokkrum vikum en nú bland-
ast engum hugur um hversu
alvarleg áhrifin eru af því að
hafa skip bundin við bryggju.
Þessu var til að mynda lýst í
Morgunblaðinu í gær í samtali
við nokkra sveitar-
stjórnarmenn sem lýstu mikl-
um áhyggjum, ekki aðeins af
afkomu sjómanna og fisk-
verkafólks, heldur einnig öll-
um þeim sem veita útgerð-
unum þjónustu, sem og
sveitarfélögunum sjálfum. Það
þarf ekki mikla skýrslugerð í
ráðuneytum til að skilja alvar-
leika þessa fyrir afkomu al-
mennings og fyrirtækja í land-
inu.
Í gær var einnig samtal í
Morgunblaðinu við mann sem
starfar við sölu á íslenskum
fiski á markað í Þýskalandi.
Lýsingar hans á ástandinu
voru skelfilegar og hafi ein-
hver efast um að markaðir séu
í hættu eða hafi tapast ætti
þessi umfjöllun að hafa slegið
á þær efasemdir.
Það ástand sem glímt er við
í íslenskum sjávarútvegi er
ekki lengur þannig að svigrúm
sé til að bíða og sjá. En eins og
fram kemur hér að ofan er um-
talsvert svigrúm fyrir ríkis-
valdið til að aðstoða við lausn
deilunnar. Nú er tími til að-
gerða og lausnar á allt of
langri deilu.
Tímabært er orðið
að leysa verkfallið.
Ríkisvaldið getur
hjálpað til.}
Svigrúm til lausnar
B
eint frá Samtökum atvinnulífsins
(SA) og í stól landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra byrjar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
með trompi. Fyrstu útspil henn-
ar sem ráðherra benda til þess að hún sé
ekki enn búin að segja starfi sínu hjá SA
lausu. Meðal sex aðildarsamtaka Samtaka
atvinnulífsins eru Samtök verslunar og þjón-
ustu (SVÞ), sem eru m.a. varðhundur stórra
matvöruverslana og tala hvað harðast gegn
íslenskum landbúnaði, og Samtök fyrirtækja
í sjávarútvegi sem standa vörð um hagsmuni
útgerðarmanna. Hvor tveggja eru þau til
húsa í Húsi verslunarinnar eins og SA og
önnur aðildarsamtök þeirra samtaka.
Því kom það kannski ekki á óvart þegar
eitt fyrsta verk Þorgerðar Katrínar í emb-
ætti landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra var að fara
að óskum vina sinna í versluninni og stokka upp í ný-
skipuðum samráðshópi um endurskoðun búvörusamn-
inga, reka nokkra og ráða nýja. Ekki þorði Þorgerður
Katrín að standa upp í hárinu á formanni Félags at-
vinnurekenda (FA) sem vældi mikið í fjölmiðlum um að
fyrri samráðshópurinn sem var skipaður myndi bara
halda óbreyttu ástandi. Engin haldbær rök voru fyrir
þeirri fullyrðingu hans en það skein í gegn að versl-
unin, sem finnst hún aldrei græða nóg á neytendum,
vildi komast þarna inn. Þó voru í hópnum þrír fulltrúar
neytenda, fimm frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytinu, þrír frá Bændasamtökunum og
einn frá Samtökum atvinnulífsins en hann
er framkvæmdastjóri SVÞ. Fyrsta embætt-
isverk Þorgerðar var að fara í kaffi til fram-
kvæmdastjóra Félags atvinnurekenda og fá
ráðleggingar um hvað hún ætti að gera.
Svo breytti hún skipan samráðshópsins;
„með það fyrir augum að stuðla að meiri
sátt og víðtækara samkomulagi um frekari
uppbyggingu íslensks landbúnaðar“, – án
þess þó að rökstyðja hvers vegna hún taldi
fyrri hópinn ekki geta staðið undir þeirri
vinnu. Sáttin sem hún vill ná er við kaup-
menn, sem linna ekki látum fyrr en þeir fá
sínu fram í skjóli þess að þeir séu að hugsa
um hag neytenda. Það má alveg setja spurn-
ingarmerki við hvers vegna afurðarstöðvar í
landbúnaði eiga ekki sína fulltrúa í hópnum
á meðan stórkaupmenn eiga tvo fulltrúa í hópi um end-
urskoðun búvörusamninga sem eru m.a. kjarasamn-
ingur bænda, aðrar stéttir myndu seint sætta sig við að
fulltrúar héðan og þaðan fengju að semja um þeirra
kjör.
