Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 4

Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Portofino&CinqueTerre Hér er á ferðinni spennandi gönguferð um tvær af fallegustu gönguleiðunum við Miðjarðarhafið, Portofino skagann og Cinque Terre ströndina. Náttúrufegurðin er ólýsanleg. Brattir klettar og höfðar, þaktir ilmandi og litríkum miðjarðarhafsgróðri sem speglar sig í túrkisbláum sjónum. Göngurnar eru við allra hæfi. Verð: 234.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. 3. - 10. júní Fararstjóri: Jóhanna Marín Jónsdóttir AUKA BROTTFÖR Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Á föstudaginn langa verður venju samkvæmt sameiginleg guðsþjón- usta Ás- og Laugarnessafnaðar í Áskirkju fyrir hádegi. Einnig verð- ur guðsþjónusta í Hátúni klukkan 13 og Sóltúni um klukkustund síð- ar. Klukkan 15 hefst hins vegar maraþonsýning í safnaðarheimili Laugarneskirkju þar sem þrjár kvikmyndir um Tortímandann verða sýndar, þ.e. Terminator (1984), Term- inator: Judge- ment Day (1991) og Terminator: Salvation (2009). Davíð Þór Jónsson, sóknar- prestur í Laugarneskirkju, segir uppátækið vera spennandi tilraun, en hann mun fyrir sýningu hverr- ar myndar flytja stutt erindi um trúar- og biblíustef í kvikmynd- unum. „En er ekki allt í lagi að vera aðeins öðruvísi?“ segir Davíð Þór spurður út í sýningarnar. „Sumum finnst þetta e.t.v. óviðeigandi, en það eru fjölmargar kirkjur í Reykjavík og mér finnst hálf- óskynsamlegt að vera með sömu dagskrána í þeim öllum. Það er ekki verið að eyðileggja neitt fyrir þeim sem vilja fá sér sæti og hlusta á Passíusálmana – þeir geta farið þangað sem það er í boði,“ segir Davíð Þór og bætir við að trúar- og biblíustef séu býsna áber- andi í kvikmyndunum þremur. „Þetta er mikið fórnarþema í þessum myndum og aðalsöguhetjan er getin af handanveru, hefur upp- hafsstafina J.C. og þarf að ganga út í opinn dauðann til að forða mannkyni frá illum örlögum,“ segir hann, en öllum er frjálst að mæta á viðburðinn í Laugarneskirkju. Snýr aftur – í kirkju Félagar „Ég sný aftur,“ rumdi í Arnold Schwarzenegger líkt og frægt er orðið, en myndirnar um Tortímandann munu gleðja kirkjugesti á næstunni.  Tortímandinn sýndur í Laugarneskirkju á föstudaginn langa  Sóknarprestur segir trúarstef víða í myndunum Davíð Þór Jónsson Landvernd er að fara yfir niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna Kröflulínu 4. Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri segir að ekki sé hægt að svara því nú hvort farið verði með málið fyrir dómstóla. Niðurstaða úrskurðarnefndarinn- ar þýðir að Landsnet hefur gilt fram- kvæmdaleyfi sveitarfélaganna fyrir lagningu háspennulína frá Þeista- reykjavirkjun til Kröflu annars veg- ar og til iðnaðarsvæðisins á Bakka hins vegar. Stefnir fyrirtækið að því að halda áfram framkvæmdum strax eftir páska. Ákveði Landvernd að höfða mál vegna línunnar verður framkvæmdum væntanlega lokið áður en niðurstaða dómstóla liggur fyrir. Þorsteinn Gunnarsson, sveitar- stjóri Skútustaðahrepps, segir fagn- aðarefni að úrskurðarnefndin hafi talið seinna framkvæmdaleyfið vel rökstutt. Sú vegferð sem farið hafi verið í þegar nefndin ógilti fyrra framkvæmdaleyfi til handa Lands- neti virðist hafa tekist vel. Málið sé nú úr höndum sveitarfélagsins, að minnsta kosti í bili. helgi@mbl.is Bakki Þeistareykir MÝVATN HÚSAVÍK Þeistareykjalína 1 Krafla Heimild: Landsnet Háspennulínur út frá Þeistareykjavirkjun Loftmyndir ehf. Undirstöður tilbúnar að mestu Framkvæmdir ekki hafnar Búið að gera slóða að hluta Búið að reisa möstur Kröflulína 4 Málshöfðun skoðuð Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Með fjármálastefnu ríkisstjórn- arinnar er boðuð „sveltistefna í vel- ferð og menntun, sem og öðrum mikilvægum málaflokkum“. Þetta segja stjórnarandstöðuflokkarnir í sameiginlegri yfirlýsingu þar sem ríkisstjórnin er m.a. gagnrýnd fyrir að ætla ekki að nýta svigrúmið sem myndast hefur frá hruni til að gera betur í innviðauppbyggingu en gert verður skv. áætluninni. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir standa að yfirlýsingunni þar sem m.a. segir að ríkisstjórnin setji skattlagningu „upp sem andstöðu frelsis sem lýsir þeim anda nýfrjáls- hyggju sem fjármálaáætlunin end- urspeglar“. Enn fremur gagnrýna flokkarnir ríkisstjórnina fyrir að nýta ekki skattkerfið og arð af auð- lindum til að í senn auka jöfnuð og tryggja öflugt samfélag. Aukning vegna framkvæmda Í yfirlýsingu stjórnarandstöð- unnar eru fimm stórir málaflokkar teknir sérstaklega fyrir. Um heil- brigðismálin segir: „Aukning til heil- brigðismála er fyrst og fremst í byggingu nýs Landspítala, sem þeg- ar hafði verið ákveðið að ráðast í, þar er því ekki verið að leysa viðvarandi og aðsteðjandi vanda heilbrigðis- þjónustunnar.“ Stefnuna sem birtist í samgöngu- málum gagnrýna stjórnarand- stöðuflokkarnir einnig: „Framlög hækka um fimm milljarða á föstu verðlagi og verður það að teljast hlá- leg upphæð í ljósi þess að við af- greiðslu síðustu fjárlaga kom í ljós að 12-15 milljarða vantaði til að fjár- magna þegar samþykkta samgöngu- áætlun.“ Stjórnarandstaðan segir aukn- ingu framlaga til menntamála „fyrst og síðast mega skýra með byggingu Húss íslenskra fræða“ en há- skólastig sé undirfjármagnað og framlög til framhaldsskóla dragist saman. Þá gagnrýna flokkarnir tíu milljarða aukningu til aldraðra og öryrkja og segja það ekki nóg: „Erf- itt er að sjá að tíu milljarða aukning á tímabilinu dugi til þess að örorku- lífeyrir dugi til framfærslu,“ segir m.a. í yfirlýsingu flokkanna. Ætti að nýta svigrúmið  Stjórnarandstaðan segir fjármálaáætlunina í anda ný- frjálshyggju og skattkerfið eigi að nota til að auka jöfnuð Snarpt hret gengur nú yfir landið og kuldaboli gerir fólki lífið leitt. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að klæða sig vel eins og þessar konur sem voru á gangi um Bröttugötu í Grjótaþorpinu í Reykjavík í gær gerðu. Spáð er rysjóttu veðri víða um land næstu daga og kaldir straumar úr norðri og austri sækja að. Þess er þó ekki langt að bíða að vorið komi og órækt merki þess er að sólargangurinn lengist sífellt. Morgunblaðið/Eggert Á gangi í kuldanum í Grjótaþorpinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.