Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 86
86 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 ✝ Jóna SesseljaGuðbrandsdótt- ir fæddist í Reykja- vík 2. júlí 1945. Hún lést á Hrafnistu í Boðaþingi, Kópa- vogi, 27. mars 2017. Foreldrar hennar voru Guðbrandur Jónsson, sjómaður og síðar starfs- maður Áburð- arverksmiðjunnar, f. í Hvestu, Ketildalahreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu, 12. júní 1923, d. 27. október 2007, og kona hans Elín Jósefsdóttir, fædd í Ormskoti, Vestur- Eyjafjallahreppi, Rang- árvallasýslu, hinn 11. ágúst 1923, d. 6. júlí 2008. Jóna var einka- barn foreldra sinna. Jóna giftist árið 1967 dr. Ás- birni Einarssyni, efnaverkfræð- ingi, f. 4. september 1944. Börn þeirra eru Einar Jón, f. 28. apríl ilið bar síðan vott um. Síðar tók hún við bókhaldi og fjármálum í fjölskyldufyrirtækinu, Mjöll ehf., og sinnti því starfi á meðan heilsan leyfði. Jóna var lífsglöð kona og hafði mikinn áhuga á fólki og félagsskap. Eftir dvölina í Man- chester fór hún að stunda skíða- íþróttina og tók virkan þátt í leik og starfi Skíðadeildar KR ásamt eiginmanninum alla tíð síðan. Skíðaferðir til Austur- ríkis urðu árlegur viðburður upp frá því. Einnig fékk hún mikinn áhuga á allri líkams- rækt og heilbrigðu líferni. Má segja að hún hafi stundað gönguferðir, skokk og verið fastagestur á líkamsræktar- stöðum allt til hins síðasta. Á sumrin átti sumarbústaðurinn á Þingvöllum hins vegar hug hennar allan. Jóna greindist með parkin- sons-sjúkdóminn ári 1992 og barðist við hann í 25 ár. Hún þurfti að dvelja síðustu 18 mán- uðina á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi. Útför Jónu verður gerð frá Neskirkju í dag, 6. apríl 2017, og hefst at- höfnin klukkan 15. 1968, kvæntur El- ísabetu Reykdal Jó- hannesdóttur, f. 14. maí 1970, og Elín Björk, f. 16. apríl, 1972, gift Gísla Jó- hanni Hallssyni, f. 2. mars 1973. Barnabörnin eru fimm: Ásbjörn, Ein- ar Gísli, Jóna Björk, Jóhannes og Elías Páll. Jóna ólst upp í Reykjavík og fór ung að starfa á skrifstofu Hraðfrystistöðvarinnar hf. Árið 1967 flutti hún til Manchester á Englandi þar sem eiginmaður- inn stundaði nám. Þar eignuðust þau soninn, Einar Jón. Eftir heimkomu árið 1970 og fæðingu dótturinnar, Elínar Bjarkar, var hún heimavinnandi fyrstu árin en fór síðan að vinna á Kjarvals- stöðum. Þar fékk hún mikinn áhuga á myndlist eins og heim- Í dag er kvödd tengdamóðir mín, Jóna Sesselja Guðbrands- dóttir, eftir 25 ára baráttu við illvígan sjúkdóm. Frú Jóna, eins og hún var ávallt kölluð af okkur í fjölskyldunni, var einstök bar- áttukona sem tókst á við hlut- skipti sitt af miklu æðruleysi, svo eftir var tekið. Orð eins og hreysti, viljastyrkur, þraut- seigja og þolinmæði koma upp í hugann þegar hugsað er um þær brekkur og byltur sem frú- in tókst á við um ævina. Alltaf steig hún aftur upp tilbúin að reyna aftur með Ásbjörn, sem ávallt var kletturinn í hennar lífi sama hvað á bjátaði, sér við hlið. Þannig má segja að þau hjónin hafi upplifað og leyst hinar ýmsu þrautir lífsins saman, enda mjög samrýmd. Frú Jóna var ávallt vel á sig komin og hugsaði vel um að vera í góðu formi, sem kom sé vel þegar á seinni stig lífsins var komið. Sem dæmi um þrautseigju hennar þá tók hún þátt í Kvennahlaupinu 2016, þrátt fyr- ir mjög veikan mátt. Frú Jóna var mikil fjöl- skyldukona og var mikið í mun að fylgjast vel með og hitta sína nánustu sem oftast og gera sér glaðan dag eða hlaupa undir bagga og aðstoða. Skipti þá engu þótt um langan veg væri að fara, jafnvel milli landa, enda sérstak- lega ósérhlífin þótt veikur væri máttur. Aldrei var langt í húmor og léttleika en sá eiginleiki henn- ar og Ásbjörns fleytti fjölskyld- unni langt á erfiðum stundum. Margs er að minnast þegar horft er til baka svo sem ófárra sam- verustunda í sumarbústaðnum á Þingvöllum, þar sem frúin vildi helst alltaf vera og notaði allar sólarglætur til að liggja í sólbaði, veiðiferða á Snæfellsnes, ferða til Einars og Elísabetar í Svíþjóð og ferðar á Rauðasand árið 2012, sem lengi hafði verið draumur frú Jónu enda átti hún ættir að rekja þangað en hafði aldrei áð- ur komið þangað. