Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 40

Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Stýrðu birtunni heima hjá þér MYRKVA GLUGGATJÖLD Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is voru þó Framarar sem komu með hugmyndina að keppa um Íslands- bikar, en „táningunum“ í Fram svall mjög móður eftir sigur á Fótbolta- félagi Reykjavíkur á 17. júní mótinu 1911. Friðþjófur Thorsteinsson, einn frumherjanna í Fram, sagði svo frá í 50 ára afmælisblaði Fram að í kjöl- farið hefði komið fram tillaga á fundi í Fram að nauðsynlegt væri að keppa um bikar á Íslandi að erlendum sið. „Hófum við þá sníkjur til að festa kaup á bikar frá Þýskalandi sem kostaði að mig minnir hvorki meira né minna en 85 krónur. Gekk allvel að safna þeirri upphæð nema hvað síðasti hjallinn reyndist örðugastur. Þegar allir höfðu lagt af mörkum hvað þeir gátu vantaði 1,75 krónur. Þá var gripið til að safna handbærri smámynt, allt niður í einseyringa, svo við gætum fest kaup á gripnum,“ er haft eftir Friðþjófi. Önnur heimild er um að kaupverð gripsins hafi verið hátt á annað hundrað krónur, en í Frambókinni kemur fram að tíma- kaup verkmanna var um þessar mundir 30 aurar. Í reglugerð var kveðið á um að Ís- landsbikarinn ynnist aldrei til eignar og ekki mætti breyta reglunum nema með samþykki Fram. Þá var þar klausa þar sem sagði að útlendingar mættu ekki keppa um Íslandsbik- arinn nema þeir hefðu verið búsettir hér á landi í sex mánuði samfleytt. Spenningur við suðumark Fram og Fótboltafélagið gerðu jafntefli í fyrsta leiknum um bikarinn dýra föstudaginn 28. júní 1912 og skoraði Framarinn Pétur Hoffmann Magnússon fyrsta mark Íslands- mótsins, en Ludvig A. Einarsson jafnaði fyrir FR í síðari hálfleik. Um 500 áhorfendur voru á Íþróttavell- inum við Melana og um leikinn var m.a. skrifað: „Þeir Fram-menn báru íslenska liti í klæðaburði, bláar peys- ur og hvítar brækur, en hinir voru hvítir og svartir.“ Mikil spenna var á síðustu mín- útum þessa fyrsta leiks á Íslands- móti í knattspyrnu og atgangur á báða bóga. Svo sagði meðal annars í Ísafold: „Nú var spenningurinn við suðumark. Hvor flokkurinn ætlar að sigra? Knötturinn í mark einu sinni – og sigurinn var unninn! En sú ánægja veittist hvorugum flokknum. Þeir sveittust við báðir, þutu með knöttinn af allri orku, sóttu á mörkin af heljarákafa. En kom fyrir ekki. Áður en varði kvað við hljóðpípa dómarans. Leiknum var lokið – án þess úr skæri. Félögin sátu með sinn vinninginn hvort. Meistarann vant- aði.“ Leikur einn fyrir aðra eins íþróttagarpa Eyjamenn voru óskrifað blað og spurt var hvað þeir myndu gera gegn Reykjavíkurliðunum, en þeir áttu að leika laugardag og sunnu- dag. Víkur nú sögunni að ferðalagi Eyjamanna og þátttöku þeirra á fyrsta Íslandsmótinu. Að mestu er byggt á grein eftir Árna J. Johnsen, sem birtist í Sjómanninum, Sjó- mannadagsblaði Vestmannaeyja ár- ið 1953 og ber einfaldlega heitið Knattspyrnuförin 1912. Farið var á s.s. „Perví“ til Stokks- eyrar og þaðan átti póstvagninn að flytja hópinn áfram til Reykjavíkur. Hópnum var veittur ágætur beini á skipinu og var mjög glatt á hjalla. Farið var í land á uppskipunarbát, en verið var að skipa út ullarböllum. Til Stokkseyrar var komið upp úr hádegi, en enginn