Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 34

Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Í ljósblárri vöggu sefur Heiðar Már Benediktsson sem varð níu vikna gamall daginn sem Morgunblaðsfólk bar að garði. Hann fæddist 31. janúar eftir 23 vikna og eins dags með- göngu og var þá 29,4 sentí- metra langur og vó 488 grömm. Heiðar Már átti tví- burabróður sem hét Brynjar Máni. Hann dó fyrstu nóttina sem þeir bræður áttu utan móð- urkviðar. „Það var ekkert sem benti til þess að myndu fæðast svona löngu fyrir tímann eða að þetta færi svona,“ segir móð- irin, Ingunn S. Friðþórsdóttir sem er stödd hjá Heiðari litla ásamt pabbanum, Benedikt Birki Haukssyni, en þar eru þau stóran hluta dagsins. „Þetta hefur verið erfitt, gleði og sorgir en við erum svo þakklát fyrir hvað það er vel haldið utan um Heiðar Má og okkur. Starfsfólkið hugar svo vel að líðan okkar, það skiptir okkur miklu máli að finna það,“ segir Benedikt Birkir. Þau eru á vökudeild í 12-13 tíma á hverjum degi og segja að það sé alltaf jafn erfitt þeg- ar kemur að þeirri stund að þau þurfa að fara heim. „Það er kannski aðeins auðveldara núna en það var fyrst,“ segir Ingunn. „En það er samt mjög erfitt.“ Heima á Heiðar Már systur sem hlakkar mikið til heim- komu hans, sem verður, ef allt gengur að óskum, í lok maí á svipuðum tíma og fullri með- göngulengd hans lýkur. Þegar styttist í heimferðartíma fara þau væntanlega í foreldra- gistingu vökudeildar og verða meira með drengnum sínum litla. „Þau eru núna aðal- umönnunaraðilar Heiðars Más,“ segir Margrét. „Við hérna á deildinni erum ein- göngu til aðstoðar, nánast á hliðarlínunni.“ Myndarleg undirhaka Ljósmyndari Morgunblaðsins skýtur inn í að í augum ókunnugra sé Heiðar Már agnarsmár, en foreldrarnir, sem hafi fylgst grannt með honum dafna og vaxa dag frá degi, sjái væntanlega mikinn mun á honum miðað við hvern- ig hann var þegar hann fædd- ist. „Jú, heldur betur,“ segir Benedikt Birkir. „Við vorum einmitt að mæla hann áðan og hann hefur lengst um 10,6 cm og þrefaldað þyngdina. Hann er orðinn svo pattaralegur, kominn með myndarlega und- irhöku og stefnir í að verða eins og Michelin-maðurinn. Hann er ótrúlega flottur og duglegur,“ segir faðirinn, stoltur af kraftmikla stráknum sínum. Morgunblaðið/Golli Heiðar Már „Hann er kominn með myndarlega undirhöku og stefnir í að verða eins og Michelin-maðurinn,“ segir stoltur faðirinn. Þrefalt þyngri en við fæðingu og fær bráðum að fara heim Vökudeild Foreldrar Heiðars Más eru hjá honum marga tíma á dag og segja að það sé mjög erfitt að fara frá honum og kveðja hann á kvöldin. 4-5 mánuði á deildinni. Á undan- förnum árum hefur verið unnið að því að útskrifa fyrirbura fyrr heim og er það kallað snemmútskriftir. Þá er barnið útskrifað allt frá þeim tíma sem samsvarar 34 vikum meðgöng- unnar, svo framarlega sem tiltekin skilyrði eru uppfyllt, og er í fram- haldinu í eftirliti. Spurð hvort þeim finnist þau ekki eiga heilmikið í börnunum þegar þau hafa dvalið á deildinni í margar vik- ur svara Margrét og Þórður játandi. „Jú, heldur betur. Þau verða hluti af hópnum. En þó að maður beri til- finningar til þeirra og það læðist tár í augun þegar þau eru kvödd, þá er það auðvitað gleðistund fyrir for- eldra og barn þegar það fer heim. Þetta er auðvitað það sem öll okkar meðferð miðar að; að þau fari heim,“ segir Margrét. Meðalfjöldi barna sem liggja á deildinni er 13-14 börn. Það segir þó lítið um álagið eða þörf fyrir meðferð og hjúkrun. „Mönnunarþörf hjúkr- unarfræðinga og lækna getur t.d. verið jafn mikil hvort sem börnin eru átta eða 18,“ segir Margrét. „Til dæmis þarf barn í öndunarvél með flókna lyfjagjöf í kjölfar aðgerðar 1-2 hjúkrunarfræðinga með sér, auk a.m.k. eins nýburalæknis. Stundum eru fleiri en eitt barn í þessum að- stæðum á deildinni og þá eykst mönnunarþörfin umtalsvert.