Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 108

Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 108
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 96. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. 80% stúlknanna limlestar 2. Vakin upp með skelfilegu símtali 3. IKEA reisir blokk fyrir starfsmenn 4. Ester Eva berst fyrir lífi sínu … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík, ásamt Karlakórnum Erni og Sunnukórnum á Ísafirði, sýnir Töfraflautuna eftir W.A. Mozart í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld kl. 19.30. Sýningin var frumsýnd í Hörpu fyrr á árinu og í framhaldinu sýnd á Suðurlandi við góðar viðtökur. Sibylle Köll leikstýrir. Hljómsveit skipuð fé- lögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Garðars Cortes. Töfraflautan sýnd í Edinborgarhúsinu  Seiðandi tangó- tónlist, Fúsalög, fiðludúett eftir Sjos- takovítsj og verk eftir Mozart eru á dagskrá Tónstafa, samstarfs- verkefnis Bókasafns Seltjarnarness og Tónlistarskóla Seltjarnarness, í dag kl. 17.30, þar sem fiðluleikarinn Auður Hafsteinsdóttir er í aðalhlutverki. Með Auði leika Jóhanna Brynja Ruminy á fiðlu og Nína Margrét Grímsdóttir á píanó. Aðgangur er ókeypis. Tangótónlist á efnis- skrá Tónstafa í dag  Hanna Dóra Sturludóttir messó- sópran og Snorri Sigfús Birgisson, píanóleikari og tónskáld, koma fram á hádegistónleikum í Fríkirkjunni í dag kl. 12. Á efnisskránni eru fjórar þjóð- lagaútsetningar eftir Béla Bartók og sjö eftir Snorra Sigfús, sem hann út- setti við lög úr Dalasýslu, en þangað á Hanna Dóra ættir að rekja. Um frumflutn- ing á útsetningunum er að ræða, en þær eru tileinkaðar söngkonunni. Frumflytja þjóðlaga- útsetningar í dag Á föstudag Suðaustan 8-15 m/s, víða rigning og hiti 3 til 8 stig, en norðaustan 10-15 og slydda eða snjókoma nyrst á landinu og hiti nálægt frostmarki. Skúrir vestan til síðdegis. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 8-15 m/s nyrst á landinu, slydda og hiti í kringum frostmark, en suðlæg átt 5-10 annars staðar, dálitlar skúrir og hiti 3 til 8 stig. VEÐUR Sigurður Freyr Þor- steinsson er nýliði í karla- landsliði Íslands í íshokkíi, sem nú leikur á heims- meistaramótinu í Rúmeníu. Hann er þegar búinn að taka þátt í tveimur heims- meistaramótum yngri landsliða á þessu ári. „Það er svolítið stórt stökk á milli og sérstaklega er tölu- verð breyting á hraða leik- manna,“ segir Sigurður Freyr. »1 Þrisvar á HM á þessu ári „Ég lít á alla leiki, hvort sem ég kem inn af bekknum eða byrja, sem tæki- færi til að sýna mig og sanna. Ég gef mig alltaf alla í verkefnið, hvort sem það er æfing eða leikur. Þetta verður ekkert öðruvísi,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem er í hörðum slag um sæti í byrj- unarliði Íslands fyrir Evrópu- keppnina í Hollandi í sumar. Ísland mætir Sló- vakíu í dag. »1 Allir leikir tækifæri til að sýna sig og sanna Ný rannsókn þar sem könnuð var spilahegðun íslenskra knattspyrnu- manna bendir til þess að umtals- verður fjöldi íslenskra knattspyrnu- manna veðji á leiki sem þeir taka sjálfir þátt í. Heilindafulltrúi KSÍ seg- ir þar vera stigið skref í átt til hag- ræðingar atvika eða úrslita en fjallað er um málið í íþróttablaði Morgun- blaðsins í dag. »2-3 Skref stigið í átt til hagræðingar úrslita ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég hef engan áhuga á þessum nýju döllum. Það er svo mikil sál í gömlu skipunum og þess vegna er mun skemmtilegra að smíða þau,“ segir Guð- mundur Kristinsson í Innrömmun Guðmundar á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi, í samtali við Morgun- blaðið, en hann hefur nú nýlokið við að búa til lík- an af Sverri EA. Er Guðmundur var 13 ára gamall fór hann á síld á Sverri EA og segist hann muna vel eftir þeim tíma. „Þetta er í raun afar merkilegt skip og hét áður Smyrill. Á þeim tíma gekk það sem ferja á milli Færeyja og Danmerkur, en báturinn er smíðaður í Svíþjóð árið 1898,“ segir Guð- mundur og bætir við að skipið hafi verið keypt hingað til lands í kringum 1915 og nýtt til síld- veiða. „Sverrir var nokkuð stórt skip á sínum tíma með tveimur lestum og brúna í miðjunni – í raun eins og flutningaskip. Hann sigldi svo öll stríðsárin með fisk til Bretlands, en sjálfur kynntist ég honum ekki fyrr en í kringum 1950,“ segir hann. Sverrir EA var enn í fersku minni Þegar Guðmundur vann við gerð líkansins þurfti hann lítið að styðjast við ljósmyndir af Sverri EA – svo vel mundi hann eftir útliti skips- ins. „Ég mundi svo vel eftir honum og gat því teiknað bátinn upp af nákvæmni áður en ég fékk sendar af honum nokkrar myndir,“ segir Guð- mundur og bætir við að hann eigi meðal annars mynd sem sýni skipið við Færeyjar, þá í flutn- ingum undir heitinu Smyrill, og aðra sem sýni hann við síldarlöndun á Siglufirði, en þá undir heitinu Sverrir EA og var sú mynd tekin ein- hvern tímann á árunum 1930 til 1940. Aðspurður segir hann Sverri EA nú hins veg- ar liggja á botninum í Eyjafirði. „Hann var lengi í fjörunni sunnan við Akureyri, en var að lokum dreginn út á Eyjafjörð og sökkt. Hann liggur nú á um 30 metra dýpi,“ segir Guðmundir og heldur áfram: „Ég á strák sem er kafari og býr fyrir norðan, en ég bað hann einmitt nýlega um að kafa að bátnum og taka af honum mynd – þá ætti ég eina lokamynd af Sverri.“ Líkanið sem Guðmundur bjó til er nú til sýnis á verkstæði hans á Eiðistorgi. Það verður svo flutt í Seltjarnarneskirkju, að líkindum síðar í þessum mánuði, og haft til sýnis þar að beiðni sóknarprestsins. Meiri sál í gömlu skipunum  Líkanið af Sverri EA er nú til sýnis á rammaverkstæðinu á Eiðistorgi Morgunblaðið/RAX Listamaður Guðmundur Kristinsson hefur nú lokið við smíði á líkani af skipi sem á sér langa og merka sögu, en verkið tók um eitt ár.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.