Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 58
58 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Mangójógúrt
Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt:
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
REYKJANESBÆ
Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 7104
ALLRA
SÍÐUSTU DAGAR
útsölunnar
20% aukaafsláttur
af allri útsöluvöru
Siemens - Adidas
Under Armour - Cintamani
Nýjar vörur einnig farnar
að streyma inn
Í sjónvarpsþættinum
um jökla á Íslandi sem
sýndur var á sunnu-
dagskvöld 15. janúar
2017 er gerð tilraun til
að fá Íslendinga til að
trúa þeirri kenningu að
hlýnun í lofthjúp jarðar
sé manninum að kenna.
Þ.e. að gjörðir mann-
skepnunnar séu or-
sakavaldur að því að
loftslag er sagt heitara
á jörðinni en fyrir 70 árum.
Sjónvarpsþátturinn var að mörgu
leyti fróðlegur um jökla og landslag á
Íslandi. Í þætti þessum kom fram að
á árunum 1200-1300 hafi hiti lækkað
á Íslandi og jöklar skriðið fram og
allnokkrir landnámsbæir hafi lent
undir skriðjöklum á næstu öldum.
Þetta kuldaskeið hafi varað í um 500-
600 ár en þá fór aftur að hlýna.
Ekki var þess getið af fræðimönn-
unum (konum og körlum) sem fram
komu í þættinum hvað hefði valdið
því að hitastig lækkaði á þessu svæði
er orsakaði framskrið jöklanna og
kaffæringu landnámsbæja. Því var
ekki haldið fram að kólnunin stafaði
af mannavöldum.
Eftir skemmtilega og fróðlega fyr-
irlestra fræðimannanna þurfti í lok
þáttarins að koma með yfirlýsingar
um að gerðir mannsins á jörðinni
hafi orsakað það að lofthjúpurinn
hlýni og jöklar hopi. Yfirlýsingar
fræðimannanna eru án nokkurrar
stoðar í raunveruleikanum og senni-
lega aðgerðir sem
frægur vísindamaður
og rithöfundur hefur
skrifað mikið um. Þar
stendur að fullyrðingar
vísindamanna um hlýn-
un jarðar eigi rót sína
að rekja til þess að of
litlu fjármagni sé veitt
til rannsókna er þau
stunda og þau vilji fá
meira fé til að halda at-
vinnunni. Kemur fram
hjá þessum vísinda-
manni að engar vís-
indalegar sannanir
finnist um þátt mannsins í hlýnun
jarðarinnar.
Eftirfarandi spurningar vakna við
áhorf á umræddan sjónvarpsþátt og
það sem sjá má í vísindagreinum sem
ritaðar voru á fyrri hluta síðustu ald-
ar og á nítjándu öld.
Ef litið er á mótsagnir í framburði
nútímaspekinga sem kenna mann-
skepnunni um hlýnun jarðar er fjöldi
spurninga sem ekki hafa fengist svör
við, s.s.:
1. Hvar komu gjörðir mannsins að
tilkomu svokallaðra ísalda á jörð-
inni?
2. Hverjar voru orsakir hitabreyt-
inga er leiddu til ísalda eða hlýnunar
eftir ísaldir? Ath. ísaldarskeið hafa
verið fleiri en eitt, samkvæmt fræði-
greinum.
3. Hvar og hvenær kom manns-
höndin að tilkomu þess sem fræði-
mennirnir í sjónvarpsþættinum köll-
uðu Litlu ísöld á Íslandi frá um 1300
til um 1900?
4. Hvar kom mannshöndin að og
hafði áhrif á hita og gróður á Íslandi
þegar trjágróður var slíkur á Íslandi,
eins og sverir trjábolir hafa sýnt sem
grafnir hafa verið úr jörðu?
5. Eru það ósannindi sem ritað er í
ritverk sem gefið var út um 1940 og
heitir „Undur veraldar“ um hita-
sveiflur á jörðinni o.fl. á liðnum ár-
þúsundum?
6. Í ritverkinu „Undur veraldar“
er þess getið að hitabeltisloftslag
hafi verið í N-Ameríku og suðurhluta
Kanada á fyrri tíð og gróður eftir því.
Er þetta ósatt?
7. Hitastig í Norður-Kanada og á
Grænlandi hafi verið eins og í tempr-
uðu beltunum í dag og gróður eftir
því, barr- og laufskógar. Hvar kom
maðurinn að þeirri loftslagsbreyt-
ingu?
8. Hefur hlutfall súrefnis í and-
rúmsloftinu breyst (lækkað) svo
mælanlegt sé við fólksfjölgun á jörð-
inni úr um 1.000 milljónum manna á
fyrri hluta tuttugustu aldar (1900-
1940) í um 11.000 milljónir manns 70-
80 árum síðar eða undir lok tutt-
ugustu aldar?
9. Samkvæmt heimildum úr bók-
inni „Undur veraldar“ þá á hlutfall
súrefnis í andrúmslofti jarðar að
hafa verið um 30% fyrir einhverjum
þúsundum eða milljónum ára. Hvað
hafði breyst og orsakað þá breytingu
að í byrjun 20. aldar var hlutfall súr-
efnis í andrúmslofti jarðar komið nið-
ur í um 21%?
10. Hve mikil er hlutfallsleg aukn-
ing á CO2 (í prósentum) á sólarhring í
andrúmsloftinu frá öndun manna við
fjölgun manna úr 1000.000.000 í
11.000.000.000 á síðustu 70-80 árum?
