Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 38

Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Á pálmasunnudag, 9. apríl, kl. 11 verður hátíðarmessa í tilefni 60 ára vígsluafmælis Neskirkju. Þar verður frumflutt messa eftir Steingrím Þór- hallsson, organista kirkjunnar. Kór Neskirkju, barnakór Neskirkju og Drengjakór Reykjavíkur syngja. „Ég samdi kórverk fyrir þrjá af messuþáttunum og bætti þar inn Drengjakór Reykjavíkur sem ég er að stjórna líka. Svo samdi ég útspil og er sálmurinn sem er notaður síð- ast í messunni uppbygging að org- elstykkinu,“ segir Steingrímur um verkið sem hann segir mjög að- gengilegt, „dansryþmi“ og „poppað“ eru orð sem hann notar til lýsingar á því. Steingrímur hefur verið org- anisti í Neskirkju í 14 ár og langaði til að gera eitthvað í tilefni afmæl- isins. „Það er ekki mikið samið af nýjum verkum í kirkjunum þessa dagana en það er þá helst fyrir svona viðburði,“ segir Steingrímur. Í hátíðarmessunni munu prestar kirkjunnar þjóna og fyrrverandi prestar flytja bænir. Fermingarbarn úr fyrsta fermingarárgangi kirkj- unnar les ritningarlestur sem og fermingarbarn í ár. Hátíðarkaffi verður að messu lokinni. Þá fer sunnudagaskólinn fram á sama tíma og þar verður líka afmælishátíð. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Messuverk Steingrímur Þórhalls- son, organisti Neskirkju. Ný messa flutt á pálmasunnudag  Samin af organista Neskirkju SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sextíu ára vígsluafmæli Neskirkju er fagnað með veglegum hætti í ár. Nes- kirkja stendur við Hagatorg í Vest- urbæ Reykjavíkur og var vígð á pálmasunnudag 1957. En sóknin varð til árið 1940 þegar Reykjavík var skipt upp í fjórar sóknir; Dómkirkju-, Hallgríms-, Laugarnes- og Nessókn. Guðjón Samúelsson húsameistari var fenginn til að teikna Hallgrímskirkju og Lauganeskirkju en í Vest- urbænum var ákveðið að fara aðrar leiðir og efna til samkeppni um hönn- un kirkjunnar. Tillaga Ágústs Páls- sonar arkitekts var valin úr og kynnt almenningi árið 1943. Þá varð uppi fótur og fit en útlit kirkjunnar þótti óhefðbundið og ýmsir sem fundu því allt til foráttu, m.a. sagði Jónas frá Hriflu teikningarnar sýna þyrpingu af kofaræksnum og tóku margir undir þau orð. Leituðu álits erlendis Sr. Skúli Sigurður Ólafsson, sókn- arprestur í Neskirkju, hefur gaman af því að segja blaðamanni þessa sögu. „Alexander Jóhannesson, háskóla- rektor og formaður bygging- arnefndar, tók þessa neikvæðu um- ræðu svo nærri sér að ákveðið var að senda teikningarnar til útlanda til hins þekkta finnska arkitekts, Elíel Saarinen, og óska eftir áliti hans. Sa- arinen fannst teikningarnar frábærar og þegar sú upphefð kom að utan sljákkaði í neikvæðninni,“ segir Skúli. „Neskirkja var fyrsta kirkjan á Ís- landi teiknuð út frá hugmyndum módernismans. Hún var ekki með hefðbundnu kirkjusniði, langskips, forkirkju og turns. Ágúst hannaði kirkju sem er hugsuð fyrir mikið safn- aðarstarf, með kjallara undir öllu og hliðarskipi fyrir ýmiskonar starf- semi.