Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 28

Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. ™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, skrifuðu nýlega undir samning um byggingarrétt og upp- byggingu á Kirkjusandi þar sem byggðar verða um 300 íbúðir af öll- um stærðum og gerðum á 9 lóðum. Gert er ráð fyrir allt að 300 nýjum íbúðum í fjölbýli á 31.000 fermetrum en hverfið verður blanda atvinnu- og íbúðabyggðar þar sem atvinnu- húsnæði verður um 48.000 fermetr- ar. Heildarstærð húsnæðis ofanjarð- ar verður um 79.000 fermetrar. Bjarg íbúðafélag, sem er húsnæð- issjálfseignarstofnun ASÍ og BSRB, fékk úthlutaðan byggingarrétt á Kirkjusandi við Hallgerðargötu en þar er gert ráð fyrir 63 íbúðum. Þá munu Félagsbústaðir einnig eignast íbúðir á reitnum. Í skipulagi er gert ráð fyrir al- menningstorgi á svæðinu, nýjum leikskóla ásamt verslun og þjónustu sem nýtist íbúum hverfisins sem og öðrum borgarbúum. Bílastæði verða flest neðanjarðar og lögð er áhersla á góðar gönguleiðir og hjólastíga. Á næstu vikum verður gefin út nánari framkvæmdaáætlun um uppbygg- ingu á svæðinu, að því er upplýst var við undirritunina. Kirkjusandsreitur liggur í beinu framhaldi af einu stærsta atvinnu- svæði borgarinnar við Borgartún ásamt því að liggja samhliða rótgró- inni íbúðabyggð við Laugarnesveg og Kirkjusand. Svæðið er við sjáv- arsíðuna og mynni Laugardals. Strætisvagnar Reykjavíkur voru með bækistöðvar sínar á Kirkju- sandi í rúmlega hálfa öld eða fram til ársins 2001. Það er einmitt á svæði Strætó sem hin nýja byggð hefur verið skipulögð. Glitnir eignaðist Strætólóðina Fróðlegt er að rifja upp að fyrir rúmum áratug voru menn með metnaðarfull áform um byggingu íbúða- og skrifstofuhúss á Stætólóð- inni. Bankinn Glitnir, sem var með höfuðstöðvar á Kirkjusandi, keypti Strætólóðina árið 2006 á 972 millj- ónir króna. Efnt var til alþjóðlegrar samkeppni um skipulag á svæðinu þar sem gera átti ráð fyrir nýjum höfuðstöðvum Glitnis auk frekari skrifstofubygginga og takmark- aðrar íbúðabyggðar. Arkitekta- stofan Monarken í Svíþjóð fór með sigur af hólmi. Fékk lóðin nafnið Glitnisreitur. Á seinni stigum var tillögunni breytt í þá veru, að íbúðabyggð var stækkuð umtalsvert og skrifstofu- byggingum fækkað. Í greinargerð arkitektanna sagði að meginmark- mið deiliskipulags fyrir svæðið væri að skapa ramma fyrir skrifstofu- svæði („business park“) í háum gæðaflokki og með afgerandi virðu- leika í bland við íbúðahúsnæði og þjónustustarfsemi. Einnig að móta skjólsæl útirými af háum gæðum sem stuðli að öflugu mannlífi þar sem svo til öll bílastæðaþörf sé leyst í neðanjarðargeymslum. Reitnum átti að skipta upp í 7 byggingarlóðir sem hverfist um „að- algötu“ milli Kirkjusands og Borg- artúns og skipti reitnum í tvö und- irsvæði. Annars vegar atvinnu- og íbúðasvæði næst Sæbraut og hins vegar hreina íbúðabyggð samsíða núverandi íbúðabyggð við Laugar- nesveg. Allar byggingarnar áttu að vera hvítar og klæddar sléttri klæðingu, múraðar og klæddar málmplötum eða flísum. Íbúðabyggingarnar áttu að vera 4-11 hæðir. Hins vegar var byggingamagn óákveðið á þessum tíma. Rífa átti byggingu bankans og byggja nýjar höfuðstöðvar. Þær áttu að vera 14 þúsund rúmmetrar, helmingi stærri en þær sem rífa átti. En í kjölfar bankahrunsins 2008 beyttist allt. Glitnir varð gjaldþrota, Nýi Glitnir tók við og hann varð skömmu síðar Íslandsbanki. „Starfsfólk bankans gerir sér fulla grein fyrir því að nafnið Glitnir hef- ur beðið hnekki í því aftakaveðri sem gengið hefur yfir íslenskt fjár- málalíf undanfarna tvo mánuði,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri í tilkynningu 17. desember 2008. Þráðurinn tekinn upp að nýju Byggingaáformin, sem voru á for- ræði Lóms ehf., dótturfélags Glitnis, voru lögð til hliðar en nú hefur þráð- urinn verið tekinn upp aftur með nýju skipulagi og nýjum arkitekt- um. Á Kirkjusandi stendur mikil bygging sem upphaflega var reist sem frystihús uppúr 1950. Í núgild- andi skipulagi á þetta hús að standa en það kann að breytast. Tölvumynd/Monarken Fyrri áform Hér er horft frá sjónum. Allar byggingarnar á reitnum áttu að vera hvítar Kirkjusandur fær nýja ásýnd  Innan skamms hefst á reitnum uppbygging 300 íbúða hverfis  Heildarstærð húsnæðis ofanjarðar verður um 79.000 fermetrar  Glitnir hafði skipulagt byggð á reitnum áður en bankarnir hrundu Tölvumynd/ASK-arkitektar Seinni áform Byggðin verður lægri. Ljósi liturinn allsráðandi en smá litur kominn á húsin. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um framtíð Íslands- bankahúss- ins á Kirkju- sandi, að sögn Eddu Hermannsdóttur, samskipta- stjóra bankans. Sérfræðingar eru að skoða húsið og meta ástand þess. Mygla fannst í húsinu í fyrra og í framhaldinu voru höfuðstöðvar bankans fluttar í Norðurturninn við Smára- lind. Skrifstofubyggingin er 7.719 fermetrar. Verði hún rif- in verður til verðmætt bygg- ingarland. Framtíðin er enn óráðin ÍSLANDSBANKAHÚSIÐ Ríkarður Másson, fyrr- verandi sýslumaður á Sauðárkróki, lést á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki mánudaginn 4. apríl. Ríkarður fæddist 29. janúar 1943 í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1964, stundaði nám í læknis- fræði við HÍ 1964-66 og lauk embættisprófi í lögfræði við HÍ 1975. Ríkarður var fulltrúi hjá sýslumanninum í Barðastrandarsýslu 1975-76 og hjá sýslumanninum í Dalasýslu 1975-76, hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi og sýslumanninum í Kjósarsýslu 1976- 77, fulltrúi hjá sýslumanninum í Snæ- fellsnes- og Hnappa- dalssýslu 1976 og 1977- 83, settur sýslumaður í Strandasýslu 1980, sett- ur sýslumaður í Snæ- fellsnes- og Hnappa- dalssýslu 1982, skipaður sýslumaður í Stranda- sýslu 1983, skipaður sýslumaður á Hólmavík 1992 og var skipaður sýslumaður á Sauðár- króki 1996 og gegndi auk þess setudómara- störfum. Ríkarður var for- maður Rauða kross- deildar Strandasýslu 1984-92, for- maður Sjálfstæðisfélags Stranda- sýslu 1986-91 og sat í stjórn Sýslu- mannafélags Íslands 1986-93. Eftirlifandi eiginkona Ríkarðs er Herdís Þórðardóttir. Andlát Ríkarður Másson ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.