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég með miklum trega frú Jónu Sesselju Guðbrandsdóttur, sem ég veit að er sátt við að vera komin á vit annarra ævintýra. Gísli Jóhann Hallsson. Ég kynntist Jónu tengdamóð- ur minni fyrir hartnær 16 árum en þá þegar var hún orðin tölu- vert þjökuð af parkinsonsjúk- dómnum. Jóna var ljúf og falleg kona með góða nærveru og sterkar skoðanir. Hún hugsaði alla tíð vel um sig með hreyfingu og hollu mataræði en var samt eins og Jóna nafna hennar ísgrís og alltaf til í hnetutopp í lok dags. Hún hafði gaman af bæði fallegum hlutum og fötum, enda grönn og glæsileg og gat klæðst hverju sem var. Ég fann strax að mikil hlýja var milli tilvonandi eiginmanns míns og móður hans og hún góð móðir og fyrirmynd. Við Einar fluttum fáum mánuð- um eftir að við kynntumst til Sví- þjóðar og bjuggum þar í tæp sjö ár. Ég er þakklát fyrir óteljandi heimsóknir þeirra Jónu og Ás- björns til okkar, þar sem við átt- um dýrmætar samverustundir, spjölluðum, keyrðum um nær- sveitir, borðuðum góðan mat og Jóna fann ljósabúð sem bjargaði alveg lýsingunni í sumarbú- staðnum á Þingvöllum. Síðustu árin hrakaði Jónu hratt og í sama takti leið tíminn og allt í einu miklu fyrr en ég átti von á er komið að leiðarlok- um. Elsku Jóna, ég finn fyrir sorg og söknuði í hjarta, minn- ing um góða konu lifir um ókomna tíð. Þín tengdadóttir Elísabet. Elsku besta amma, okkur langar til að kveðja þig með þessu fallega ljóði. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Við söknum þín, Ásbjörn, Jóna Björk, Jóhannes og Elías Páll. Nú er hún amma látin eftir langa baráttu við parkinsons- veikina. Amma var löngu orðin veik fyrir minn tíma. Ég gerði mér þess vegna litla grein fyrir því að þetta væri ekki eðlilegt heilsufar hennar. Við vorum alltaf mjög náin og áttum ótal stundir saman. Þegar ég var yngri þá gat hún leikið með mér. Við gátum kubbað, lesið bækur og spilað og dundað okk- ur tímunum saman. Hún náði líka stundum að koma með afa að horfa á mig spila körfubolta. Það var góð tilfinning að sjá hana í stúkunni að horfa á mig. Ég er heppin með að hafa náð að vera mjög mikið með henni ömmu minni. Mest höfum við verið saman í sumarbústaðnum á Þingvöllum en þar fannst henni best að vera. Á góðum dögum gátum við verið úti að leika okkur og farið út á bát. Eitt sinn duttum við saman af bryggjunni út í vatnið og var það skemmtiefni okkar á milli til margra ára. Við fórum einnig saman í ótal margar laxveiðiferðir á Snæ- fellsnesið. Þegar veðrið var gott kom hún stundum niður að á og sat og horfði á aðfarirnar við veiðiskapinn. Þótt hún hefði ekki veitt mikið sjálf var hún alltaf tilbúin að stýra veiði- skapnum enda af gömlum sjó- mannaættum úr Arnarfirðinum. Við fórum einnig oft í skemmtiferðir til Danmerkur og Svíþjóðar. Þar stendur hæst í minningunni þegar við heim- sóttum skipasafnið í Gautaborg þar sem hún sat í sólinni á bakk- anum á meðan við afi og Ási frændi skriðum um kafbátinn sem þar var til sýnis. Þá var alltaf mikið hlegið og sérstak- lega þegar þér fannst afi fara óvarlega með okkur strákana. Minning þín mun lifa hjá mér um aldur og ævi, elsku amma mín. Einar Gísli. Fyrsta minning mín um Jónu er frá brúðkaupsdegi þeirra Ás- björns, frænda míns, í Nes- kirkju. Hún var glæsileg og geislandi