Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 28
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Á Ásbrú eru mikil tækifæri til frek-
ari uppbyggingar á atvinnu-
starfsemi í tengslum við flug og flug-
sækna starfsemi, meðal annars
vegna nálægðar við vel tengdan al-
þjóðaflugvöll. Tækifærin felast í að
þróa landsvæðið út frá nálægðinni
við samgöngumiðju sem tengir
svæðið við yfir 50 mismunandi er-
lenda áfangastaði í tveimur heims-
álfum, og með möguleika á þeirri
þriðju,“ segir Kjartan Þór Eiríks-
son, fram-
kvæmdastjóri
Þróunarfélags
Keflavíkur-
flugvallar, Kad-
eco, en félagið
hefur verið að
selja ýmsar eign-
ir sem eftir eru á
Ásbrú og til-
heyrðu áður
Varnarliðinu.
Félagið var
stofnað til að koma eignunum í verð
en nýverið var greint frá sölu á íbúð-
ar- og atvinnuhúsnæði fyrir um
fimm milljarða króna til Íslenskra
fasteigna ehf.
Með þeirri sölu hefur Kadeco lok-
ið við að selja um 93% þess húsnæðis
sem félagið hafði til umsýslu fyrir
hönd ríkissjóðs, eftir að Varnarliðið
fór. Andvirði af sölu þessara eigna er
tæpir 18 milljarðar króna.
Íslenskar fasteignir ehf. hafa tek-
ið við þessum eignum og salan er
frágengin. Að sögn Kjartans er verið
að auglýsa nokkrar eignir sem eftir
er að selja á Ásbrú og segir hann
mikinn áhuga vera á þeim.
Nálægðin verðmæt
Kadeco hefur einnig það hlutverk
að þróa og markaðssetja rúma 50
ferkílómetra af landi sem liggur
kringum flugvöllinn. Til saman-
burðar liggja eignirnar sem félagið
var að selja nýverið á um einum f́er-
kílómetra.
„Það eru gríðarleg tækifæri í þró-
un þessa lands í tengslum við starf-
semi sem þarf á nálægð við flugvöll
að halda, bæði til að flytja sitt fólk og
sínar vörur,“ segir Kjartan og tekur
dæmi af gagnaveri Verne Global,
sem er með söluskrifstofur í Bret-
landi og Bandaríkjunum og fjöl-
þjóðlega viðskiptavini á borð við
BMW. Verne nýti sér það vel að
vera nánast í bakgarði flugvallarins.
„Fyrir stjórnendur og starfsmenn
Verne er nálægðin við flugvöllinn
mjög verðmæt, enda er til að mynda
styttra í tíma frá miðborg London til
Ásbrúar en ýmissa svæða innan
Bretlands. Erlendir viðskiptamenn
og sérfræðingar fljúga inn að
morgni og til baka seinni partinn án
nokkurra vandkvæða. Þannig er
staðsetning við flugvöllinn að mörgu
leyti samkeppnishæf við mörg svæði
erlendis, jafnvel þótt fjarlægðin í
kílómetrum gefi annað til kynna.
Fjarlægðin í tíma einfaldlega vegur
hana upp.“
Kjartan segir efnahagsleg áhrif
flugvallarins ná lengra en bara til
þeirra flugfarþega sem um hann
fara. „Með markvissri uppbyggingu
má skapa mikil verðmæti úr landi
við flugvöllinn, svo sem gert er víða
erlendis, þar sem alþjóðleg fyrirtæki
kjósa að staðsetja sig við vel tengda
flugvelli. Bæði vegna möguleika til
vörudreifingar en í sívaxandi mæli
jafnframt til að nýta flugtenging-
arnar fyrir stjórnendur og starfs-
fólk,“ bætir hann við. Kjartan bendir
á að Keflavíkurflugvöllur hafi á að
skipa mun meiri umferð en almennt
tíðkist fyrir flugvelli í jafn litlu sam-
félagi og Íslandi. Reglubundið flug
sé til nærri 50 áfangastaða árið um
kring en almennt mætti búast við að
300 þúsund manna samfélag gæti
státað af 1-2 áfangastöðum.
