Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 78

Morgunblaðið - 06.04.2017, Page 78
78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is „Það er sniðugt að fara að huga að trjáplöntum og klippingu á þeim. Þetta er svo góður tími til að sjá hvernig runnar eru vaxnir,“ segir Guð- ríður Helgadóttir, sem landsmenn kannast væntanlega flestir við sem Gurrí úr sjónvarpsþáttunum Í garð- inum heima. Ekkert sé þó að því að bíða með klippingu þar til plönturnar eru laufg- aðar. „En kosturinn við að gera þetta núna er að þá sér maður svo vel hvernig greinasetningin er á plönt- unum.“ Gurrí nefnir sem dæmi að liggi einhverjar greinar í kross sé um að gera að fjarlægja þær greinar sem nuddist saman. „Eins ef það er kal í runnunum, þá er um að gera að klippa það í burtu.“ Þessi tími vors- ins, þegar greinarnar eru enn berar, er líka að hennar sögn, góður tími til að móta vaxtalagið plantnanna, til að mynda til að klippa limgerði í fallega A-lögun. Gömlu greinarnar klipptar á blómstrandi runnum Ekki á þó að klippa allar trjá- plöntur með sama hætti. „Sumar plöntur klippir maður þannig að nýj- ustu greinarnar eru klipptar utan af,“ segir Gurrí og kveður slíka klippingu henta limgerðispöntum á borð við víði og mispil. „Síðan eru það plönturnar sem blómstra á greinarnar sem uxu fram í fyrra. Þær klippir maður ekki með sama hætti.“ Blómstrandi runna á borð við snæ- kórónu, sírenu og ýmsar kvistplöntur á borð við Japanskvist og birkikvist eigi að klippa með því að fara inn í runnana og grisja elstu greinarnar frá. „Því það eru yfirleitt 1-3 ára gamlar greinar sem blómstra mest. Þess vegna tekur maður gömlu gráu greinarnar í burtu og opnar runnann um leið betur. Þá kemst birtan lengra ofan í plöntuna, sem laufgast betur og við fáum mjög fína blómgun.“ Sé klippt ofan af slíkum runnum, sem vissulega þurfi að gera einstöku sinnum, enda geti þær orðið stórar og miklar um sig, komi engin blóm á þann runna fyrr en að ári. Gurrí nefn- ir hansrósina sem dæmi. „Þær eru einmitt afskaplega fallegar í blóma og blómstra á fyrra árs sprota, en geta orðið afskaplega stórar um sig, svo ekki sé nú minnst á þyrnana.“ Alltaf hætta á næturfrosti á Íslandi Ekki þarf að láta staðar numið eft- ir runnaklippingu hvað vorverkin varðar, því það er í góðu lagi að hefj- ast handa við að þrífa beðin. „Núna er til dæmis frábær tími til að hreinsa beð í kringum limgerði og jafnvel að fara að huga að illgresi,“ segir Gurrí. Skriðsóley og ýmislegt annað illgresi hefur enda notað sér hversu milt veðrið hefur verið til að fara af stað. Gurrí segir einnig henta vel að sinna kantskurði núna. „Því maður sér svo vel hvernig kanturinn liggur. Það er líka auðvelt að ná torfinu upp ef maður þarf að taka svolítið af því.“ Sömuleiðis má laufhreinsa beðin. Hún segir þó ekki borga sig að vera of duglegur í hreinsunarstarfinu, heldur leyfa laufinu að liggja lengur í kringum viðkvæmar plöntur. „Það þarf alltaf að óttast næturfrost á Ís- landi, það hefur reynslan kennt okkur. Þannig að ef við erum með mjög viðkvæmar uppáhaldstegundir, eins og til dæmis viðkvæmar austur- lenskar bóndarósir, borgar sig að leyfa blöðum að liggja ofan á þeim að- eins lengur fram eftir vorinu og jafn- vel alveg fram í maí.