Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 108
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 96. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. 80% stúlknanna limlestar
2. Vakin upp með skelfilegu símtali
3. IKEA reisir blokk fyrir starfsmenn
4. Ester Eva berst fyrir lífi sínu …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Nemendaópera Söngskólans í
Reykjavík, ásamt Karlakórnum Erni
og Sunnukórnum á Ísafirði, sýnir
Töfraflautuna eftir W.A. Mozart í
Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld kl.
19.30. Sýningin var frumsýnd í Hörpu
fyrr á árinu og í framhaldinu sýnd á
Suðurlandi við góðar viðtökur. Sibylle
Köll leikstýrir. Hljómsveit skipuð fé-
lögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
leikur undir stjórn Garðars Cortes.
Töfraflautan sýnd
í Edinborgarhúsinu
Seiðandi tangó-
tónlist, Fúsalög,
fiðludúett eftir Sjos-
takovítsj og verk eftir
Mozart eru á dagskrá
Tónstafa, samstarfs-
verkefnis Bókasafns
Seltjarnarness og
Tónlistarskóla Seltjarnarness, í dag
kl. 17.30, þar sem fiðluleikarinn Auður
Hafsteinsdóttir er í aðalhlutverki.
Með Auði leika Jóhanna Brynja
Ruminy á fiðlu og Nína Margrét
Grímsdóttir á píanó. Aðgangur er
ókeypis.
Tangótónlist á efnis-
skrá Tónstafa í dag
Hanna Dóra Sturludóttir messó-
sópran og Snorri Sigfús Birgisson,
píanóleikari og tónskáld, koma fram á
hádegistónleikum í Fríkirkjunni í dag
kl. 12. Á efnisskránni eru fjórar þjóð-
lagaútsetningar eftir Béla Bartók og
sjö eftir Snorra Sigfús, sem hann út-
setti við lög úr Dalasýslu, en þangað á
Hanna Dóra ættir að
rekja. Um frumflutn-
ing á útsetningunum
er að ræða, en þær
eru tileinkaðar
söngkonunni.
Frumflytja þjóðlaga-
útsetningar í dag
Á föstudag Suðaustan 8-15 m/s, víða rigning og hiti 3 til 8 stig,
en norðaustan 10-15 og slydda eða snjókoma nyrst á landinu og
hiti nálægt frostmarki. Skúrir vestan til síðdegis.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 8-15 m/s nyrst á
landinu, slydda og hiti í kringum frostmark, en suðlæg átt 5-10
annars staðar, dálitlar skúrir og hiti 3 til 8 stig.
VEÐUR
Sigurður Freyr Þor-
steinsson er nýliði í karla-
landsliði Íslands í íshokkíi,
sem nú leikur á heims-
meistaramótinu í Rúmeníu.
Hann er þegar búinn að
taka þátt í tveimur heims-
meistaramótum yngri
landsliða á þessu ári. „Það
er svolítið stórt stökk á
milli og sérstaklega er tölu-
verð breyting á hraða leik-
manna,“ segir Sigurður
Freyr. »1
Þrisvar á HM
á þessu ári
„Ég lít á alla leiki, hvort sem ég kem
inn af bekknum eða byrja, sem tæki-
færi til að sýna mig og sanna. Ég gef
mig alltaf alla í verkefnið, hvort sem
það er æfing eða leikur. Þetta verður
ekkert öðruvísi,“ segir Gunnhildur
Yrsa Jónsdóttir, sem er í hörðum slag
um sæti í byrj-
unarliði Íslands
fyrir Evrópu-
keppnina í
Hollandi í
sumar. Ísland
mætir Sló-
vakíu í dag.
»1
Allir leikir tækifæri til
að sýna sig og sanna
Ný rannsókn þar sem könnuð var
spilahegðun íslenskra knattspyrnu-
manna bendir til þess að umtals-
verður fjöldi íslenskra knattspyrnu-
manna veðji á leiki sem þeir taka
sjálfir þátt í. Heilindafulltrúi KSÍ seg-
ir þar vera stigið skref í átt til hag-
ræðingar atvika eða úrslita en fjallað
er um málið í íþróttablaði Morgun-
blaðsins í dag. »2-3
Skref stigið í átt til
hagræðingar úrslita
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Ég hef engan áhuga á þessum nýju döllum. Það
er svo mikil sál í gömlu skipunum og þess vegna
er mun skemmtilegra að smíða þau,“ segir Guð-
mundur Kristinsson í Innrömmun Guðmundar á
Eiðistorgi á Seltjarnarnesi, í samtali við Morgun-
blaðið, en hann hefur nú nýlokið við að búa til lík-
an af Sverri EA.
Er Guðmundur var 13 ára gamall fór hann á
síld á Sverri EA og segist hann muna vel eftir
þeim tíma. „Þetta er í raun afar merkilegt skip
og hét áður Smyrill. Á þeim tíma gekk það sem
ferja á milli Færeyja og Danmerkur, en báturinn
er smíðaður í Svíþjóð árið 1898,“ segir Guð-
mundur og bætir við að skipið hafi verið keypt
hingað til lands í kringum 1915 og nýtt til síld-
veiða. „Sverrir var nokkuð stórt skip á sínum
tíma með tveimur lestum og brúna í miðjunni – í
raun eins og flutningaskip. Hann sigldi svo öll
stríðsárin með fisk til Bretlands, en sjálfur
kynntist ég honum ekki fyrr en í kringum 1950,“
segir hann.
Sverrir EA var enn í fersku minni
Þegar Guðmundur vann við gerð líkansins
þurfti hann lítið að styðjast við ljósmyndir af
Sverri EA – svo vel mundi hann eftir útliti skips-
ins.
„Ég mundi svo vel eftir honum og gat því
teiknað bátinn upp af nákvæmni áður en ég fékk
sendar af honum nokkrar myndir,“ segir Guð-
mundur og bætir við að hann eigi meðal annars
mynd sem sýni skipið við Færeyjar, þá í flutn-
ingum undir heitinu Smyrill, og aðra sem sýni
hann við síldarlöndun á Siglufirði, en þá undir
heitinu Sverrir EA og var sú mynd tekin ein-
hvern tímann á árunum 1930 til 1940.
Aðspurður segir hann Sverri EA nú hins veg-
ar liggja á botninum í Eyjafirði. „Hann var lengi
í fjörunni sunnan við Akureyri, en var að lokum
dreginn út á Eyjafjörð og sökkt. Hann liggur nú
á um 30 metra dýpi,“ segir Guðmundir og heldur
áfram:
„Ég á strák sem er kafari og býr fyrir norðan,
en ég bað hann einmitt nýlega um að kafa að
bátnum og taka af honum mynd – þá ætti ég
eina lokamynd af Sverri.“
Líkanið sem Guðmundur bjó til er nú til sýnis
á verkstæði hans á Eiðistorgi. Það verður svo
flutt í Seltjarnarneskirkju, að líkindum síðar í
þessum mánuði, og haft til sýnis þar að beiðni
sóknarprestsins.
Meiri sál í gömlu skipunum
Líkanið af Sverri EA er nú til sýnis á rammaverkstæðinu á Eiðistorgi
Morgunblaðið/RAX
Listamaður Guðmundur Kristinsson hefur nú lokið við smíði á líkani af skipi sem á sér langa og merka sögu, en verkið tók um eitt ár.