Morgunblaðið - 06.04.2017, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 06.04.2017, Qupperneq 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Síðustu mánuði hef ég fengið á borð til mín tölvupóstsendingar, fyrirspurnir og fengið til mín börn og foreldra í ráðgjöf sem öll eru að leita aðstoðar vegna sama vandamálsins. Þetta tiltekna vanda- mál er mjög viðkvæmt, falið í samfélaginu og erfitt að takast á við þar sem það snertir börn og ungt fólk. Þessir foreldrar leituðu allir til mín áhyggjufullir og ráðþrota fyrir hönd barna sinna í von um að ég gæti mögulega aðstoðað. Á stuttu tímabili fékk ég til mín fjórar ungar efnilegar íþróttastelpur og fann ég mig í kjöl- farið knúna til þess að opna mig um þetta málefni. Allar stúlkurnar komu til mín í ráðgjöf eftir að foreldrar þeirra höfðu haft samband við mig vegna ráðaleysis. Þessar stúlkur áttu það allar sameiginlegt að vera íþróttamenn, á aldrinum 12-16 ára gamlar, komnar í afrekshópa í sinni íþróttagrein, æfa í að lágmarki tvær klukkustundir fjórum sinnum í viku, hafa ekki farið á blæðingar í langan tíma, hættulega léttar og borða í mesta lagi 1.200 hitaeiningar á dag. Eftir að hafa rætt við stúlkurnar komst ég að því að það voru mörg at- riði sem þær áttu annað sameiginlegt hvað varðar undirliggjandi hvatningu þeirra til þess að viðhalda slíkum venjum. Allar voru þær með aðgang að Snapchat, Facebook, Instagram og öðrum samfélags- miðlum. Þá miðla nota þær sem vettvang til þess að fylgjast með fólki sem stundar lík- amsrækt og aðra hreyf- ingu af kappi, fylgjast með og nota ráð sem gefin eru varðandi það hvernig á að grennast, koma í veg fyrir þyngd- araukningu með „réttu mataræði“ og þannig vera heilbrigðari. Skyndilega opnaðist fyrir mér allt annar heimur, allt ann- ar hugsunarháttur og allt annar raunveruleiki. Í spretthlaupskeppni fullorðna fólksins í áttina að „heil- brigðara lífi“ sem grennri einstak- lingar þar sem markaðssetning skyndilausna og öfgafullra aðferða ráða ríkjum … gleymdust börnin. Börnin sem heyra þetta allt líka og taka hlutina mun bókstaflegar en við sem eldri erum vegna skorts á hæfni til þess að greina á milli heilbrigðra aðferða og óheilbrigðra. Margir full- orðnir eiga erfitt með að greina á milli of öfgafullra aðferða, hvað þá börnin. Þessar flottu íþróttastúlkur sögðu mér frá nokkrum ráðum sem þær höfðu heyrt af Snapchat frá heilsu- snöppurum sem þær sögðust styðjast við dags daglega og höfðu enga ástæðu til þess að efast um. Sem dæmi má nefna, ekki borða fyrir æf- ingar því að annars brennir líkaminn ekki fitu á æfingunni, ekki gera hliðar kviðæfingar eða jafnvægisæfingar því að þá verður mittið breiðara, ekki borða pasta því það er svo óhollt, ekki borða sætindi eða annað nema einu sinni í viku á nammidögum, ekki borða brauð og svona mætti lengi telja upp þær ráðleggingar sem þær fylgdu eftir að hafa heyrt talað um þetta á Snapchat. Eru þetta ráð sem þær töldu upp sjálfar og fylgdu eftir með svo mikilli samviskusemi. Vissulega er þetta misskilningur þeirra þar sem markmið íþrótta eru ekki útlitsleg heldur afköst. En hvernig er hægt að ætlast til þess að börnin átti sig á því að það er stór munur á íþróttaiðkun og heilsurækt. Án fræðslu, hvernig eiga börnin að vita að það er himinn og haf þar á milli í ljósi þess að flest ungmenni horfa upp á skyldmenni og vini í hinu sífelda kapphlaupi í átt að grennri og stæltari líkama. Mig langar að minnast hér á þá staðreynd að vissulega er það á ábyrgð foreldra að fylgjast með því sem börnin eru að gera á samfélags- miðlum og auðvitað er ábyrgðin ekki eingöngu á herðum samfélagsmiðla og snappara. En við getum þrátt fyrir það ekki skotist undan þeirri stað- reynd að það eru ekki aðeins for- eldrar sem sjá um uppeldi barnanna. Uppeldi og áhrif koma frá samfélag- inu í heild sinni, skólinn, vinirnir, kennarar, íþróttaþjálfarar og allir þeir sem í lífi barnanna eru. Verða því allir að líta í eigin barm og átta sig á því að þetta er vaxandi alvarlegt vandamál sem snertir alla á einhvern hátt. Glæsilegt íþróttafólk sem ætti að borða mat með það markmið að hámarka árangur er heltekið af því að falla inn í staðalímyndir líkams- ræktanna um fallegan líkama. Sléttur kviður, stór rass og grannvaxinn lík- ami eins og fyrirmyndir þeirra á sam- félagsmiðlum. Börn úr íþróttum sem bera sig saman við líkamsræktarfyr- irmyndirnar sínar sem eru að reyna að leiðbeina fullorðnu fólki sem hafa það markmið að grennast eða bæta heilsu sína. Ráðleggingar sem má nú þegar draga í efa um það hvort séu yfir höfuð heilbrigðar aðferðir. Íþróttastelpur og strákar sem hafa nú þær ranghugmyndir að til þess að ná árangri í sinni íþrótt þurfa þau að borða hinar gullnu 1.500 kcal á dag, vera grönn, með línur milli vöðva og lága fituprósentu. Með þessum skrifum langar mig að vekja foreldra til umhugsunar og vera virkir þátttakendur í íþrótta- iðkun barna sinna. Vera opin fyrir umræðum um líkamsímynd, matar- æði og annarri umræðu sem fer fram á æfingum og á samfélagsmiðlum. Margar þær ranghugmyndir sem minnst var á hér að ofan er hægt að koma í veg fyrir með opnum sam- skiptum. Unga íþróttafólkið okkar og áhrif samfélags og fjölmiðla Eftir Önnu Þorsteinsdóttur » Í kapphlaupi okkar fullorðna fólksins í átt að grennri líkama og bættri heilsu virðist sem við höfum gleymt unga íþróttafólkinu okkar. Anna Þorsteinsdóttir Höfundur er íþróttafræðingur. annathorsteinsdottir@simnet.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendi- kerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá klukkan. 8-18. mbl.is alltaf - allstaðar Ferming 2017 Þar sem úrvalið er af umgjörðum Fagmennska fyrst og fremst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.