beið þeirra póst- vagninn og var því ákveðið, að til- lögu Jóhanns A. Bjarnasen, að leggja heldur land undir fót og fara fótgangandi þennan stutta spöl upp að Tryggvaskála. „Væri það ekki nema leikur einn fyrir aðra eins íþróttagarpa enda varla sæmandi fyrir slíka kalífa, að hanga aðgerð- arlausir á Stokkseyri og hafast ekk- ert að,“ skrifar Árni. Töldu Eyjamenn að Jóhann væri öllum hnútum kunnugur. Auk þess var hann „stinghaltur eftir áverka er hann, illu heilli, hlaut á síðustu æf- ingunni heima,“ bjóst enginn við, að um langgöngu væri að ræða, en vegalengdin var talin vera um þriggja klukkustunda lestargangur. „Var nú ekki beðið boðanna og lagt af stað með miklum bægsla- gangi, það átti svo sem ekki að taka langan tíma að labba þennan spöl, en kapp er bezt með forsjá og fóru menn smám saman að linast á göng- unni. Aldrei bólaði á fyrirheitna Ævintýri á keppnisför  Eyjamenn tóku þátt í fyrsta Íslandsmótinu í fótbolta fyrir 105 árum  Tóku hestvagna traustataki, syntu í Ölfusá og gengu upp Kambana  Bláir, bólgnir, brákaðir og hrumlaðir eftir fyrsta leikinn SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrstu þættirnir í merkri sögu voru skráðir sumarið 1912 er fyrsta Ís- landsmótið í knattspyrnu fór fram. Leikmenn Fótboltafélags Reykjavík- ur, öðru nafni KR-ingar, urðu meist- arar eftir harða keppni við Fram, en þriðja félagið sem tók þátt í mótinu var lið Knattspyrnufélags Vest- mannaeyja. Núna 105 árum síðar, rúmum þremur vikum fyrir Íslands- mót, er gaman að bera saman að- stæður og umgjörð knattspyrn- unnar. Í þessari samantekt verður þó einkum fjallað um þátttöku Eyja- manna í mótinu og sannarlega var hún ævintýri frá upphafi til enda. För Eyjamanna á mótið mun hafa verið fyrsta keppnisferðin sem um getur í íslenskri knattspyrnusögu og voru Eyjamenn tvo daga á leiðinni frá Eyjum til Reykjavíkur. Ferðin var torsótt, ferðamátinn sérstakur og sannarlega eru vegalengdir afstæðar þegar hugsað er um þægindi nú- tímans, uppákomur og jafnvel gjörn- ingar krydduðu ferðalagið og í því fór ýmislegt öðru vísi en ætlað var. Um leið var ferðin skemmtileg og ævi- langt minnisstæð þeim er þátt tóku. Knattspyrnuíþróttin hafði ekki verið stunduð í ýkja mörg ár hér- lendis er þarna var komið sögu. Fót- boltafélag Reykjavíkur, síðar KR, var stofnað 1899 og Fram árið 1908. Táningunum í Fram svall mjög móður Elstu heimildir um knattspyrnu á landsbyggðinni munu vera frá Vest- mannaeyjum og Ísafirði, en í Eyjum kenndi Björgúlfur Ólafsson læknir bæði knattspyrnu og sund árið 1903. Annars staðar er talað um að fyrsta skipulagða fótboltaæfingin hafi farið fram í Eyjum árið 1906. Stofnfundur Íþróttasambands Ís- lands var haldinn 28. janúar 1912 og stóð ÍSÍ fyrir fyrsta Íslandsmótinu í knattspyrnu síðar það sama ár. Það Í Eyjum Að lokinni æfingu í Lyngfellisdal síðsumars 1906. Á myndinni eru bæði leikmenn og áhorfendur, en að æfingu lokinni var gengið suður í Stórhöfða. Til lands m eð Pervi Heimmeð Ceres REYKJAVÍK STOKKSEYRI SELFOSS Gist á Hótel Reykjavík Gengið upp Kambana Með póstvagni til Reykjavíkur Gist í Tryggvaskála Gangandi og með hestvögnum Kolviðarhóll Kotströnd Ævintýraferð Eyjamanna 1912 Fyrsta Íslandsmótið 
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.