Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 22

Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 VIÐTAL Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Gífurleg fjölgun ferðamanna á undanförnum árum hefur kallað á aukna fjárfestingu og uppbyggingu í ferðaþjónustu og ferðaþjónustu- tengdri starfsemi. Til að mæta þess- ari auknu þörf var árið 2013 settur á stofn framtakssjóðurinn Lands- bréf Icelandic Tourism Fund (ITF). Sjóðurinn var stofnaður að frum- kvæði Icelandair Group en auk Ice- landair Group eru hluthafar sjóðs- ins Landsbankinn og sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins. ITF er rek- inn af Landsbréfum hf. og að sögn Helga Júlíussonar, framkvæmda- stjóra sjóðsins, er markmið hans að fjárfesta í verkefnum sem fjölga af- þreyingarkostum og bæta upplifun erlendra ferðamanna hér á landi. „Megináherslan er lögð á verk- efni sem við teljum vera arðsöm en um leið er ætlað að auka fjölbreyti- leika íslenskrar ferðaþjónustu og kostur er ef þau stuðla að frekari dreifingu ferðamanna um landið,“ segir Helgi og bendir jafnframt á að mikilvægt sé að fyrirtækin geti starfað á heilsársgrunni. „Heilsársverkefni stuðla að betri nýtingu á innviðum ferðaþjónust- unnar yfir vetrarmánuðina, sem er mikilvægt, en einnig eru tækifæri í því að byggja frekar upp ferðaþjón- ustu á landsbyggðinni. Auðvitað er þetta ekki ófrávíkjanlegt skilyrði og ég get nefnt t.d. „Into the Glacier“, eða ísgöngin í Langjökli, sem dæmi um verkefni sem við reiknuðum með að yrði ekki opið nema um átta mánuði á ári. Síðar reyndist mögu- legt að reka þau allt árið um kring, sem treyst hefur rekstrargrundvöll félagsins mikið.“ Fjárfestingarnar eru eingöngu í svokallaðri afþreyingartengdri ferðaþjónustu og er ætlað að fjölga þeim valkostum sem standa ferða- mönnum til boða. „Eins og gullni hringurinn er ein- stakur verðum við að bjóða upp á meira og dreifa ferðamönnum á fleiri staði á landinu. Allar fjárfest- ingar okkar snúa að afþreyingu sem auka á upplifun erlendra ferða- manna sem hingað koma. Þannig fjárfestum við t.d. ekkert í hótelum, bílaleigum eða fólksflutningafyrir- tækjum.“ Mikil fjárfestingargeta Sjóðurinn var stofnaður árið 2013 og var upphafleg fjárfestingargeta hans rúmir tveir milljarðar króna. „Áskriftarloforð nema í dag um 4.1 milljarði króna í dag en við tvöfölduðum sjóðinn árið 2015 og höfum nú ráðstafað tæplega 60 prósentum til fjárfestinga. Nokk- ur áhugaverð fjárfesting- artækifæri eru til skoð- unar og því líklegt að fjárfestingargeta sjóðs- ins verði nýtt að fullu á næstu misserum.“ Fjárfestingar- umhverfi í ferða- þjónustu hefur breyst mikið frá stofnun ITF. Helgi segist finna fyrir veru- legum áhuga til fjárfestinga í greininni, sem ekki hafi verið til staðar þegar ITF hóf starfsemi. Sjóðurinn hefur fjár- fest í tíu verkefnum á tæpum fjórum árum og er þegar farinn að skila hagnaði. „Iceland Tourism Fund skilaði 391 milljónar króna hagnaði á árinu 2016, á einungis þriðja heila rekstrarári sínu, eða um 23 prósenta ávöxtun, sem verður að teljast gott,“ segir Helgi og bætir því við að fjár- festing í sprota- fyrirtækjum kalli yfirleitt á þolin- mótt fjármagn og því sé ánægjulegt að sjá sjóðinn skila eigendum sínum ávöxtun á svo skömmum tíma. Spurður um einstaka fjárfest- ingar sjóðsins segir Helgi verkefnin misjafnlega langt komin; sum séu komin í fullan rekstur en unnið sé að uppbyggingu annarra. „Nú stendur yfir undirbúningur náttúrusýningar sem sett verður upp í Perlunni, en hún er ein af þremur nýjum fjárfestingum sem við komum að á síðasta ári og verð- ur fyrsti hluti sýningarinnar opn- aður í sumar. Ráðast þarf í