Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017
VIÐTAL
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Gífurleg fjölgun ferðamanna á
undanförnum árum hefur kallað á
aukna fjárfestingu og uppbyggingu
í ferðaþjónustu og ferðaþjónustu-
tengdri starfsemi. Til að mæta þess-
ari auknu þörf var árið 2013 settur
á stofn framtakssjóðurinn Lands-
bréf Icelandic Tourism Fund (ITF).
Sjóðurinn var stofnaður að frum-
kvæði Icelandair Group en auk Ice-
landair Group eru hluthafar sjóðs-
ins Landsbankinn og sjö af stærstu
lífeyrissjóðum landsins. ITF er rek-
inn af Landsbréfum hf. og að sögn
Helga Júlíussonar, framkvæmda-
stjóra sjóðsins, er markmið hans að
fjárfesta í verkefnum sem fjölga af-
þreyingarkostum og bæta upplifun
erlendra ferðamanna hér á landi.
„Megináherslan er lögð á verk-
efni sem við teljum vera arðsöm en
um leið er ætlað að auka fjölbreyti-
leika íslenskrar ferðaþjónustu og
kostur er ef þau stuðla að frekari
dreifingu ferðamanna um landið,“
segir Helgi og bendir jafnframt á að
mikilvægt sé að fyrirtækin geti
starfað á heilsársgrunni.
„Heilsársverkefni stuðla að betri
nýtingu á innviðum ferðaþjónust-
unnar yfir vetrarmánuðina, sem er
mikilvægt, en einnig eru tækifæri í
því að byggja frekar upp ferðaþjón-
ustu á landsbyggðinni. Auðvitað er
þetta ekki ófrávíkjanlegt skilyrði og
ég get nefnt t.d. „Into the Glacier“,
eða ísgöngin í Langjökli, sem dæmi
um verkefni sem við reiknuðum
með að yrði ekki opið nema um átta
mánuði á ári. Síðar reyndist mögu-
legt að reka þau allt árið um kring,
sem treyst hefur rekstrargrundvöll
félagsins mikið.“
Fjárfestingarnar eru eingöngu í
svokallaðri afþreyingartengdri
ferðaþjónustu og er ætlað að fjölga
þeim valkostum sem standa ferða-
mönnum til boða.
„Eins og gullni hringurinn er ein-
stakur verðum við að bjóða upp á
meira og dreifa ferðamönnum á
fleiri staði á landinu. Allar fjárfest-
ingar okkar snúa að afþreyingu sem
auka á upplifun erlendra ferða-
manna sem hingað koma. Þannig
fjárfestum við t.d. ekkert í hótelum,
bílaleigum eða fólksflutningafyrir-
tækjum.“
Mikil fjárfestingargeta
Sjóðurinn var stofnaður árið 2013
og var upphafleg fjárfestingargeta
hans rúmir tveir milljarðar króna.
„Áskriftarloforð nema í dag um
4.1 milljarði króna í dag en við
tvöfölduðum sjóðinn árið 2015 og
höfum nú ráðstafað tæplega 60
prósentum til fjárfestinga. Nokk-
ur áhugaverð fjárfesting-
artækifæri eru til skoð-
unar og því líklegt að
fjárfestingargeta sjóðs-
ins verði nýtt að fullu
á næstu misserum.“
Fjárfestingar-
umhverfi í ferða-
þjónustu hefur
breyst mikið frá
stofnun ITF.
Helgi segist
finna fyrir veru-
legum áhuga til
fjárfestinga í
greininni, sem
ekki hafi verið
til staðar þegar
ITF hóf starfsemi.
Sjóðurinn hefur fjár-
fest í tíu verkefnum á
tæpum fjórum árum og
er þegar farinn að skila
hagnaði.
„Iceland Tourism
Fund skilaði
391 milljónar
króna hagnaði
á árinu 2016,
á einungis
þriðja heila
rekstrarári
sínu, eða um
23 prósenta
ávöxtun,
sem verður
að teljast
gott,“ segir
Helgi og bætir
því við að fjár-
festing í sprota-
fyrirtækjum kalli yfirleitt á þolin-
mótt fjármagn og því sé ánægjulegt
að sjá sjóðinn skila eigendum sínum
ávöxtun á svo skömmum tíma.
Spurður um einstaka fjárfest-
ingar sjóðsins segir Helgi verkefnin
misjafnlega langt komin; sum séu
komin í fullan rekstur en unnið sé
að uppbyggingu annarra.
„Nú stendur yfir undirbúningur
náttúrusýningar sem sett verður
upp í Perlunni, en hún er ein af
þremur nýjum fjárfestingum sem
við komum að á síðasta ári og verð-
ur fyrsti hluti sýningarinnar opn-
aður í sumar. Ráðast þarf í veru-
legar framkvæmdir til að laga
Perluna að nýju hlutverki,“ segir
Helgi en tekur þó sérstaklega fram
að engar útlitsbreytingar verði á
Perlunni. Hún muni standa sem eitt
af kennileitum borgarinnar áfram í
núverandi mynd.