“ Árið 1947 er farið af stað með bygg- inguna og tíu árum síðar er kirkjan vígð. Skúli segir að það hafi tekið fólk langan tíma að venjast kirkjusniðinu. „Það sem mér finnst skemmtilegt er að það sem var á sínum tíma fram- úrstefnulegt og byltingakennt er í dag friðað samkvæmt lögum,“ segir Skúli en ytra útlit Neskirkju var frið- að árið 1990. „Þessi kirkja stendur fyrir tímamót í kirkjubyggingum og verður að einhverju leyti fyrirmynd þeirra kirkna sem seinna rísa og hafa annað snið en þessar klassísku.“ Mikið leitað til kirkjunnar Neskirkja var teiknuð með það í huga að vera bygging fyrir fólkið og í dag er lögð áhersla á að kirkjan sé op- in öllum, enda er starfið í Neskirkju einstaklega líflegt. „Forverar okkar voru starfsmenn í opinberri stofnun sem fengu fólkið til sín en núna hafa forsendurnar breyst og við þurfum að gera ýmislegt til að laða fólk til okkar, við erum komin í svo mikla sam- keppni,“ segir Skúli. Fólk leitar eigi að síður mjög mikið til kirkjunnar að sögn sr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, prests í Neskirkju, sem er nú komin inn í við- talið. „Þessi kirkja á sinn sess í hverf- inu en þegar safnaðarheimilið var tekið í notkun 2004 varð gríðarleg breyting á öllum möguleikum og það er mikið um að vera hérna í allskonar starfi,“ segir Steinunn. Skúli segir jákvætt fyrir kirkjuna að vera í meiri samkeppni um fólkið, það sé hvetjandi að þurfa að hafa fyr- ir hlutunum. Steinunn segir að það verði m.a. til þess að ákvörðun fólks um að nýta sér þjónustu kirkjunnar verði oft ígrundaðri en verið hafi í gegnum tíðina. Spurð hvernig þau sjái fyrir sér framtíð kirkjunnar svarar Steinunn að draumurinn sé að efla tengslin áfram við nærsamfélagið og fá að vera þátttakandi í samfélaginu sem ein af þeim samtökum á svæðinu sem eru opin fyrir fólk. „Við viljum vera eitt af hjörtunum sem slá í þessu hverfi,“ segir Skúli. Eitt af hjörtum hverfisins  Sextíu ára vígsluafmæli Neskirkju á pálmasunnudag  Kirkjubyggingin var mjög umdeild á sín- um tíma  Opin kirkja með líflegt starf  Kirkjan í meiri samkeppni um fólkið  Fjörugt afmælisár Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við altarið Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Sr. Skúli Sigurður Ólafsson með glerglugga eftir Gerði Helgadóttur í bakgrunni. Neskirkja Útlit kirkjunnar var mjög umdeilt á sínum tíma en hún er fyrsta kirkjan á Íslandi sem teiknuð var út frá hugmyndum módernismans. Mikið er um að vera á sextíu ára afmælisárinu en auk þess er 500 ára afmæli siðbót- arinnar sem verður líka haldið upp á. Hátíðarhöld vegna siðabótarinnar hefjast 30. apríl með bjórhátíð sem verð- ur að teljast óvenjulegt fyrir kirkju en saga siðaskiptanna fléttast saman við sögu bjórs- ins. Á bjórkvöldinu verðu farið yfir þá sögu, sungnir bjór- sálmar og boðið upp á bjór- smökkun. Vegna afmælis Neskirkju eru myndlistasýningar í safn- aðarheimilinu en Gretar Reyn- isson sýnir þar nú, samtal verður um listamanninn 14. apríl. Fyrirlestrar um tengsl matar og trúar eru nú í gangi og í haust verður farið í sögu- göngu, margt fleira verður í boði sem vert er að kynna sér. Bjórkvöld í kirkjunni AFMÆLISHÁTÍÐ RECAST SVEFNSÓFI LÆKKAĐ VERĐ 119.900 kr. sófi sem breytist í rúm á augabragði - góð springdýna svefnflötur 140x200 cm Skemill kr. 33.200 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.