ung kona. Það var ánægjulegt að fylgjast með lífs- hlaupi hjónanna, fæðingu barnanna, Einars Jóns og El- ínar Bjarkar, og hvernig fjöl- skyldan stækkaði með tilkomu tengdabarna og barnabarna. Þau hjónin voru samheldin og samtaka í leik og starfi, áhuga- söm um heilbrigt líferni, líkams- rækt og útivist. Við fjölskyldurnar byggðum samtímis sumarbústaði við Þingvallavatn fyrir 23 árum og höfum verið einstaklega nánir nágrannar þar, frá því snemma á vorin og seint fram á haust. Svo stutt er á milli húsanna að varla þarf að hækka róminn til að talast við milli palla. Jóna og Ásbjörn eru okkur ríkulegur og ómissandi hluti af sumrinu. Elv- ar, yngsti sonur okkar, leit alltaf á Jónu sem trúnaðarvin. Þegar hann var barn og við komum í bústaðinn, hljóp hann úr bílnum til Jónu hrópandi; „Jóna, Jóna, veistu hvað?“ Sagði henni svo öll helstu tíðindi í löngu máli og hún var ávallt tilbúin að hlusta. Margar góðar minningar leita á hugann úr sveitinni með ljúfum tónum og einhvern veg- inn var alltaf gott veður. Mörg átaksverkefnin höfum við unnið saman þar í sveitinni, svo sem vegagerð, rafvæðingu, skóg- rækt og vatnsveitu. Fyrir rúmum tuttugu árum greindist Jóna með Parkinsons- sjúkdóminn sem markaði líf hennar með hverju árinu. Þau hjónin tókust á við þennan erf- iða sjúkdóm af miklum dugnaði og unnu marga sigra þar til yfir lauk. Það verður tómlegra í sveit- inni án Jónu og hennar verður sárt saknað. Við þökkum henni kærlega samfylgdina. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Ásbjörns, Einars, Elínar og fjölskyldna þeirra. Guðmundur Jón, Sigríður og fjölskylda. Kynni okkar Jónu Guð- brandsdóttur hófust þegar hún og Ásbjörn Einarsson, frændi okkar, urðu óaðskiljanleg, kynni sem hafa nú varað í rúma hálfa öld. Jóna varð mikilvægur hluti af fjölskyldunni og ætíð var ánægjulegt að hitta hana í fjöl- skylduboðum, afmælum og ekki síst á Þingvöllum þar sem fjöl- skyldurnar áttu sælureiti á sama stað. Þá eru ótaldar marg- ar ánægjustundir Kristjönu með þeim mæðgum Jónu og El- ínu Björk, en þær fóru gjarnan saman út að borða og í kvik- myndahús og nutu samverunn- ar. Jóna var glaðleg og skemmtileg kona og okkur dýr- mætt að hafa átt með henni langa samleið. Þar breytti engu þótt hún berðist við erfiðan sjúkdóm hin síðari ár, gagn- kvæm væntumþykja og góð kynni voru ætíð til staðar. Við vottum Ásbirni, Einari Jóni, Elínu Björk og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Kristjana og Ásbjörn. Elskuleg vinkona er látin eft- ir erfið veikindi. Við Jóna kynntumst 13 ára gamlar í 1. bekk Vogaskóla og síðan höfum við verið vinkonur. Þaðan fylgdumst við að í Gagn- fræðaskóla verknáms og út- skrifuðumst sem gagnfræðing- ar. Á yngri árum brölluðum við ýmislegt. Fórum m.a. á alls kon- ar námskeið, eins og t.d. að læra gömlu dansana, sníða- og saum- anámskeið, námskeið í mynd- vefnaði, matreiðslu og snyrti- námskeið. Tvítugar lögðum við ásamt fleirum land undir fót og fórum norður á Akureyri og enduðum ferðina í Bjarkalundi um verslunarmannahelgi. Þetta var skemmtileg og örlagarík ferð, því á sama tíma og sama stað var Ási á ferð með sínum vinum. Þetta var upphafið að ykkar kynnum sem hafa staðið alla tíð síðan. Ári síðar fórum við í þriggja mánaða ferð til Danmerkur í þeim tilgangi að prófa að vinna erlendis. Okkur leist ekki betur en svo á vinn- una, að hún stóð yfir í einn dag og við ákváðum að skella okkur til Mallorka og vorum þar í mánuð. Enduðum ferðina í Manchester þar sem Ási var við nám og sigldum síðan heim með Gullfossi. Þegar við vorum ekki í sama landi í einhverja mánuði tóku bréfaskriftir við að þeirra tíma sið. Eftir að þið fluttuð heim og brauðstritið byrjaði og fjöl- skyldan stækkaði hittumst við