Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 98

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 98
98 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 JÓLAGJÖFIN í ár? við kynnum arc-tic Retro með keðju Fyrir DÖMUR og HERRA VERÐ AÐEINS: 34.900,- VERÐ FRá: 29.900,- FERMINGARGJÖFIN í ár? arc-tic Retro Kvikmyndin Man Down, með banda- ríska leikaranum Shia LaBeouf í aðalhlutverki, skilaði aðeins sjö sterlingspundum í miðasölu í Bret- landi sl. helgi, jafnvirði 984 króna, skv. frétt á vef kvikmyndatímarits- ins Variety. Myndin var aðeins sýnd í einu kvikmyndahúsi, Reel Cinema í bænum Burnley á Englandi og virð- ist sem aðeins einn aðgöngumiði hafi verið seldur á hana því meðalverð á bíómiða í Bretlandi er 7,21 pund. Fyrirtækið ComScore tekur saman miðasölutekjur og aðsókn að kvik- myndahúsum í Bretlandi og greindi upphaflega frá þessu fádæma áhugaleysi Burnley-búa á kvik- myndinni. Kvikmyndin varð að- gengileg á streymisveitum sl. helgi og mögulega hafa því fleiri en einn séð hana. Hún kemur út á mynd- diskum í næsta mánuði og þá gæti áhorfendum mögulega fjölgað. Man Down segir af hermanni sem snýr aftur heim til Bandaríkjanna frá Afganistan, þar sem hann hefur upplifað miklar hörmungar. Heima fyrir mæta honum hins vegar annars konar hörmungar. Kvikmyndin virð- ist líka vera algjör hörmung, ef marka má gagnrýni til þessa, en hún hlýtur einkunnina 26 af 100 mögu- legum á vefnum Metacritic sem tek- ur saman gagnrýni ólíkra miðla. Hörmung Aðsóknin að Man Down í Bretlandi er hreinasta hörmung. Hér má sjá aðalleikara kvikmyndarinnar, Shia LaBeouf, í dramatísku atriði. Einn miði seldur á kvik- mynd með LaBeouf Sýningin Int- erwoven var opnuð í Nor- ræna húsinu í gær. Á henni má sjá verk eft- ir listamenn sem tengjast fjórum háskól- um á norð- urheimskauts- svæðinu; Listaháskóla Íslands, University of Lapland, Sámi Uni- versity College og Bergen Aca- demy of Art and Design. Sjálfbærni, handverk og menn- ing er útgangspunktur verkanna og listamennirnir og hönnuðirnir eiga sameiginlegt að vinna á mörkum listar og handverks sem þeir nýta á nýstárlegan hátt. Mál- þing, fyrirlestrar og vinnusmiðjur verða skipulagðar í tengslum við sýninguna, sem stendur til 2. maí. Sýningarstjóri er Ásthildur B. Jónsdóttir, lektor við Listahá- skóla Íslands. Sýnendur eru Ann Majbritt Eriksen, Antti Stöckell, Gabriel Johann Kvendseth, Jóní Jónsdóttir, Kiyoshi Yamamoto, Maarit Magga, Maria Huhm- arniemi, Marjo Pernu, Rakel Blomsterberg og Thelma Björk Jónsdóttir. Sjálfbærni, hand- verk og menning Jóní Jónsdóttir Danski ljósmynd- arinn Emilie Dal- um opnar í dag kl. 18 sýninguna Emilie í Lista- stofunni, Hring- braut 119. Dalum greindist með krabbamein í fyrra og með ljósmyndum sín- um sýnir hún innri og ytri ferð sína í gegnum lyfjameðferð við meininu, að því er segir í tilkynningu. Með sýningunni vonast Dalum til að ná til fólks og aðstandenda sem hafa gengið í gegnum það sama. Verk Dalum fjalla ávallt um mannlegt ástand og hún ljósmyndar fólk sem tengist henni með einum eða öðrum hætti. Barátta Emilie við krabbamein Emilie Dalum Allt frá því Dave Gahan,söngvari hinnar goðsagna-kenndu rafsveitar De-peche Mode, lést um stund árið 1996 vegna inntöku á svokölluðu „Redrum“ (sem er verulega sterk blanda af heróíni og krakki enda er nafnið Murder stafað aftur á bak) hafa aðdáendur sveitarinnar lifað í hikandi ótta um að síðasta plata sveit- arinnar sé komin út. En bráðaliðar rafmögnuðu kappann til lífs og frá árinu 1997 hafa þeir kappar haldið sínu striki. Nú orðið má treysta á að ný plata kemur frá þeim á fjögurra ára fresti með tónleikaferðalagi í kjöl- farið hvar helstu leikvangar heims eru fylltir upp í rjáfur. Þó hafa verið ákveðnar blikur á lofti undanfarin ár því síðustu tvær plötur – Sounds of the Universe frá 2009 og Delta Mach- ine frá 2013) hafa verið nokkuð undir pari að flestra mati. Það er því með sérstakri ánægju sem þessi hlustandi