Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 44

Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 44
44 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Verkfæratöskur fyrir rafeindavirkja, rafvirkja og aðra tæknimenn. Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Verkfæratöskur LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Pilot síðan 1937 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Samkvæmt samkomulagi við Vega- gerðina frá árinu 2007 tók Spölur ehf. að sér það verkefni að annast undirbúningsaðgerðir vegna nýrra Hvalfjarðarganga, sem grafin yrðu við hlið núverandi ganga, innar í firðinum. Undirbúningsskýrslunni var skilað í júlí 2008. Þetta var rétt fyrir bankahrunið og öllum áformum um ný göng var síðan slegið á frest. Eins og fram hefur komið í fréttum er umferðin um núverandi göng orð- in svo mikil að göngin eru komin að þolmörkum. Í skýrslunni er ráðgert að í hinum nýju göngum yrðu tvær akreinar. Um þau myndi fara umferð í norður- átt en umferð í suðurátt færi um nú- verandi göng. Forsenda nýrra ganga er tvöföldun Vesturlands- vegar í báðar áttir frá göngunum. Umfangsmiklar jarðfræðirann- sóknir voru gerðar í febrúar-apríl 2008 með borunum upp úr neðsta hluta ganganna. Þetta mun hafa ver- ið í fyrsta skipti í heimum sem slík- um aðferðum var beitt. Sýndu þau gott og traust berg, sem nær allt að 8 metrum hærra upp en áætlað hafði verið við undirbúning og gerð Hval- fjarðarganga 1993-1995. Berglög reyndust sambærileg við berglög sem núverandi göng liggja í. Berg við Hvalfjörð er almennt talið þétt- ara en gengur og gerist í berggrunni Íslands. Í ljósi niðurstaðna borana og hversu vel gekk að grafa göng I er af bergtæknilegum ástæðum talið unnt að botn nýrra ganga verði 15 metr- um hærri en botn núverandi ganga, sem er 160 metrum undir sjávarmáli þar sem hann er dýpstur. Bergveggur milli eldri og nýrri ganga verður að jafnaði 25 metrar. Það er heldur meira en haft er er- lendis þegar grafin eru tvenn sam- hliða göng. Nú stendur hins vegar til að grafa göng samhliða öðrum sem eru í rekstri og því er bilið haft meira. Þá leggja sérfræðingar til að bergþekja verði að lágmarki 30 metra þykk yfir lofti ganga. Í núver- andi göngum er bergþekja 43 metr- ar og því gefur þessi breyting mögu- leika á að hækka botn ganganna. Ný göng verða aðeins lengri en núverandi göng, eða 5.995 metrar á móti 5.762 metrum. Þvergöng verða með 250 metra millibili og munu þjóna sem flótta- leiðir og brunahólf fyrir þá sem yfir- gefa ökutæki í göngunum í neyð- artilfellum. Þvergöng flóttaleiða verður ekki unnt að sprengja að fullu í gegn með núverandi göng í rekstri, svo skila verður eftir haft sem sprengja verður eftir að umferð hefur verið sett á nýju göngin. Hins vegar munu tvenn tengigöng tengj- ast útskotum í núverandi göngum og verður unnt að sprengja þau sam- hliða gerð ganga II. Það var niðurstaða Skipulags- stofnunar sem dagsett var 4. desem- ber 2007 að framkvæmdir við ný gögn væru ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Hvalsgin að forminu til Fram kemur í skýrslunni að Magnús Ólafsson arkitekt hafi hannað form núverandi vegskála eftir tillögu og hugmynd Anders Beitnes. Ætlun þeirra var að opið líktist að forminu til hvalsgini sem stingur sér upp úr sjónum. Þetta útlit þykir vel heppnað og verður útlit nýrra vegskála með sama formi og hinna fyrri. Gera þarf