Morgunblaðið - 09.02.2017, Side 79

Morgunblaðið - 09.02.2017, Side 79
79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Hvað litavalið varðar segir Haf- steinn að flestir velji að flísaleggja gólfið með hvítum og ljósgráum tónum enda hefur það þau áhrif að herbergin virðast stærri. „En svo eru margir sem eru óhræddir við að fara óhefðbundnar leiðir og vilja t.d. dökkar flísar sem hafa steinsteypuáferð, og jafnvel park- etflísar,“ útskýrir hann. „Algeng- ast er að flísarnar séu lagðar með hefðbundnum hætti en af og til koma tímabil þar sem er í tísku að flísaleggja t.d. með fiskbeina- mynstri, eða velja flísar með þrí- víðu yfirborði.“ Með svissneskan smekk Hinn dæmigerði Íslendingur virðist forðast litsterkar flísar. „Við erum með mjög svipaðan smekk og Svisslendingar að því leyti. Stöku kúnnar vilja sterka liti, t.d. túrkís, en þá er það und- antekningalaust fólk sem hefur búið í útlöndum í lengri tíma og kynst þar öðruvísi flísahefðum.“ Leggur Hafsteinn áherslu á að ekkert sé bannað í flísavalinu og úrvalið mikið. Sölumenn Víddar séu boðnir og búnir að veita leið- sögn og hjálpa þá viðskiptavin- inum t.d. að meta hvernig lögun og stærð rýmisins og lýsingin spil- ar inn í. En hvað um þægindin? Sumir eru ekki hrifnir af flísum því þær geta stundum virkað kaldar undir berum táslunum. „Flísar eru þó mjög góður kostur á heimilum þar sem hiti er í gólfum, því flísarnar leiða hitann betur en t.d. parket. Ef ekki er hægt að leggja hita- lögn í gólfið má nota þar til gerðar mottur sem flísarnar eru lagðar ofan á. „Þetta eru þunnar mottur með rafmagnshita, en hafa þann ókost að geta truflað eða takmark- að fjarskiptasamband á heimilinu, og þarf því stundum að gera ákveðnar ráðstafanir.“ Hlýleiki parketsins en styrkur flísanna Hafsteinn segir líka vert að gefa parketflísunum gaum, vilji fólk skapa það hlýlega útlit sem parket gefur heimilinu. „Oft er vandasamt að velja rétta gólfefnið á heimilum þar sem eldhús og stofa eru í einu opnu rými. Hefðbundið parket lít- ur kannski vel út í stofuhlutanum en hentar ekki í eldhúsinu þar sem hætt er við að vökvar hellist niður og skemmi parketið og eldhús- stólar slíti yfirborðinu. Park- etflísar leysa vandann, gefa útlitið sem sóst er eftir en eru sterkt efni sem þolir eldhússtörfin.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Hefðir Íslendingar sem hafa búið erlendis virðast oft vera djarfari þegar þeir velja lit á flísarnar, að sögn Hafsteins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lausn Leggja má rafmagsnmottur undir flísar ef ekki er hiti í gólfum. Hlífar og undirf Angóruhlífarnar veita léttan stuðning við auma vöðva á þrengja of mikið að. Angóran sér um að halda líkamanu og hlýjum án þess að valda kláða. Úlnliðshlífar Langerma bolur Olnbogahlífar Hnéhlífar Mjóbakshlíf Axlastykki Nýtt í Lyfju Y L F A ANGÓRA Einnig fáanlegt í netverslun: www.lyfja.is öt n þess að m þurrum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.