Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 58

Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Marta María martamaria@mbl.is Aðspurð hvers vegna hún hafi ákveðið að segja upp ritstjórastarfi til að læra innanhússhönnun segir hún að vinna hennar og áhugamál hafi þróast í þessa átt. „Að taka næsta skref og gera meira með það sem ég hafði til- einkað mér og lært. Áhugi minn á heimilinu sem stofnun, útliti og yf- irbragði þess í því að heimilisfólki líði vel hefur alltaf blundað í mér. Mér fannst ég hafa tækifæri til að vinna á víðari vettvangi og að fjöl- breyttari verkefnum með því að fara í nám og því sé ég aldrei eftir,“ segir hún. Þegar Halla Bára er spurð að því hvað hún leitist við að fanga í sinni hönnun segir hún að heimilið þurfi að vera eðlilegt – ekki einhver draumur. „Að svara spurningunni … hvað lætur okkur líða vel í umhverfinu heima sem og á þeim stöðum þar sem við eyðum tímanum okkar? Hvernig getur þátturinn „hönnun tekið þátt í því? Við lendum oft í því að eltast við hluti sem eru frekar einhver draumur um sjálf okkur en raunveruleiki. Það á allt að vera svo æðislegt frekar en eðlilegt. Það sem er spennandi í hönnun sem snýr að nánu umhverfi okkar er hvernig má uppfæra það sem er eðlilegt, þróa það og breyta. Það þarf að vera pláss fyrir fólk og þarfir þess í hönnuninni,“ segir hún. Nú halda margir að innanhúss- hönnuðir vilji bara raða rándýrum hlutum saman, þú ert ekki alveg stödd þar eða hvað? „Já, líklega er það rétt að ein- hverjir hugsi á þann hátt því alltof margir líta á innanhússhönnun sem hobbí frekar en mikilvæga grein í því að skapa mannlegt umhverfi – umhverfi sem tekur mið af mann- inum og þörfum hans. Frá upphafi verks ætti að huga að hugtökunum vellíðan, fegurð, hamingja, þægindi og andrúmsloft þegar kemur að því að setja saman og hanna umhverfi fyrir heimili. Þetta snertir fólk and- lega og líkamlega og er hluti af því að heimilið sé hlýlegt og afslappað, vingjarnlegt og umvefjandi. Ég aðhyllist þá hugsun að vinna með það sem þú hefur! Þú skapar ekki persónulegt og hlýlegt um- hverfi á annan hátt en að nota það sem skiptir fólk máli og hefur þýð- ingu í sögu þess og lífi. Þá er ég ekki að tala um að engu megi breyta og bæta við, þvert á móti, heldur blanda og púsla saman. Ég á mjög erfitt með heimili sem taka ham- skiptum með reglulegu árabili. Þau ná mér engan veginn.“ Getur þú lýst þínum stíl? „Í einu orði: Persónulegur. Það er hugtakið sem ég vinn með heima hjá mér og fyrir aðra. Ég og maðurinn minn, Gunnar Sverrisson ljósmynd- ari, erum með mjög blandaðan stíl og mixum óhikað saman. Óvæntir hlutir sem lenda saman skapa áhugaverðan pól og gefa leyfi á að nota allt sem manni þykir fallegt. Ég er ekki mikið fyrir fastar inn- réttingar en þær eru nauðsynlegar upp að ákveðnu marki. Það þarf allt- af að vera hæfilega mikið af skápa- og geymsluplássi svo allt virki. Ég er talsmaður þess. En innréttingar eiga ekki að vera aðalatriðið og góð- ur innanhússarkitekt er algjörlega á því líka, enda leikur hann leikinn mun lengra í að vinna með fólki og hugsa næsta skref í hönnuninni. Ef ekki þá er hlutur innréttinga orðinn svo dýr í öllu hönnunarferlinu að allt annað skortir því svo miklu var eytt í þær. Hér er ég smá hvassyrt en þetta er staðreynd. Ég er á þeirri skoðun að það sé hægt að búa smátt og kósí ef gott er að koma öllu sínu hag- anlega fyrir og allt á sér sinn stað. En þegar innréttingar eru hreinlega aðalatriðið, skortir margt upp á til að heimilið virki sem skyldi þegar kemur að andlega og tilfinningalega þættinum. Innanhússhönnun verður bara eitt atriði á tossalistanum sem beðið er eftir að geta krotað yfir til að líta á sem lokið, en slíkt verk klárast aldrei og á ekki að gera það. Mér finnst þessi myndlíking mjög góð: Þetta er eins og að rugla saman hrá- efnalista í uppskrift og halda að hann sé máltíðin. Það þarf að blanda hráefnunum saman svo úr verði góður matur.