“ Það sama gildi um sígrænar blaðfallegar plöntur, sem geti verið viðkvæmar fyrir næt- urfrosti. Ekki borgi sig heldur að taka strax hlífar af þeim plöntum sem hafi feng- ið vetrarskýlingu, t.d. lyngrósum eða rósum. „Ef fólk getur ekki beðið eftir að taka hlífina af er ekki úr vegi að eiga góða kippu af akrýldúk og vera viðbúinn að stökkva út og breiða yfir þessar elskur ef það á að kólna veru- lega eða ef von er á næturfrosti,“ seg- ir hún. Spurð hvort hægt sé að verja töfratré eða kirsuberjatré í blóma gegn slíku kuldakasti segir Gurrí það líklega fara eftir stærð trésins. „Ég myndi þó ekki hika við að henda akrýldúk yfir uppáhalds kirsuberja- tréð mitt og reyna að binda hann ut- an um stofninn ef að ég sæi að það væri allt í blóma. Það myndi vonandi virka en ég gæti þó ekki treyst því 100%.“ Garðúðarinn getur verið góð vörn gegn næturfrosti Erfiðara er að verja heilan garð sem kominn er af stað. „Maður veit nefnilega aldrei í garðyrkjunni. Við höfum við svo oft upplifað ofsalega góð vor og svo kemur einhver dagur í maí þegar skyndilega kemur mikill kuldi og plönturnar fara illa. Það er lítið hægt að gerast til að verjast slíku og stundum þarf maður bara að bíta á jaxlinn.“ Besta ráðið sé að fylgjast með veðurfarinu og vera með yf- irbreiðslur eða fötur til að geta varið uppáhaldsplönturnar. „Ein málning- arfata sem er sett yfir uppáhalds- bóndarósina yfir frostnóttu getur þannig gert gæfumuninn. Sá sem vill reyna að verja garðinn í heild sinni á þó þann möguleika morguninn eftir næturfrost að stökkva út áður en sólin kemur upp og setja garðúðarann af stað og láta hann ganga þar til sólin er komin upp og ekki er lengur frost. „Þetta hafa menn stundum gert í garðyrkjunni ef það gerir næturfrost. Þá erum við að láta plönturnar þiðna hægt,“ segir Gurrí. Myndist hins vegar klaki á plöntunum þarf að láta úðarann ganga allt þar til klakinn er alveg horfinn og má með því móti draga úr líkum á skemmdum, því annars springa frumurnar í plöntuvefjunum. Tími vorlaukanna að koma Fyrstu garðverkin þurfa ekki öll að vinnast úti í garði, því nú nálgast einnig sá tími að hefja megi ýmiss konar forræktun fyrir garðinn. „Það er til dæmis gaman að fá sér vor- lauka sem eru einmitt núna komnir í margar verslanir,“ segir Gurrí og nefnir dalíulauka sem dæmi um plöntur sem gaman er að rækta sjálf- ur. „Það má fara að setja þessa lauka í pott fljótlega,“ segir hún og útskýrir að dagarnir í kringum páska séu heppilegur tími til að hefja for- ræktun á vorlaukunum. „Þeir eru aldir upp inni, helst í gróðurhúsi, en annars á björtum stað inni þar sem ekki er of hátt hitastig. Þegar hlýnar í veðri upp úr miðjum maí er hægt að fara að herða þessar plöntur ef veður leyfir með því að setja þær út þegar hlýtt er og taka þær svo inn yfir nótt- ina,“ segir Gurrí og útskýrir að þann- ig séu þær smám saman vandar við lægra hitastig. „Þetta eru plönturnar sem verða svo stórar og flottar og blómstra ótrúlegum blómum yfir sumarið.“ Sáðbakkræktun á kál- og salatteg- undum má einnig hefja fljótlega. „Það er fínt að sá fyrir þeim í apríl og nota síðan síðustu tvær vikurnar í apríl og fyrstu vikurnar maí til að ala plönturnar upp og herða þær,“ segir hún. „Það er um að gera að skoða fræúrvalið og fara að koma sér upp slíku.