Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 55

Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 55
UMRÆÐAN 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Þann 1. apríl sl. voru 80 ár liðin frá því Ríkisútgáfa námsbóka var stofnuð. Líkt og í aðdraganda laga- setningar um þá stofnun hefur um- ræða um fyrirkomulag útgáfu námsgagna fyrir grunnskóla verið áberandi undanfarið. Fagna ber opinberri umræðu um útgáfu námsefnis fyrir grunnskóla sem vekur athygli á þörfinni fyrir enn betri námsgögn til góðs fyrir nem- endur, kennara og þjóðfélagið í heild sinni. Mikilvægt er þó að fjallað sé með hlutlægum hætti um þetta mikilvæga málefni. Gerð og gæði námsgagna Lögum samkvæmt sér Mennta- málastofnun um útgáfu námsgagna fyrir grunnskóla og dreifir þeim án endurgjalds til grunnskóla lands- ins. Tók stofnunin við verkefnum Námsgagnastofnunar sem áður hafði þetta hlutverk. Námsefni er ekki samið af starfsmönnum stofn- unarinnar heldur nýtur hún liðsinn- is fjölda námsefnishöfunda, teikn- ara og annars fagfólks við námsgagnagerð. Við samningu og staðfærslu námsefnis er farið eftir viðmiðum sem sett eru fram í námskrá af mennta- og menningarmálaráðu- neyti hverju sinni og fjallað er um í gátlista Menntamálastofnunar. Stuðst er við faghópa í hverri námsgrein fyrir sig, ritstjórar fylgja efninu frá upphafi til enda, vinna með höfundum, teiknurum og þýðendum og allt námsefni er síðan lesið yfir af sérfræðingum til þess að tryggja að gæði þess séu full- nægjandi áður en að útgáfu kemur. Ekki má heldur gleyma því að Menntamálastofnun hefur í gegn- um tíðina fengið talsvert efni frá ís- lenskum bókaútgáfum til afnota í námsbækur. Meðal þess sem haldið hefur ver- ið fram í opinberri umræðu er að gæði námsefnis á Íslandi séu minni en annars staðar og að ein helsta ástæða fyrir slakri lestrarkunnáttu íslenskra skólabarna sé sú stað- reynd að á Íslandi er ríkisrekin námsbókaútgáfa fyrir grunnskóla- stigið. Ekki hafa verið færð nein haldbær rök né lögð fram gögn eða rannsóknir sem renna stoðum und- ir þessa fullyrðingu. Væntingar um að breytingar á rekstrarformi námsgagnaútgáfu hafi í för með sér viðsnún- ing í námsárangri byggjast á vafasöm- um forsendum. Markaður fyrir námsgögn í grunnskólum Menntamálastofnun dreifir árlega um 500.000 eintökum námsefnis til grunn- skóla landsins. Til að standa straum af kostnaði við dreifing- una hefur stofnunin til umráða um 300 milljónir króna sem þýðir að meðalverð hvers eintaks er um 600 krónur. Innifalið í þeirri tölu er allt utanumhald, framleiðsla, birgða- hald, dreifing, sendingarkostnaður og annar kostnaður sem hlýst af útgáfunni. Grunnskólanemendur eru um 45 þúsund talsins á hverj- um tíma og er því beinn kostnaður við námsefnisútgáfu fyrir hvern nemanda á bilinu 6.500 til 7.000 krónur á ári. Ætla má að velta á íslenskum bókamarkaði á árinu 2016 hafi ver- ið á bilinu 5-6 milljarðar króna. Þegar litið er til þess fjármagns sem Menntamálastofnun hefur að spila úr til nýrrar útgáfu er hlutur stofnunarinnar af veltu á bóka- markaði líklega um 5%. Ekki verð- ur séð að þessi hlutur muni skipta sköpum fyrir afkomu bókaútgef- enda almennt. Þegar talað er um markað þarf að skilgreina hverjir eru kaup- endur og seljendur. Það er ekki augljóst í tilviki