„Þetta veitir mikil tækifæri til
uppbyggingar í kringum flugvöllinn,
ekki síst í starfsemi sem tengist flugi
yfir Atlantshafið, hvort heldur er í
formi fraktflutninga eða þess hag-
ræðis sem skapast af því að staðsetja
starfsemi á vel tengdum stað við all-
ar helstu borgir Evrópu og austur-
strandar Bandaríkjanna. Aðrir stað-
ir sem geta boðið sömu tengingar
eru iðulega í eða við stórborgir, þar
sem landrými er dýrt og skipulags-
kröfur jafnvel útiloka ákveðna starf-
semi. Hér þarf ekki að finna upp
hjólið heldur er verið að vísa til þró-
unar sem hefur átt sér stað á undan-
förnum áratugum við flugvelli af
sambærilegri stærð. Um Keflavíkur-
flugvöll má hins vegar segja að gætt
hafi ákveðinna ruðningsáhrifa af
veru Varnarliðsins sem komu í veg
fyrir að slík borgaraleg þróun ætti
sér stað. Enda má nú 10 árum eftir
brotthvarf Varnarliðsins greina öran
vöxt við og umhverfis flugvöllinn,“
segir Kjartan.
Hann segir að strax við stofnun
Kadeco hafi verið tekið til við að
greina hvernig hægt væri að byggja
svæðið upp að nýju og skapa þá eft-
irspurn sem myndi leiða til jákvæðra
áhrifa. Sérstaklega var skoðað í Evr-
ópu og Ameríku til hvaða meðala
væri almennt gripið þegar her-
stöðvar væru lagðar niður.
„Fljótlega kom í ljós að það var í
raun flugvöllurinn sem skilgreindi
svæðið frekar en niðurlagning her-
stöðvarinnar sem slíkrar,“ segir
Kjartan en í framhaldi af ráðgjöf frá
PWC í Belgíu var horft meira í þá átt
að þróa svæðið út frá staðsetningu
sinni við Keflavíkurflugvöll og al-
mennt að velheppnuðum þróunar-
svæðum frekar en að yfirgefnum
herstöðvum.
Laðar fyrirtæki að
Segir Kjartan að Kadeco hafi í
þessu tilliti litið sérstaklega til rann-
sókna og hugmynda hjá Bandaríkja-
manninum John D. Kasarda, sem lít-
ur á flugvelli sem vaxtarsvæði, ekki
bara sem flugbrautir og flugstöðvar-
byggingar heldur fyrir fyrirtæki í
þjónustu og framleiðslu sem vilja
hagnýta sér þá möguleika sem ná-
lægð við flugvelli skapar. Hug-
myndafræði Kasarda nefnist Aero-
tropolis. Er vísað til þeirrar þróunar
sem hefur átt sér stað erlendis, þar
sem flugvellir eru víða orðnir að
nokkurs konar miðpunkti á land-
svæði sem byggist út frá honum og
þeirri borg sem hann þjónar.
„Þetta eru þó ekki bara einhverjar
hugmyndir heldur er þetta sá raun-
veruleiki sem blasir við þegar skoð-
aðir eru flugvellir erlendis sem hafa
haft pláss til að vaxa á undanförnum
áratugum,“ segir Kjartan og nefnir
þar t.d. flugvellina á Schiphol og í
Frankfurt. Þar séu þessi sjónarmið,
um að nýta aðdráttarafl flugvallarins
til að laða að hávirðisstarfsemi, ein-
faldlega stór hluti af samkeppnis-
hæfni viðkomandi svæða. Öflugur
flugvöllur með öflugum tengingum
styrki innlenda starfsemi og skapi
tækifæri til að laða að sér erlend fyr-
irtæki í hávirðisgreinum.
„Lega Íslands gerir það að verk-
um að stór hluti flugvéla sem ferðast
um Atlantshafið flýgur um íslenska
flugumferðarsvæðið. Ísland er því
ekki jafn langt norður í hafi þegar
lega þess er metin frá sjónarhóli
flugsamgangna á milli þriggja heims-
álfa, Evrópu, Norður-Ameríku og
nyrðri hluta Asíu. Til framtíðar litið
eru því tækifæri tengd legu landsins
og mikilvægi flugvallarins út frá
möguleikum í alþjóðaviðskiptum
mikil.“
Segir Kjartan þessa þróun þegar
farna af stað hér á landi. Efnahags-
leg áhrif Keflavíkurflugvallar nái
lengra en bara að flugfarþegunum.
Athyglin hafi einkum beinst að ferða-
mönnum en reynslan erlendis sýni að
ferðaþjónustan sé aðeins einn hluti af
efnahagslegum áhrifum flugvalla.
„Ferskfiskútflutningur fer að
stóru leyti fram í lestum farþega-
flugvéla. Sú staðreynd að þau níu
flugfélög sem nota völlinn árið um
kring fljúga jafn oft og til jafn
margra áfangastaða og raun ber vitni
gerir útflutningsaðilum kleift að ná
til viðskiptavina sinna á mjög
skömmum tíma. Þannig er fiskurinn
kominn á disk neytandans innan
tveggja sólarhringa frá því að hann
er veiddur á miðunum við Ísland.
