Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 74

Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 74
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á björtum sumardegi er fátt sem jafnast á við að láta fara vel um sig úti á fallegum sólpalli. Börnin leika sér í góða veðrinu, makinn stendur vaktina við grillið og best af öllu ef má smeygja sér ofan í heitan pott og finna vöðvahnútana hverfa úr öxl- unum á meðan hlustað er á fugla- sönginn. Fáir eru jafn fróðir um pallasmíði og Renzo Gústaf Passaro en hann er verslunarstjóri timbursölu BYKO. Hann segir að sala á efni til palla- gerðar hafi minnkað við hrunið, en hafi tekið að glæðast um leið og hin svokallaða leiðrétting kom. „Þá virð- ist fólk hafa fengið ákveðna vissu um framhaldið og að óhætt væri að setja pening í að búa til sælureit fyrir fjöl- skylduna í garðinum.“ Asískur eðalviður Pallarnir virðast fara stækkandi eftir því sem hagur þjóðarinnar vænkast og segir Renzo að þessa þróun hafi mátt sjá á allra síðustu árum. Með betri efnahag leyfir fólk sér líka veglegri palla og dýrari efni. „Við sjáum hér í timbursölunni að fleiri velja að fara aðra leið en í klassíska grænleita furupallinn. Bæði er fólk að velja breiðari fjalir til að fá annað útlit, en líka að smíða sér palla úr dýrara timbri s.s. lerki, sem er í milliverðflokki, eða bang- kirai sem getur kostað margfalt á við furuna.“ Fyrir þá sem ekki þekkja fram- andi viðartegundir þá vex bangkirai í Asíu og eru fjalirnar koníaksbrúnar á lit. „Þetta er endingargóður harð- viður og er seldur rásaður til að gefa aukna hálkuvörn. Metrinn af bang- kirai kostar 1.395 kr. á meðan metri af furu kostar 325 kr. og er því verð- munurinn töluverður.“ Ennþá dýrara er síðan að nota plastefni á pallinn, en plastið hefur þann kost að vera hér um bil við- haldsfrítt og mjög slitsterkt. „Plast- ið verður oft fyrir valinu á þeim stöð- um þar sem mikill umgangur er á pallinum, s.s. við hótel og veit- ingastaði og hægt að velja um þrjá liti: brúnan, ljósgráan og dökkgrá- an.“ Plastfjalirnar hafa timburáferð nota hann, og reiknar líka efn- iskostnaðinn út gróflega. „Þeir sem hyggja á pallasmíði ættu líka að skoða Sumarhandbók BYKO á heimasíðu okkar en þar er á ferðinni rit sneisafullt af gagnlegum upplýs- ingum um pallasmíðina og ýmislegt fleira tengt garðinum og heimilinu.“ Renzo segir vorið góðan tíma til að smíða pallinn til að geta haft afnot af honum allt sumarið. Þeir sem eru handlagnir og duglegir geta smíðað eigin pall en Renzo varar við að mis- tökin geti reynst dýrkeypt og synd að kosta til vinnu og timbri í pall sem er byrjaður að síga á hliðina eða gliðna í sundur næsta sumar. „Sum- arhandbókin getur hjálpað, og líka hægt að komast langt á YouTube- myndböndum. Lykillinn að fallegum palli, hvort sem maður smíðar hann sjálfur eða ekki, er að vinna heima- vinnuna sína.“ Gott viðhald borgar sig Hluti af heimavinnunni er að vita hvaða viðhald pallurinn þarf. Segir Renzo að þumalputtareglan sé að bera á viðinn á eins til tveggja ára fresti. „Ef lengri tími er látinn líða á milli aukast líkurnar á að þurfi að fara að pússa pallinn upp og hafa mikið fyrir því að gera hann fallegan á ný.“ Viðurinn má ekki vera rakur þeg- ar borið er á og helst þarf að velja tíma þar sem von er á þurru veðri næstu dagana á eftir. „Að bera á pallinn er fljótgert, og ef þessu við- haldi er sinnt reglulega tekur við- urinn minna í sig í hvert sinn svo að enga stund tekur að pensla.“ Plastið hentugt þar sem umgangur er mikill Bangkirai er skemmtilegur viður á pallinn en kostar líka sitt. Pallur úr plastfjölum hefur stílhreint yfirbragð og þarf næstum ekkert viðhald. öðrum megin en eru rásaðar hinum megin og má því breyta áferð og út- liti pallsins með því að velja hvor hliðin snýr upp. „Plastið er líka fest niður með smellum og því sjást eng- ar festingar, sem gefur stílhreint yf- irbragð.“ Friður og skjól Þegar pallurinn er reistur þarf að smíða veggi, ýmist til að skapa skjól frá vindum, skapa næði, eða einfald- lega til að búa til fallega umgjörð. Þarf að vanda til verka við hönn- unina og geta viðskiptavinir BYKO leitað til landslagsarkitekts sem ger- ir tillögur að palli með tilliti til ríkjandi vindátta og birtuskilyrða. „Ef á t.d. að gera langan skjólvegg er ágætt að nota trappaða hönnun til að gefa aukinn stöðugleika. Það ger- ir vegginn vindstífan svo hann lætur ekki undan, jafnvel í verstu veðr- um.“ Renzo segir skjólveggina þurfa að hleypa að nægilegri sól og ekki skemma fallegar sjónlínur frá heim- ilinu. „Það er ekki gaman að hafa fyrir því að smíða pall og uppgötva svo að minni sólar nýtur í sælureit- num.“ Gagnleg reiknivél Gott fyrsta skref er, að sögn Renzo, að fara inn á heimasíðu BYKO og finna þar sólpall- areiknivél. Reiknivélin hjálpar m.a. til að áætla hversu stór pallurinn þarf að vera, miðað við hvernig á að Flottheit „Metrinn af bangkirai kostar 1.395 kr. á meðan metri af furu kostar 325 kr.,“ segir Renzo Gústaf Passaro. Gagn Skjólveggir verða að hleypa nægilegri birtu í garðinn og þola rokið. Tíska Æ fleiri velja að klæða sólpall heimilisins með breiðari fjölum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 VORVERKIN Garðhús eykur geymsluplássið Ágætt er að leita ráða og inn- blásturs víða og kvikna þá oft hugmyndir að sniðugum lausnum. Renzo nefnir sem dæmi að með því að smíða yf- irbyggt innskot fyrir grillið megi lengja grilltímabilið og jafnvel grilla allt árið um kring án nokkurra vand- kvæða. Smíðuð geymslubox geta líka nýst vel sem hirsla undir sessur og garðleikföng svo ekki þurfi að fylla bílskúr- inn og háaloftið. „Garðhúsin eru valkostur sem fólk ætti að skoða, sérstaklega ef vantar aukageymslu. Með garðhúsi má bæta nokkrum ódýrum fermetrum við heimilið og nota til að geyma t.d. reiðhjól og garðáhöld.“ Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Fyrirbyggir exem • Betri og sterkari fætur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.