námsgagna. Ef breyta á rekstrarfyrirkomulagi námsgagnaútgáfu þarf þannig að svara því hverjir eiga að kaupa námsgögnin. Eru það nemendur/ foreldrar, skólar, sveitarfélög eða ríkið? Einnig þarf að svara því hvaða kröfur á að gera til seljenda. Á að velja einn eða fáa, t.d. með út- boði, eða á markaðurinn að vera opinn eins og á framhalds- skólastigi. Að hverju ber að huga við útgáfu námsefnis? Þegar rætt er um hvernig best er að haga útgáfu námsefnis fyrir grunnskóla á litlu málsvæði eins og Íslandi er að mörgu að huga. Einn- ig er námsefni ætíð samofið sýn á menningu og sögu. Í fyrsta lagi er mikilvægt að gæta þess að aðgengi að námsefni sé jafnt fyrir alla. Það felur í sér að allir grunnskólanemendur á Íslandi eiga að geta gengið að nauðsynlegu námsefni án tillits til efnahags. Í öðru lagi er mikilvægt að öllum greinum sé sinnt, hvort sem um er að ræða minni greinar, svo sem list- og verkgreinar, eða stærri greinar eins og íslensku, stærð- fræði, dönsku, ensku og náttúru- fræði. Menntamálastofnun gefur út námsefni í um 25 mismunandi greinum sem sumum er dreift í af- ar litlum upplögum. Í þriðja lagi þarf að gæta þess að námsgagnaútgáfa tekur nú miklum breytingum með þróun upplýs- ingatækni og rafrænni útgáfu. Fylgjast þarf vel með framförum í kennslufræði og tækni. Mennta- málastofnun gefur nú nánast allt nýtt efni einnig út á rafrænu formi án endurgjalds. Mikil tilraunastarf- semi fer fram með mismunandi raf- ræn form, flettibækur, gagnvirkar bækur og vefsíður. Í fjórða lagi er námsefni samofið kennslufræði og þeim aðferðum sem beitt er við kennslu. Þessu fylgir að huga þarf að kennsluleið- beiningum svo að kennarar geti nýtt sér námsefni sem skyldi. Hjá Menntamálastofnun er mikil áhersla lögð á kennsluleiðbeiningar hvort sem um er að ræða fyrir efni sem er frumsamið eða þýtt. Framtíðin Nýverið sendi Menntamálastofn- un mennta- og menningarmála- ráðuneytinu minnisblað þar sem bent er á að mikilvægt sé að ráðist verði í framtíðarstefnumótun um námsefnisgerð. Þar verði tekin af- staða m.a. til hlutverks ríkisins, Menntamálastofnunar og einka- aðila varðandi námsgagnaútgáfu. Mikilvægt er að sú stefnumót- unarvinna sem framundan er í þessum málaflokki verði unnin á grundvelli áreiðanlegrar greiningar og upplýsinga svo framtíðarskipu- lag námsefnisútgáfu fyrir grunn- skóla á Íslandi taki mið af þörfum nemenda og skóla fyrir gott náms- efni en ekki fyrirframgefnum svör- um. Þegar þeir Vilmundur Jónsson landlæknir og Jónas frá Hriflu tóku sæti í stjórn Ríkisútgáfu námsbóka fyrir réttum 80 árum voru aðstæður vissulega aðrar en átakapunktarnir um fyrirkomulag námsgagnaútgáfu ef til vill ekki svo ólíkir. Vonandi hefur umræðunni um stefnu og áherslur í menntun eitthvað farið fram. Ríkisútgáfa námsbóka Eftir Arnór Guðmundsson og Erling Ragnar Erlingsson Arnór Guðmundsson »Mikilvægt er að sú stefnumótunarvinna sem framundan er í þessum málaflokki verði unnin á grundvelli áreiðanlegrar grein- ingar og upplýsinga. Arnór er forstjóri Mennta- málastofnunar. Erling Ragnar er sviðsstjóri Miðlunarsviðs Mennta- málastofnunar. Erling Ragnar Erlingsson Við berum út áskoranir með markpósti til þeirra sem eru til í nánast hvað sem er 16 -2 68 8 – H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.