Þeir framleiðendur sem eru stað-
settir nálægt flugvellinum geta jafn-
vel sniðið framleiðsluna að pöntun
kaupandans að morgni og varan er
farin í flug seinni partinn,“ segir
Kjartan en á nýlegum fundi Isavia og
Kadeco var kynnt skýrsla frá hag-
fræðingum Íslenska sjávarklasans
sem sýnir að vinnsla á botnfiski sé í
auknum mæli að færast á suðvest-
urhorn landsins, nær Sundahöfn og
Keflavíkurflugvelli. Þá séu mörg
fiskvinnslufyrirtæki á Suðurnesjum
byggð upp með það í huga að flytja út
ferskan fisk með flugi.
Þá bendir Kjartan á nýlega af-
komuviðvörun Icelandair, sem olli
titringi í Kauphöllinni. Þar hafi skýrt
komið fram hve mikið sjómanna-
verkfallið sé farið að hafa áhrif á
flugfélagið, með minnkandi frakt-
flutningi á ferskum fiski.
Suðurnesin færast upp
Kjartan nefnir annað dæmi um
áhrif Keflavíkurflugvallar, þ.e. vægi
hans í starfsemi þjónustufyrirtækja
á alþjóðamarkaði. Samanber gagna-
ver Verne sem komið var inn á hér
að framanverðu.
„Í þekkingardrifnum fyrirtækjum
er nýting mannauðsins ofar öllu og
ekki ákjósanlegt að starfsfólkið eyði
meiri tíma en nauðsynlegt er í óþarfa
ferðalög. Ferðalög geta þó verið
nauðsynleg og mörg þessara fyrir-
tækja sjá því virði í því að staðsetja
sig við flugvellina sjálfa í stað þess að
eyða tíma starfsmanna í ferðir inn og
út úr borgunum,“ segir Kjartan og
telur þetta vera verðmætustu far-
þegana, hvort heldur sem er fyrir
flugfélögin, hótelin, flugvöllinn eða
svæðið þar í kring.
Loks bendir Kjartan á að Suður-
nesin hafi færst upp um þrjú sæti á
lista norrænu rannsóknastofnunar-
innar yfir bestu framtíðarhorfur
svæða á Norðurlöndum árið 2016.
Þar var fyrst og fremst horft til
möguleika til uppbyggingar í kring-
um flugvöllinn. „Í greiningunni kom í
ljós að svæði við flugvelli njóta mikils
vaxtar á Norðurlöndum sem og ann-
ars staðar og að vel tengd svæði
sækja á í samanburði við þau sem
ekki njóta sömu samgangna við al-
þjóðasamfélagið. Suðurnesin eru
eina svæðið á Íslandi sem færir sig
upp á listanum,“ segir hann um lista
Nordregio. Vísar Kjartan einnig í
aðra skýrslu sem unnin var af Inter-
vistas fyrir samtök evrópskra flug-
valla. Þar komi fram að störf innan
flugvallargirðingar séu aðeins hluti
af þeim áhrifum sem gæti í efnahags-
legu tilliti. Fyrir hverja 10% aukn-
ingu í flugtengingum aukist verg
þjóðarframleiðsla á mann um 0,5%.
„Gott dæmi um þetta er að á
undanförnum árum hafa flugfélögin
verið að bæta við áfangastöðum á
vesturströnd Bandaríkjanna. Það
hefur leitt til þess að skyndilega eru
nýir markaðir orðnir aðgengilegir.
Það þarf því ekki að koma á óvart að
íslenskir fiskútflytjendur eru farnir
að selja fisk til vesturstrandarinnar.
Tækifærin fyrir íslenskan þekking-
ariðnað eru þó líklega enn meiri,
enda helstu vöggu tæknialdarinnar
nú að finna á meðal áfangastaða frá
Keflavíkurflugvelli,“ segir Kjartan
að endingu.
Fjölmörg tækifæri við flugvöllinn
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, vinnur að þróun og markaðssetningu á svæðinu
kringum flugvöllinn Sér mikil tækifæri til uppbyggingar fyrir ýmsa flugsækna starfsemi í kring
Tölvuteikning/Isavia
Framtíðin Svona gæti athafnasvæðið kringum Keflavíkurflugvöll litið út í náinni framtíð, miðað við plön Isavia og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.
Morgunblaðið/Ómar
Leifsstöð Farþegum sem fara um
flugstöðina hefur fjölgað gríðarlega.
Kjartan Þór
Eiríksson
Vaxtarsvæði Skýringarmynd af hugmyndafræði Kasarda, Aerotropolis.
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017