reglulega, m.a. í saumaklúbbum og síðan á kaffi- eða veitinga- húsum. Síðastliðin ár hafa sam- verustundir okkar og Guffu ver- ið á Hrafnistu í Kópavogi. Eftir stendur þakklæti fyrir vinátt- una eftir tæplega 60 ára sam- fylgd og minningin um góða vin- konu og glæsilega konu. Ása, Einari Jóni, Elínu Björk og fjölskyldum sendi ég samúð- arkveðjur. Guðný Bárðardóttir. Kveðja frá skíðadeild KR Í dag kveðjum við góðan fé- laga í skíðadeild KR, Jónu Sess- elju Guðbrandsdóttur, sem lést 27. mars sl. Jóna og maður hennar, Ás- björn Einarsson, komu til starfa í skíðadeildinni af fullum krafti ásamt börnum sínum, þegar þau sneru heim að lokinni námsdvöl erlendis fyrir meira en 45 árum. Viðgangur hvers félags velt- ur mjög á því hverjir eru í því, og er skíðadeild KR gott dæmi um það. Starf hennar í Skála- felli útheimtir mikið framlag og fórnir af hálfu félaganna, rekst- ur mannvirkja á árum áður og iðkun íþróttarinnar. Það var því mikil gæfa að fá þau Jónu og Ásbjörn til liðs við deildina. Á fjöllum, þar sem fólk stend- ur þétt saman um hugðarefni sín, verður til vinátta, sem aldr- ei rofnar. Hópurinn, sem þarna kom saman, gerði sér margt til skemmtunar, farnar voru skíða- ferðir á erlenda grund, haust- ferðirnar urðu margar og eft- irminnilegar, haustfagnaður og margt fleira. Jóna og Ásbjörn ásamt börnum sínum voru virk- ir þátttakendur í þessum uppá- komum. Jóna var glæsileg kona, glað- leg í fasi, jafnlynd, íhugul og hvers manns hugljúfi. Fyrir um það bil tuttugu ár- um fór sjúkdómurinn, Parkin- sonsveikin, að láta á sér kræla. Varð hann óvelkominn fylgi- nautur hennar til dauðadags. Jóna hélt sínu striki svo lengi sem verða mátti, stundaði lík- amsrækt og mætti glöð og hress á mannamót. Að lokum varð þó undan að láta. Að leiðarlokum kveðjum fé- lagar í skíðadeild KR okkar kæru vinkonu, Jónu, með þökk og virðingu. Við sendum Ás- birni, börnum hennar og ástvin- um öllum hugheilar samúðar- kveðjur. Megi Guð styrkja þau í sorginni. Far þú í friði, kæra vinkona. Guðmundur Guðjónsson. Jóna Sesselja Guðbrandsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÖNNU VERNHARÐSDÓTTUR, Smáratúni 12, Keflavík. Leifur Eiríksson Hildur Ingvarsdóttir Guðbjörg Eiríksdóttir Blanar Richard Blanar Örn Eiríksson ömmubörn og langömmubörn Kær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS STEINSDÓTTIR Dídí, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 23. mars á Hrafnistu í Hafnarfirði. Að hennar ósk fór útförin fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Bestu þakkir einnig til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. María Þ. Gunnlaugsdóttir Guðmundur S. Gunnlaugsson, Vilborg Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinarhug og kveðjur vegna andláts og útfarar okkar elskulegu móður, tengda- móður, ömmu, langömmu, systur og mágkonu, MARGRÉTAR BJARGAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Laufási, sem lést 17. mars. Sérstakar þakkir fær starfsfólk dvalar- heimilisins Grundar í Reykjavík fyrir góða umönnun og hlýhug. Þórarinn Valur Sverrisson Kristín Margrét Karlsdóttir Sara Katrín Falkenberg Nicolai Falkenberg Margrét Ann Þórarinsdóttir Styrmir Erlingsson Auður Þórarinsdóttir Sigurður Þórarinsson Hildur Helgadóttir Calvin og Lísa Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT BJÖRK AGNARSDÓTTIR, lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut 26. mars. Útförin fer fram í kyrrþey. Hjartans þakkir fyrir allan hlýhug og samúð. Sérstakar þakkir fær starfsfólk krabbameinslækningadeildar 11E fyrir einstaka umönnun. Gunnar Sigurðsson Birta Gyða, Gunnhildur Sól Guðrún Ýr, Ole Kristian Freyja Sofie og Cecilia Björk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.