“ Þeir sem búa hins vegar svo vel að vera með vermireit í garðinum hjá sér geta síðan farið að sá fyrir gulrót- um strax í byrjun maí. Þá geta þeir sömuleiðis farið að setja matjurtir í vermireitinn, þar sem hægt er að út- búa lítið gróðurhús á reitnum með því að breiða glært plast þar ofan á. „Það munar alveg helling að græða þarna fjórar vikur sem plönturnar eru í birtunni. Fyrir vikið eru þær að gefa miklu fyrr af sér og maður getur þá fengið salat um mánaðamótin maí-júní í stað þess að þurfa að bíða næstu mánaðamóta.“ Þó að það sé alltaf gaman að velja skrautlegt safn sum- arblóma í garðyrkjustöðvum í byrjun sumars er líka hægt að nota sáðbakka til að rækta eig- in sumarblóm. Of seint er að sá fyrir stjúpum, silfurkambi eða ljónsmunna þetta árið, enda þarf að sá fyrir þeim í lok janúar eða í byrjun febrúar. Þeir sem vilja sá fyrir eigin sumarblómum geta hins vegar vel sáð fyrir morgunfrúm, flauelsblómum, brúðarauga eða skrautnál, sem bíða má með fram í apríl. „Síðan getur verið gaman að setja skjaldfléttu í potta,“ segir Gurrí. „Það er gaman að leyfa krökkum að taka þátt í þeirri ræktun, því að fræið er svo stórt og fljótt að spíra að það er spennandi fyrir litla krakka að fylgjast með því þegar blómið kemur upp.“ Garðeigendur kannast væntanlega margir við það að ekki hafi öll blóm lagst í vetrardvala í þessu milda veðri. Stjúpur og bellissar hafi jafnvel haldið áfram að blómstra og sýni sig bara býsna bratta eftir veturinn. Gurrí segir slíkar plöntur líklegar til að halda sínu striki næsta sumar, svo framarlega sem ekki komi brunagaddur næstu vikur. „Stjúpur eru tvíærar,“ segir hún. „Síðan er að öllum líkindum eitthvað af þessu sáð- plöntur frá því í fyrra sem hafa notið góðs af svona mildum vetri. Stjúp- ur eru fljótar að blómstra og eru að blómstra allt sumarið, þannig að þær fara að mynda fræ um leið og fyrstu blómin þroskast.“ Hún segir slíkar sáðplöntur oft verða mjög skemmtilegar útlits. „Maður veit aldrei hverjir foreldrarnir eru, þannig að það geta komið mjög skræpóttir og skemmtilegir litir.“ Standi plönturnar hins vegar mjög þétt þegar sumarið nálgast sé um að gera að vera ófeimin við að grisja og flytja þær til. „Ef þær verða of margar á litlu plássi verður bæði plantan pínulítil og svo verða blómin líka lítil. Með því að grisja að- eins og flytja þær til fær maður hins vegar bústnari plöntur.“ Trjáklippingar efstar á vorverkalistanum Eftir mildan vetur er gróður farinn að gægjast upp úr jörðinni, krókusar og vetrar- gosar blómstra og brum sést víða á trjám. Því skyldi engan undra að garðeig- endur sé marga farið að klæja í misgræna fingur að taka til hendinni í garðinum. En á hverju á að byrja? Guðríður Helgadóttir gaf Önnu Sigríði Einarsdóttur góð ráð varðandi vorverkin í garðinum. Morgunblaðið/Ómar Tímabært Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur segir sniðugt að fara að huga að trjáklippingum þessa dagana. Form Gljámispill er ein þeirra runnategunda sem klippa má í fallega A-lögun.Prýði Sýrena er ein þeirra tráteg- unda þar sem fjarlægja á eldri greinar svo þær yngri fái meiri birtu og blómstri meira. Að sá fyrir eigin sumar- blómum Blómin sem ekki lögðust í vetrardvala VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI HJÓLAFESTINGAR Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is 1-3 HJÓL Á FESTINGU VORVERKIN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.