Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 93

Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 93
DÆGRADVÖL 93 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt gott samtal við einhvern sem þér þykir mjög vænt um. Sá hinn sami tjáir þér aðdáun sína á þér. Vertu ekkert að velta þér upp úr þessu heldur njóttu þess bara í einlægni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú býrð yfir munúð og dirfsku, ástríðum og gáska og samlagar í persónu þinni án þess að samskeytin sjáist. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Himintunglin draga fram í dags- ljósið hið vísindalega eðli þitt. Njóttu daðurs og ástarsambanda í dag, það veit á gott! 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur góðan byr í seglin og átt að geta notfært þér hann. Sjónarmiðin þín skila sér loksins í framkvæmd. Gættu þess að missa ekki sjónar á þeim þótt verkefnum ljúki. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er margt sem freistar þessa dagana en þú verður að halda að þér höndum varð- andi fjárútlátin. Hvort sem hann örvar, róar eða skemmtir hefur vinur þinn aðdráttarafl. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gættu þess að leyndarmál þín liggi ekki á borðum þeirra sem kunna ekki með þau að fara. Kvöldinu er best varið heima við. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er erfitt að velja sér viðmælendur þegar um flókin og viðkvæm mál er að ræða. Samband þitt við samstarfsfólk og við- skiptavini verður með besta móti. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ættir að þiggja gjafir og greiða af öðrum í dag. Hvernig væri að búa til og hafa grænmetissúpu í kvöldmatinn, í stað hinnar hefðbundnu óhollustu? 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að klára það verkefni sem þér hef- ur verið falið. Vandaðu þig, annars fer allt í handaskolum. Skoðaðu hugsjónir þínar, við- brögð annarra koma þér að gagni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reynstu vini þínum vel þegar hann leitar til þín með sín trúnaðarmál. Stundum gerum við okkur ekki grein fyrir ótta okkar fyrr en hann er horfinn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vinir þínir og maki eru þér mikil- vægari í dag en alla jafna. Ertu viss um að þú þekkir tilfinningar þínar? Bráðum rennur eitt- hvað nýtt upp fyrir þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Frestaðu öllum stórákvörðunum til morguns, því í dag er ekki rétti tíminn til samninga. Mundu að fljótfærni er slæm og að dramb er falli næst. Það hafa verið umhleypingarundanfarið svo að ósjálfrátt teygði ég mig eftir „Veðurfræði Eyfellings“, bók Þórðar Tóm- assonar frá Vallnatúni sem kom út fyrir þrem árum – fróðleg lesning og skemmtileg. Þar rifjar hann upp vísu Jónasar: Veðrið er hvorki vont né gott, varla kalt og ekki heitt, það er hvorki þurrt né vott, það er svo sem ekki neitt. Þórður segir frá bóndanum í Efri-Brennu undir Eyjafjöllum. Í góðu veðri var orðtak hans: „Þetta er veður sem guð gefur.“ Þegar veðrið færðist í verri ham kvað við annan tón: „Þetta er illt veður af andskotanum útilátið.“ Þórður man gamalt fólk sem tal- aði um þorra og góu sem lifandi verur eins og Arnlaug Tómasdóttir í Vallnatúni gerði. „Nú hristir hún Góa skinnpilsið sitt,“ sagði hún þeg- ar góa var illskiptin og hreytti élj- um yfir byggðina. Svipað fer skáld- um okkar. Þau persónugera árstíðirnar eins og Kristján Fjalla- skáld: Þögull þorri heyrir þetta harmakvein, en gefur grið ei nein, glíkur hörðum stein, engri skepnu eirir, alla fjær og nær kuldaklónum slær og kalt við hlær. Hér er dæmi um „líking hinnar lifandi veru“ í vísu eftir Erlend Árnason frá Fitjamýri: Grátbólgin