ráð fyrir því að grípa verði til bergþéttinga á köflum í nýj- um göngum, samfara gangagreftri, til að takmarka innrennsli vatns í göngin. Í göngum I varð að stöðva gangagerðina 33 sinnum meðan berg var þétt. Alls var dælt um 365 tonnum af sementi í bergþéttingar- holur eða að meðaltali 66 kílóum fyr- ir hvern metra ganga. Fyrir göng II er gert ráð fyrir sambærilegum fjölda aðgerða. Skýrsluna unnu Hnit verkfræði- stofa, Jarðfræðistofan, Mannvit verkfræðistofa og RTS verk- fræðistofa. Nýju göngin verða innar í Hvalfirði  Botn nýrra ganga verði 15 metrum hærri í jörðu en botn núverandi ganga Ljósmynd/Spölur Núverandi göng Ætlun hönnuðanna var að op ganganna líktist að forminu til hvalsgini sem stingur sér upp úr sjónum. Op nýju ganganna verða eins. Göng á milli Þessi mynd sýnir neyðargöng milli tveggja ganga í Södra Länken í Stokkhólmi. Hún gefur mynd af því hvernig göngin hér geta orðið. Árið 2008 unnu íslenskir verkfræðingar undirbúningsskýrslu fyrir Spöl ehf. um ný göng undir Hvalfjörð Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu hefur fyrsta skrefið að nýjum jarðgöngum verið stigið með því að Vegagerðin samdi við verk- fræðistofuna Mannvit um úttektir og undirbúning vegna ganganna. Að sögn Matthíasar Loftssonar, verkfræðings hjá Mannviti, þarf að endurskoða hönnunina frá 2008. „Breytingar hafa verið gerðar á norska veggangastaðlinum, sem við notum til hliðsjónar við hönnun ís- lenskra vegganga, m.a. vegna stífari krafna um halla ganga og aukinna öryggiskrafna,“ segir Matthías. Mannvit sé nú með í vinnslu end- urskoðun á hönnun nýrra ganga í samvinnu við Vegagerðina, en hefur einnig á fyrri stigum lagt til nokkr- ar breytingar á hönnuninni frá 2008 og uppfært kostnað fyrir Spöl. Byggingarkostnaður nýrra ganga ásamt tengingu við eldri göng er áætlaður rúmlega 13,5 milljarðar króna m/vsk. Eitt af því sem verið er að skoða, að sögn Matthíasar, er hvernig best sé að útfæra tengingar milli gang- anna, sem þá yrðu einnig flótta- og neyðargöng í alvarlegum slysa- tilfellum. Skoða ýmsa möguleika „Það er ekki ákveðið hvaða breyt- ingar verða lagðar til fyrir möguleg ný göng, það er það sem verið er að skoða,“ segir Gísli Eiríksson, verk- fræðingur hjá Vegagerðinni, sem leiðir vinnuna fyrir hönd stofnunar- innar. Í núverandi göngum er hallinn upp að norðan 8% og 7% að sunnan. Þegar athugunin var gerð 2008 voru hönnunarviðmið (norskur staðall) þannig að hámarkshalli væri ekki meiri en 7%. „Nú er búið að breyta þessari við- miðun í norska staðlinum í 5%. Verið er að skoða hvernig hægt sé að fara eftir þeirri viðmiðun.“ Endur- skoða þarf hönnunina Göngin Kröfur hafa verið hertar.  Öryggiskröfur hafa verið hertar Á vegum ráðu- neytisins er að störfum starfs- hópur undir for- ystu Eyjólfs Árna Rafnssonar um fjármögnum stórframkvæmda í samgöngu- málum, segir Ólafur E. Jó- hannsson, að- stoðarmaður Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Þar er verið að skoða þrjár leiðir út frá Reykjavík. Í því plani er m.a. verið að skoða Sundabraut og ný Hvalfjarðargöng ásamt breikkun Vesturlandsvegar upp í Borgarfjörð, að sögn Ólafs. Niðurstaða starfshópsins verður væntanlega kynnt eftir tvo mánuði. Hópnum var m.a. falið að setja fram tillögur um fjármögnun, til dæmis með veggjaldi. Fjármögnun stór- framkvæmda í sam- göngumálum skoðuð Ólafur E. Jóhannsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.