“ Miklar sveiflur í fjöldanum Þórði og Margréti ber saman um að vinnuálag á deildinni geti verið mikið og Þórður segir að læknar þurfi gjarnan að taka sólarhrings- vaktir. „En þannig er það nánast alls staðar á sjúkrahúsinu, það er ekkert öðruvísi hér en á öðrum deildum,“ segir hann. Er þetta vegna þess að það eru ekki nægilega margir læknar með þessa sérmenntun? „Það er ekki ástæðan. Þeir læknar eru til en það fást ekki heimildir til að bæta við. Það fæst ekki fjármagn til að manna deildina af þeim fjölda lækna sem þarf.“ Er hægt að tala um dæmigerðan dag á vökudeild? „Nei, það er svo sannarlega ekki hægt,“ svarar Mar- grét. „Líklega ekki frekar en á öðr- um deildum Landspítalans. Hérna geta t.d. verið mjög miklar sveiflur í fjölda barna, fæst hafa þau verið fjögur og flest 27. En ef það er eitt- hvað sem við getum gengið út frá er það það að við upplifum reglulega bæði gleði og sorg. Hér deyja börn en hér komast börn líka til betri heilsu og það er miklu algengara.“ Morgunblaðið/Golli Fagfólk Þeim Þórði Þórkelssyni yfirlækni og Margréti Thorlacius hjúkr- unardeildarstjóra finnst þau oft eiga heilmikið í börnunum á deildinni. Margrét segir ýmsar nýjungar á döfinni á vökudeild. „Hingað til hefur fyr- irkomulag þjónustu við þá nýbura sem hafa verið í „smávandræðum“ eft- ir fæðingu, þ.e. þau sem eru með tímabundin vandamál, eru ekki alvar- lega veik en þurfa meiri aðhlynningu en aðrir nýburar, verið þannig að þau hafa komið á vökudeildina og verið þar í 1-3 tíma. Nú verður þessu snúið við og starfsfólk vökudeildar fer til móður og barns á sængur- kvennaganginn og veitir þessa þjónustu,“ segir Margrét. Hún segir að með þessu sé samvera barns og foreldra tryggð með því eftirliti sem metið er nauðsynlegt hverju sinni, en skynjarar nema líðan og líkamsstarfsemi barnsins og upplýsingar birtast jafnóðum á skjáum inni á vökudeild. Verið er setja þetta nýja kerfi upp og vonir standa til að það verði tekið í notkun á næstu vikum. „Þarna verður ekkert rof á tengslamyndun barns við foreldra og þetta er það sem öll þjónusta við þennan hóp gengur út á,“ segir Margrét. Önnur breyting sem fyrirhuguð er á deildinni er innleiðing gjörgæslu- kerfis, sem er sambærilegt við það kerfi sem unnið er eftir á hinum tveimur gjörgæsludeildum Landspítalans. Í því felst að öll skráning verð- ur rafræn og unnin á rafrænum vinnustöðvum sem deildin hefur fengið að gjöf. „Við erum að fara inn í nýja veröld,“ segir Margrét. „Tilgangurinn með þessu eins og öllu öðru er að auka enn frekar öryggi sjúklinganna og bæta meðferð.“ Þá var gjafafé sem deildinni áskotnaðist nýverið nýtt til kaupa á forriti sem reiknar næringarþörf litlu sjúklinganna út frá mörgum þáttum á ná- kvæmari hátt en áður hefur verið gert. Stefnt er að því að það verði tekið í notkun á sama tíma og gjörgæslu- kerfið verður innleitt. Samvera, gjörgæslukerfi og forrit sem reiknar út lyfjagjöf ÝMSAR NÝJUNGAR Á DÖFINNI Á VÖKUDEILD Kringlunni 4c – Sími 568 4900 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Miðnæturopnun í kvöld
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.