11. Er þessi kenning um gróður-
húsaáhrif af völdum gjörða mannsins
ekki í anda múgsefjunar án nokkurra
staðreynda annarra en þeirra að hiti
hefur aukist í lofthjúp jarðar eins og
áður hefur átt sér stað án aðgerða
mannsins þar að, með vísan til ísalda
og hitaskeiða á milli ísalda?
12. Ef aðgerðir mannsins eru or-
sakir að hlýnun jarðar er þá ekki
þörf á að aflífa á bilinu 4.000-6.000
milljónir eða fleiri manneskjur á
jörðinni til að stöðva aukningu á CO2
í andrúmsloftinu og snúa hitasveifl-
unni við?
Ef vísindamenn treysta sér til að
svara ofanrituðum spurningum væri
það vel gert.
Heilaþvottur eða háðung
Eftir Kristján
Guðmundsson
»Er þörf á að fækka
mönnum á jörðinni
um 4.000-6.000 milljónir
til að lækka hitastig á
jörðinni að mati vísinda-
manna?
Kristján
Guðmundsson
Höfundur er fv. skipstjóri.
Til minningar um Birnu Brjánsdóttur.
Við vorum svipt öllu sakleysi okkar, og ráði,
og sólbjörtum draumum, sem framtíðin demöntum stráði,
vængstýfðar vonir, og himinninn sortanum ofinn,
væntingar týndust og hugur af sorginni dofinn.
Viðurstyggð atburða heltekur huga og sinni,
hörmungum valdið í áhrifum óminnis minni,
ungmenni glata í lífinu gleði að njóta,
því glæpurinn nær alla framtíðardraumana brjóta.
Hvað getur vélað í mannshuga vonsku og dauða,
og varnarlaust sakleysi atað með blóðinu rauða,
hvað getur huggað í hjartanu sársaukans kvíða,
í hyldjúpri sorg er í örvænting vonleysi bíða.
Öll okkar tilvera brotnar í válegum tíðum,
titrandi samt eftir voninni varnarlaus bíðum,
ólánsmenn hörmung með hönd sinni lífinu spilla,
hver getur trúað á tilvist þess grimma og illa.
Ógæfa manna sem sakleysi æskunnar meiðir,
myrkrið í sál þeirra siðferði hugsunar deyðir,
illt er að lifa við afleiðing afbrota sinna,
og ylinn af saklausu blóði á höndum sér finna.
Ég óttast að óttinn til komandi framtíðar vaki,
og ógnin í huganum vantrú til öryggis baki,
en óska að æskan til varúðar velji sér ráð,
svo væntingar allar til lífsins sé demöntum stráð.
Ástvinum biðjum að hjálpræði huganum gefi,
að hjartasár blæðandi sorgar í minningu sefi,
að lífið sem glataðist vaki í huga og hjarta,
og huggun þeim veiti með kærleikans ljósinu bjarta.
Sigurjón Ari Sigurjónsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Glötuð líf
Það fer æ meir í vöxt
að fólk lýsi andúð sinni
á þeim er játa múham-
eðstrú. Ég heyri oft í
slíku fólki á Útvarpi
Sögu, heill stjórn-
málaflokkur gerði út á
atkvæði með því að
andmæla lóð undir
mosku við Sogaveg og
það með nokkrum ár-
angri. Nú um daginn
ritar Valdimar nokkur Jóhannesson
grein hér í blaðið þar sem hann málar
fólk múhameðstrúar sem varasama
glæpamenn; við skyldum hugsa okk-
ur um að flytja svona fólk til landsins.
Því er rétt að benda á að sam-
kvæmt manntali Hagstofu 2016 voru
aðeins 865 manns hér á landi sem ját-
uðu múhameðstrú, 489 karlar og 376
konur. Drengir og stúlk-
ur undir 18 ára aldri
voru 293 að tölu, um
34%. Margt af þessu
fólki hefur verið hér ár-
um saman, fjöldi þeirra
er þegar kominn með ís-
lenskan ríkisborg-
ararétt. Ég hef sjálfur
kynnst mörgu af þessu
fólki og get borið því vel
söguna. Það er ekki í ís-
lenskum fangelsum,
enda bindindisfólk eftir
trú sinni og ekki af-
brotagjarnt. Það er flest í láglauna-
störfum og gengur til vinnu sinnar
hvern dag. Börn og unglingar eiga
nokkuð í vök að verjast því veist er að
þeim í skólum af jafnöldrum þeirra,
sem bera öfgar fullorðna fólksins með
sér í skólana.
Það væri sorglegt ef við Íslending-
ar, sem teljum okkur vera drengskap-
arþjóð, hallmælum og tortryggjum
fólk af öðrum trúarbrögðum. Við sjálf,
svokallað kristið fólk, fyllum fangelsin
okkar og getum kennt okkur sjálfum
um allt sem aflaga fer. Við getum ekki
klínt því á fólk af öðrum trúar-
brögðum.
Ég heiti á allt drengskaparfólk,
sérstaklega kirkjunnar þjóna, að sýna
þessu skilning og andmæla öfgum
þeim sem illu heilli láta á sér kræla.
Fólk sem er múhameðstrúar
er einnig systkini okkar
Eftir Björn
Matthíasson »Ég heiti á allt dreng-
skaparfólk, sér-
staklega kirkjunnar
þjóna, að sýna þessu
skilning og andmæla
öfgum þeim sem illu
heilli láta á sér kræla.
Björn Matthíasson
Höfundur er hagfræðingur.