lýsir því yfir að nýjasta platan, Spirit, er kúvending til betri vegar. Munar þar ekki minnst um að nýr maður er í stúdíóbrúnni, í staðinn fyrir Ben Hill- ier sem stýrði upptökum á slöku plöt- unum tveimur ásamt Playing The Angel frá 2005, sem er reyndar dúndrandi fín plata. James Ford er tekin við pródúksjóninni og fer það vel úr hendi. Munurinn blasir við og lög sem eru í grunninn tiltölulega ein- föld smíð öðlast vigt, áferð og víddir sem hafa ofan af fyrir manni um leið og nýir fletir koma sífellt í ljós. Og hér er engin lognmolla á ferð- inni heldur liggur okkar mönnum ýmislegt á hjarta; innblástur margra textanna er bágt stjórnmálaástand í henni veröld svo ekki er um að villast. Þessi stemning á heldur en ekki við höfuðskáldið Martin Gore sem er í essinu sínu þegar sungið er um skuggahliðar fólks, heims og bara skuggana al- mennt. Fyrsta smáskífulagið af plötunni, Where’s the Re- volution? er ekkert minna en harðort ákall til al- mennings. „Koma svo, gott fólk; þér valdið mér vonbrigðum!“ þrumar Gahan yfir lýðnum og vill aðgerðir. Lagið er bara forsmekkurinn að framhaldinu. Platan hefst á Going Backwards sem fjallar um mann- kynið um þessar mundir. Í tækni- væddum heimi er mannskepnan aftur komin á hellisbúastig hvað vitsmuni varðar. The Worst Crime er rólegt og ang- urvært lagt, með áferðarfallegri lag- línu en hrollvekjandi texta um heng- ingu án dóms og laga, og heggur í svipaðan knérunn hættulegrar hjarð- hegðunar og upphafslagið. Leikar hressast heldur með Scum þar sem Gahan þrumar „Hey Scum! Hey Scum! What have you ever done for anyone?“ á alla þá sem láta vel- ferð minnimáttar sig litlu varða. Óáran í félags- og stjórnmálum er þó ekki allsráðandi. Annars staðar bregður fyrir kunnug- legum minnum sem við þekkjum frá rösklega 35 ára sögu sveitarinnar; ein- semd, angist, þráhyggja, sálarmyrkur og allt sem hægt er að tjá betur í moll en dúr. Stóra málið er þó að lagasmíðarnar eru almennt ferlega sterkar og eng- inn augljós svartipétur á plötunni (sbr. til dæmis hið agalega lag Soothe My Soul á Delta Machine, almáttugur minn …). Þá er það til tíðinda að í fyrsta sinn í sögunni hafa þeir Gahan og Gore samið lag saman. Heitir það You Move og er dúndurflott, dökk og þung rafmúsík eins og var að finna í bunkum á stóru plötunum fjórum (Black Celebration, Music For the Masses, Violator, Songs of Faith and Devotion) sem gerðu bandið að einni vinsælustu hljómsveit heims. Cover Me er af sama meiði, þó áferðin sé mýkri. So Much Love er með þung- um og örum slætti og sækir í sjóði iðnaðarraftónlistar sem bandið átti einmitt sinn þátt í að móta fyrir rúm- um 30 árum. Undirritaður hefur hlustað á De- peche Mode af íþrótt í vel á fjórða tug ára og verður að segja að tónninn í bandinu hefur aldrei verið jafn ösku- reiður og nú um stundir. Passíf mel- ankólían sem hefur verið þeirra aðal er nú orðin að krepptum hnefa og hreinni árásargirni. Hér er ekki verið að sigla lygnan sjó á síðari hluta fer- ilsins, heldur öðru nær. Málefnin brenna á sveitarmeðlimum og af- raksturinn er betri plata en síðustu tvær voru til samans. Nú vantar ekkert nema að einhver framtakssamur tónleikahaldari fái þá félagana hingað til lands meðan þess er enn einhver sjens. Þangað til að sá draumur rætist höfum við Spirit til að blása okkur anda í brjóst. Ekki fer maður að bregðast þessum öðling- um? AFP Andríki Þeim Andy Fletcher, Dave Gahan og Martin Gore (f.v.) liggur talsvert á hjarta á nýju plötunni, Spirit. Hljómplata Depeche Mode – Spirit bbbbm Spirit er 14. breiðskífa bresku rafsveit- arinnar Depeche Mode. Um lagasmíðar sjá þeir Martin Gore og Dave Gahan, í félagi við Christian Eigner og Peter Gor- deno sem leika með sveitinni á tón- leikum. James Ford stjórnaði upptökum og Anton Corbijn sér um hönnun al- búms sem fyrr. JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST Gamlar glæður? Logandi reiði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.