veru- legar framkvæmdir til að laga Perluna að nýju hlutverki,“ segir Helgi en tekur þó sérstaklega fram að engar útlitsbreytingar verði á Perlunni. Hún muni standa sem eitt af kennileitum borgarinnar áfram í núverandi mynd. Fjárfesta í náttúrunni Þegar betur er að gáð kemur í ljós að flest fjárfestingarverkefni sjóðsins lúta að náttúrunni með ein- um eða öðrum hætti. „Rétt, við höfum fjárfest í verk- efnum sem snerta náttúru og feg- urð landsins með einhverjum hætti en við höfum einnig fjárfest í menn- ingartengdri starfsemi. Ferðamenn sem sækja landið okkar heim eru fyrst og fremst komnir til að upp- lifa okkar sérstöku og fögru nátt- úru,“ segir Helgi, en meðal verk- efna sem sjóðurinn hefur fjárfest í eru Hvalasýningin Whales of Ice- land, Íshellirinn í Langjökli, ferða- þjónusta við Raufarhólshelli og LAVA, eldfjalla- og jarðfræðisýn- ing á Hvolsvelli. Mörg sérhæfð störf Sú gagnrýni hefur lengi loðað við ferðaþjónustu að hún skapi fyrst og fremst láglaunastörf og kalli á litla sérþekkingu. Helgi segir að þvert á móti hafi fjárfestingar sjóðsins kall- að á sérhæfð störf og vel menntað starfsfólk. „Að undirbúningi þeirra verkefna sem við fjárfestum í koma m.a. jarðfræðingar, líffræðingar, sér- fræðingar í sýningarhönnun og fólk með aðra fagþekkingu og menntun. Einnig má benda á að hjá þeim fé- lögum sem við komum að starfar stór hópur sérmenntaðra starfs- manna, s.s. leiðsögumenn og sölu- og markaðsfólk. Við erum að byggja upp reynslu og þekkingu í afþreyingartengdri ferðaþjónustu sem kallar á faglært starfsfólk og ráðgjafa á því sviði.“ Uppbygging og rekstur verkefna Iceland Tourism Fund hefur í lang- flestum tilfellum gengið vel og ávöxtunin verið góð og því ekki úr vegi að spyrja Helga hvort nokkuð sé mögulegt að tapa á fjárfestingu í ferðaþjónustu þegar ferðamönnum fjölgar eins og á undanförnum ár- um. „Vissulega njótum við góðs af auknum fjölda ferðamanna en það breytir ekki því að vanda þarf val þeirra verkefna sem ráðist er í og fylgja þeim vel eftir. Mikilvægt er að það sem gert er sé gert af metn- aði og að þjónustan sé sem best. Ekki má heldur vanmeta mikilvægi öflugs kynningar- og markaðs- starfs. Með hverju verkefninu bæt- ist í reynslubankann og við höfum lagt áherslu á að miðla þekkingu og reynslu á milli verkefna, sem gefist hefur mjög vel og eykur til muna líkurnar á að vel takist til.“ Fjölbreyttari ferðaþjónusta  Til að mæta aukinni þörf var árið 2013 settur á stofn framtakssjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund  Hefur fjárfest í tíu verkefnum og nýtt 60 prósent af 4,1 milljarðs áskriftarloforði Morgunblaðið/RAX Náttúra Flest fjárfestingarverkefni sjóðsins lúta að náttúrunni með einum eða öðrum hætti. Helgi Júlíusson ÞVOTTAVÉLAR SÍÐUMÚLA 9 · SÍMI 530 2900 TM Við seljum eingöngu með kolala usummóto r með 10 ára ábyrgð HVAÐER ECOBUBBLE? Leysir uppþvottaduft undir þrýstingi og myndar kvoðu, svo duftið leysist upp áumþaðbil 15mín, í stað 30-40 ella. 7 kg 1400 Sn. EcoBubble AddWash WW70K5400UW EcoBubble , AddWash, Smart Check, Tekur 7 kg, 1400 sn/mín, Afgangsraki 44%, Kollausmótor, 10 ára ábyrgð ámótor. 8 kg 1400 Sn. EcoBubble AddWash WW80K5400UW EcoBubble AddWash, Smart Check, Tekur 8 kg, 1400 sn/mín, Afgangsraki 44%, Kollausmótor, 10 ára ábyrgð á mótor. 8 kg 1600 Sn. EcoBubble WW80J6600AW EcoBubble, smart Check, Tekur 8 kg, 1600 sn/mín, Afgangsraki 43%, Kollausmótor, 10 ára ábyrgð á mótor. TMTMTM AddWashAddWash LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 Verð: 79.90 0,- Verð: 89.90 0,- Verð: 69.90 0,- Netverslun nýr vefur Umboðsmennumallt land 
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.