kemur góa í framan, geigvænan spennir hvoftinn grá, mönnum sýnist það síður gaman, sendir óhæfu jörðu á, eldingar, skruggur, ofsabyl, enginn veit, hvað skal gjöra til. Og Þórður heldur áfram: „Enn lifir andvarp bóndans, sem missti konuna sína á einmánuði og óraði fyrir því í inngöngu þorrans: Lengi þorri leiðist mér, líka góan, eftir fer, einmánuður yngstur er, hann mun verða þyngstur þér“. Veðravættir eða goðverur heið- ins siðar lifðu góðu lífi fram á síð- ustu öld, – eins og segir í vísu sem móðir Þórðar kenndi honum Grímur élja úti er, okkur selja kornél fer, þrýtur elja, þykir mér, þegar hann belja gerir hér. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Grátbólgin góa, glugga- tættur og gluggadekk Í klípu HERBERT SAMÞYKKTI, GEGN RÁÐUM LÖGFRÆÐINGS SÍNS, AÐ GANGAST UNDIR GREINDARMÆLINGU. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VEIT EKKI HVORT ÞEIR SÖGÐU ÞÉR ÞAÐ FYRIR UTAN, EN ÉG RÆÐ ALDREI NEINN SEM ER HÆRRI EN 160 CM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sannfæra hana um að uppskriftin hafi klikkað, ekki eldamennskan hennar. Í GÆR SÁ ÉG NOKKRA KETTI Í NÝJA RUSLAGÁMNUM FYRIR AFTAN FISKBÚÐ ALLA BÚÐIN ER Í AÐALSTRÆTI, VILTU FARA? LYKTIN MYNDI GERA VEIÐIHÁRIN ÞÍN KRULLUÐ AÐ SJÁLFSÖGÐU! ÞÚNK! ÉG ER AÐ SÆKJA SON MINN SEM VAR AÐ LEIKA SÉR! FYRIRGEFÐU! ÉG VISSI EKKI AÐ ÞÚ VÆRIR PABBI AMLÓÐA! RÓMVERSKUR RIDDARI RÉÐST INN Í RÓMARBORG, RÆNDI ÞAR OG RUPLAÐI RABBARBÖRUM OG RÓFUM. HVAÐ ERU MÖRG R Í ÞVÍ? LÖGREGLAN Víkverji hefur aldrei lent í slags-málum, svo vitað sé. Hann hefur alltént aldrei fengið „einn á lúð- urinn“ eða fengið að kynnast „þess- um og bróður hans“ á eigin skinni, þrátt fyrir að hafa verið auðvelt skot- mark í grunnskóla. Víkverji er að auki með sterkbyggða fótleggi sem forðuðu honum oftast frá vandræð- um. Hann hefur því, eins og gefur að skilja, aldrei nokkurn tímann á æv- inni fengið glóðarauga – fyrr en nú. x x x Það var því ekki Baddi beljaki ígrunnskóla eða Elli eineltir sem gaf Víkverja hans fyrsta glóðarauga. Nei, það var Víkverji yngri, eins árs gamall snáði, sem reyndar er for- vitnilega sterkur miðað við aldur. Frumburðurinn hafði sumsé komist yfir farsíma Frú Víkverja og var að leika sér með hann. Þegar Víkverji hugðist grípa inn í ákvað erfinginn að grýta símanum af öllu afli í ein- hverja átt. Það að opið auga Víkverja varð fyrir honum var líklegast bara mjög vond tilviljun, sem og sú stað- reynd að einmitt þá stundina var Víkverji ekki með gleraugun sín á sér. x x x Víkverji gæti staðið hér og sagtykkur, lesendur góðir, að hann hefði tekið þessu af karlmennsku. Víkverji væri þá að ljúga að ykkur. Hann fór að hágráta af sársauka fyr- ir framan drenginn, sem þagnaði við herlegheitin og starði forviða á föður sinn halda um augað. Svo fór sá stutti bara að skríkja af gleði, líkt og ekkert hefði í skorist. Það var þó gott að a.m.k. annar Víkverjafeðga gat hlegið að þessu furðulega atviki. x x x Víkverji hefur nú þegar fyrirgefiðsyni sínum glóðaraugað. Honum líður að vissu leyti eins og hann hafi nú loksins gengið í gegnum ákveðna manndómsvígslu. Miðað við það hvað augað og næsta nágrenni þess er aumt ætlar Víkverji þó ekki að flýta sér að næsta glóðarauga ævi sinnar. Raunar vonast Víkverji helst eftir því að aldrei aftur á ævinni verði grýtt í hann síma. Einu sinni var ær- ið nóg. vikverji@mbl.is Víkverji En Drottinn er hinn sanni Guð, hann er lifandi Guð og eilífur konungur. Jörðin skelfur fyrir heift hans og þjóð- irnar standast ekki reiði hans. (Jer. 10:10) LLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is MOSFE Ert þú búin að prófa súrdeigsbrauðin okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.