“ Hvað er fólk yfirleitt að vesenast með inni á eigin heimilum? „Að ná fram góðu yfirbragði og andrúmslofti því fólki finnst skorta eitthvert jafnvægi til að allt virki. Það leitar en áttar sig ekki á því hvað vantar. Þetta er einfaldlega næmi fyrir umhverfinu sínu og áhugi. Svo er þetta mikið aðstoð við litaval og breytingar á einstaka her- bergjum eins og eldhúsi og baðher- bergi.“ Fyrir hverju fellur þú þegar þú ert að vinna með heimili? „Alltaf því sama; persónulegri umgjörð, hvort sem það er minimal eða maximal – sögunni og að sjá heimilisfólk í umhverfinu. Heimili án sálar eru ekki aðlaðandi, sömu- leiðis of praktísk heimili, hagkvæm, slétt og felld, engar misfellur. Mis- fellurnar skipta máli og sýna orku og ástríðu, það að heimilið verður aldrei fullkomið, og á ekki að vera það, þegar kemur að útlitinu. Heim- ili á aldrei að vera eins og ljósmynd í meðalgóðum húsgagnabæklingi.“ Hvernig eru verkefnin sem þú hefur verið að vinna að? „Heimili, hótel, íbúðahótel, skrif- stofur, fyrir sjálfa mig og aðra. Þetta eru fjölbreytt verkefni en ég vinn þau alltaf út frá sama útgangs- punktinum – þessari nálgun að finna út og skoða hvað það er sem hentar lífi fólks og hvernig því líður í um- hverfinu. Ég nota mjög sjaldan hug- takið að hanna í kringum það sem ég geri, því nánast allt í kringum okkur er hannað. Orðið hönnun er of mikið notað að mínu mati í yfir- borðskenndri merkingu, „þetta er svona hönnun heyrist oft. Hönnun er að hanna, það er ferli að skapa og búa til, ekki hugtak yfir fagur- fræði“. Nú ætlar þú fljótlega að vera les- endum Smartlands innan handar með innanhússráðgjöf og leyfa þeim að senda inn spurningar. Getur þú sagt mér hver hugmyndin er á bak við það? „Áhugi og vilji til að allir hafi að- gang að þeim möguleika að leita sér smá aðstoðar þegar kemur að útliti og yfirbragði heimilisins óháð fjár- hag. Það er oft svo lítið sem þarf til að aðstoða fólk og breyta miklu. Bara önnur sýn, reynsla, engin bylt- ing, hvatning, staðfesting á hug- myndum annarra. Slíkt er ekki ein- göngu fyrir þá sem hafa rýmri fjárráð, heldur alla sem hafa áhuga á heimilinu sínu.“ Fáránlegt að eyða of miklu í innréttingar Halla Bára Gestsdóttir rit- stýrði íslenskum hönn- unarblöðum eins og Lifun og Veggfóðri áður en hún ákvað að læra innanhúss- hönnun í Mílanó á Ítalíu. Halla Bára segir að heimili verði að vera persónuleg. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Persónulegt Halla Bára Gestsdóttir er innanhússhönnuður með meistarapróf. Hún segir að fólk þurfi að nota það sem það á. Starfsmannafatnaðu fyrir hótel og veitingahú Höfðabakka 9, 110 Reykjavík Sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið • Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina • Þvottahúsið • Sérverslunina Rúmföt og handklæð fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjór r s i nandann 85 ÁRA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.