Fjárfesta í náttúrunni
Þegar betur er að gáð kemur í
ljós að flest fjárfestingarverkefni
sjóðsins lúta að náttúrunni með ein-
um eða öðrum hætti.
„Rétt, við höfum fjárfest í verk-
efnum sem snerta náttúru og feg-
urð landsins með einhverjum hætti
en við höfum einnig fjárfest í menn-
ingartengdri starfsemi. Ferðamenn
sem sækja landið okkar heim eru
fyrst og fremst komnir til að upp-
lifa okkar sérstöku og fögru nátt-
úru,“ segir Helgi, en meðal verk-
efna sem sjóðurinn hefur fjárfest í
eru Hvalasýningin Whales of Ice-
land, Íshellirinn í Langjökli, ferða-
þjónusta við Raufarhólshelli og
LAVA, eldfjalla- og jarðfræðisýn-
ing á Hvolsvelli.
Mörg sérhæfð störf
Sú gagnrýni hefur lengi loðað við
ferðaþjónustu að hún skapi fyrst og
fremst láglaunastörf og kalli á litla
sérþekkingu. Helgi segir að þvert á
móti hafi fjárfestingar sjóðsins kall-
að á sérhæfð störf og vel menntað
starfsfólk.
„Að undirbúningi þeirra verkefna
sem við fjárfestum í koma m.a.
jarðfræðingar, líffræðingar, sér-
fræðingar í sýningarhönnun og fólk
með aðra fagþekkingu og menntun.
Einnig má benda á að hjá þeim fé-
lögum sem við komum að starfar
stór hópur sérmenntaðra starfs-
manna, s.s. leiðsögumenn og sölu-
og markaðsfólk. Við erum að
byggja upp reynslu og þekkingu í
afþreyingartengdri ferðaþjónustu
sem kallar á faglært starfsfólk og
ráðgjafa á því sviði.“
Uppbygging og rekstur verkefna
Iceland Tourism Fund hefur í lang-
flestum tilfellum gengið vel og
ávöxtunin verið góð og því ekki úr
vegi að spyrja Helga hvort nokkuð
sé mögulegt að tapa á fjárfestingu í
ferðaþjónustu þegar ferðamönnum
fjölgar eins og á undanförnum ár-
um.
„Vissulega njótum við góðs af
auknum fjölda ferðamanna en það
breytir ekki því að vanda þarf val
þeirra verkefna sem ráðist er í og
fylgja þeim vel eftir. Mikilvægt er
að það sem gert er sé gert af metn-
aði og að þjónustan sé sem best.
Ekki má heldur vanmeta mikilvægi
öflugs kynningar- og markaðs-
starfs. Með hverju verkefninu bæt-
ist í reynslubankann og við höfum
lagt áherslu á að miðla þekkingu og
reynslu á milli verkefna, sem gefist
hefur mjög vel og eykur til muna
líkurnar á að vel takist til.“
Fjölbreyttari ferðaþjónusta
Til að mæta aukinni þörf var árið 2013 settur á stofn framtakssjóðurinn Landsbréf Icelandic
Tourism Fund Hefur fjárfest í tíu verkefnum og nýtt 60 prósent af 4,1 milljarðs áskriftarloforði
Morgunblaðið/RAX
Náttúra Flest fjárfestingarverkefni sjóðsins lúta að náttúrunni með einum eða öðrum hætti.
Helgi
Júlíusson
ÞVOTTAVÉLAR
SÍÐUMÚLA 9 · SÍMI 530 2900
TM
Við seljum
eingöngu
með kolala
usummóto
r
með 10 ára
ábyrgð
HVAÐER
ECOBUBBLE?
Leysir uppþvottaduft
undir þrýstingi og
myndar kvoðu,
svo duftið leysist upp
áumþaðbil 15mín,
í stað 30-40 ella.
7 kg 1400 Sn.
EcoBubble
AddWash
WW70K5400UW
EcoBubble , AddWash,
Smart Check, Tekur 7
kg, 1400 sn/mín,
Afgangsraki 44%,
Kollausmótor,
10 ára ábyrgð ámótor.
8 kg 1400 Sn.
EcoBubble
AddWash
WW80K5400UW
EcoBubble
AddWash, Smart
Check, Tekur 8 kg,
1400 sn/mín,
Afgangsraki 44%,
Kollausmótor,
10 ára ábyrgð á
mótor.
8 kg 1600 Sn.
EcoBubble
WW80J6600AW
EcoBubble, smart
Check, Tekur 8 kg,
1600 sn/mín,
Afgangsraki 43%,
Kollausmótor,
10 ára ábyrgð á
mótor.
TMTMTM
AddWashAddWash
LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800
Verð: 79.90
0,-
Verð: 89.90
0,-
Verð: 69.90
0,-
Netverslun
nýr vefur
Umboðsmennumallt land