Það sem er líka hræsni í þessu er að SVÞ og FA
bera neytendur alltaf fyrir sig í baráttu sinni fyrir enn
betri hag verslunarinnar. Það verður ekki tekið trúan-
legt fyrr en þess fara að sjást merki í verslunum, t.d. í
meiri gæðum og/eða lægra verði á ávöxtum og græn-
meti sem bera enga eða mjög litla innflutningstolla.
ingveldur@mbl.is
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Sátt fyrir hverja?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Það átti enginn von á því aðDonald Trump yrði kjör-inn forseti Bandaríkjanna.Viðskiptalífið hafði ekki
búið sig undir það sérstaklega. Sú
óvissa sem skapast hefur eftir að
hann tók við völdum er auðvitað
slæm fyrir þá sem eiga viðskipti
við Bandaríkin. Öll óvissa er
reyndar slæm fyrir viðskipti. Það
gildir til dæmis um Brexit ekkert
síður en Trump. En um leið er rétt
að minnast þess að ógnanir á einu
sviði skapa tækifæri á öðru.“
Þetta segir Margrtét Sanders,
formaður Samtaka verslunar og
þjónustu, í samtali við Morgun-
blaðið. Hún situr einnig í stjórn
Amerísk-íslenska verslunarráðsins
sem hefur yfirsýn yfir viðskipti Ís-
lands og Bandaríkjanna. Fyrir
nokkrum dögum greindi Icelandair
frá því að hugsanlega myndu
breytingar á vettvangi al-
þjóðastjórnmála draga úr eft-
irspurn eftir flugferðum til Banda-
ríkjanna og þar með rýra afkomu
fyrirtækisins. Breytingarnar sem
átt er við eru farbannið sem
Trump forseti hefur fyrirskipað
gagnvart þegnum sjö múslimaríkja.
Á það reynir nú fyrir dómstólum
vestanhafs. Kannanir benda til
þess að bannið hafi ekki aðeins
áhrif á fólk með vegabréf frá lönd-
unum sjö heldur muni þær miklu
tafir sem fyrirsjáanlegar eru og að
hluta til þegar orðnar á afgreiðslu
á bandarískum flugvöllum við
framfylgd þess draga úr áhuga
fólks á að fljúga vestur. Þetta gild-
ir ekki síst um verðmætasta far-
þegahópinn, fólk í viðskiptaer-
indum, sem hefur nú minni löngun
en áður til að ferðast til Bandaríkj-
anna. Öll flugfélag sem fljúga vest-
ur finna fyrir þessu, ekki bara Ice-
landair og WOW air á Íslandi.
Engin sérstök merki
En hvað um áhrifin á vöruvið-
skipti? Margrét Sanders segir að
of snemmt sé að fullyrða nokkuð
um það. Ekkert sérstakt hafi enn
komið fram sem bendi til þess að
stefna Trumps og viðhorf til al-
þjóðaviðskipta hafi einhver áhrif á
viðskipti Íslands og Bandaríkjanna.
Þó liggi fyrir að hann hafi lokað á
fríverslunarsamning við Evrópu-
sambandið, en Íslendingar hafa
fylgst náið með þeim viðræðum og
haft væntingar um að samning-
urinn hefði einnig góð áhrif á við-
skipti Íslands við umheiminn.
Þá bendir Margrét á að við
aðstæður sem þessar sé mikilvægt
að vera vakandi yfir tækifærum í
viðskiptum. Erfiðleikar og
aðgangstakmarkanir á einum
markaði geti skapað möguleika á
öðrum.
Ekki áhrif á Alvogen
Fulltrúar Trumps hafa varpað
fram hugmyndum um 20% toll á
vörur frá Mexíkó til að afla fjár til
að reisa múr á landamærum
ríkjanna. Það mundi m.a. hafa
áhrif á íslenska stoðtækjafyr-
irtækið Össur sem rekur eina
framleiðslueiningu sína í Mexíkó.
Ólíklegt er þó að slíkur tollur verði
að veruleika vegna þeirra hörðu og
neikvæðu viðbragða sem hug-
myndin fékk.
Dæmi eru um íslensk fyr-
irtæki sem hafa umtalsverðra
hagsmuna að gæta í Bandaríkj-
unum. Það á til dæmis við um
lyfjafyrirtækið Alvogen. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
finnur fyrirtækið ekki fyrir neinum
áhrifum vegna stefnu Trump og á
ekki von á neinum, enda er öll
framleiðslan fyrir markaðinn þar í
Bandaríkjunum sjálfum.
Öll óvissa slæm fyrir
viðskipti á milli landa
AFP
Óvissa Líklegt þykir að stefna Trumps Bandaríkjaforseta á ýmsum svið-
um geti haft áhrif á viðskipti við landið og ferðalög þangað á næstunni.
Þó að Banda-
ríkin séu ekki
aðalviðskipta-
svæði Íslands
eru viðskiptin
við þau um-
fangsmikil og
verðmæt fyrir
íslenska hag-
kerfið. Banda-
rískir ferðamenn eru nær fjórð-
ungur allra túrista sem koma
hingað og fylgir þeim mikið
gjaldeyrisinnstreymi, jafnvirði
allt að 100 milljarða króna. Hef-
ur ferðaþjónustan hér búið sig
undir enn meiri fjölgun ferða-
manna þaðan. Það væri því áfall
ef óvissa vestanhafs hefði áhrif
á ferðir hingað. Íslendingar
flytja vörur til Bandaríkjanna,
aðallega sjávarafurðir, fyrir
rúma 40 milljarða króna á ári.
Þá er talsverður vöruinnflutn-
ingur hingað til lands að vestan.
Eru flutningar milli landanna
mikilvægir fyrir Eimskipa-
félagið.
Eru 25%
ferðamanna
DÝRMÆT VIÐSKIPTI
Margrét Sanders