Morgunblaðið - 13.01.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 13.01.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, verður á skrifstofu Bændaferða 15. - 19. janúar milli kl. 11:00 - 16:00. Kíktu við í kaffi og fáðu upplýsingar um ferðir ársins frá einum vinsælasta fararstjóra Bændaferða. Hófý, fararstjóri Bændaferða verður á skrifstofunni 15. - 19. janúar Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK sp ör eh f. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt sam- komulag vegna fyrirhugaðrar upp- byggingar á lóðinni Hallarmúla 2. Tölvutek er nú með verslun í húsinu. Það er sunnan við Hilton Reykjavík Nordica á Suðurlandsbraut 2. Fram kemur í samþykkt borgar- ráðs að fasteignin í Hallarmúla 2 hafi verið byggð 1971. Lóðin sé tæp- lega 3.100 fermetrar. Þrír fjárfestar í félaginu Borgin gerir umrætt samkomulag við félagið HM2 ehf. Það er til heim- ilis í Borgartúni 24. Samkvæmt Creditinfo eiga þrír fjárfestar jafnan hlut í félaginu. Þeir heita Stefán Már Stefánsson, Ellert Aðalsteinsson og Elmar Freyr Jensen. Fram kemur í samkomulagi sem er undirritað af þeim þremur að lóðarhafar eru að láta vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Hallarmúla 2. Stærð lóðar, aukið byggingarmagn og breytt nýting húsa sé nánar skilgreint í fyrirliggj- andi hugmynd að deiliskipulagi. Hún fylgir ekki með þessari samþykkt. Húsið verði hækkað Hins vegar kom fram í umsögn lóðarhafa í fyrrasumar að tillagan felist í að hækka húsið á lóð nr. 2 við Hallarmúla, auka byggingarmagn og stækka byggingarreit til sam- ræmis við nærliggjandi byggð. Bendir það til að byggja eigi há- hýsi en til samanburðar eru Suður- landsbraut 2 og 4 átta til níu hæðir. Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar, segir eiga eftir að vinna deiliskipulagið frekar. Þá komi endanlegar hæðir og byggingar- magn fram. Samkomulagið sé með fyrirvara um endanlegt deiliskipu- lag. Á þessu stigi hafi ekki verið lagðar fram opinberar teikningar. Vilja hótel í Hallarmúla  Fjárfestar gera samkomulag við borgaryfirvöld Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Hallarmúli 2 Hugmyndir eru um að byggja hærri byggingu á lóðinni. Sigurður Bogi Sævarsson Jóhann Ólafsson Framleiðsla í Hellisheiðarvirkjun ætti að komast í samt lag í dag en tvær af sjö vélum Hellisheiðarvirkj- unar sem framleiða rafmagn og varmastöð fyrir heitt vatn urðu óvirkar í eldsvoða í orkuverinu sem kom upp á ellefta tímanum í gær- morgun. Eldurinn var í loftræstibún- aði virkjunarinnar og þaki miðhluta stöðvarhússins. Tjón á búnaði er óverulegt og engan sakaði. Allt tiltækt lið Mikill viðbúnaður var hafður vegna eldsvoðans og sendu Bruna- varnir Árnessýslu og Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins allt tiltækt lið sitt á staðinn. Aðgerðum á vettvangi lauk síðdegis, en nokkir slökkviliðsmenn áttu til öryggis að hafa varðstöðu á vettvangi í nótt ef eldur blossaði upp að nýju „Við settum allt í gang þegar til- kynning barst því eldsvoði í virkjun getur verið erfiður viðfangs; bygg- ingar risastórar og rýmin þar flókin. Hér hafa sennilega verið um 80 slökkviliðsmenn þegar mest var og svo lögregla og aðrir. Það nálgast að hér hafi verið um 100 manns á vett- vangi meðan við vorum að ná tökum á eldinum,“ segir Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Ár- nessýslu sem var á vettvangi og stýrði aðgerðum. Aðgerðirnar í gær segir Haukur að hafi í alla staði gengið vel, enda æfi slökkviliðið og tæknimenn í Hellisheiðarvirkjun viðbrögð við að- stæðum, líkum þeim sem komu upp í gær, mjög reglulega. Gildi þeirrar þjálfunar hafi sannað sig rækilega í gær. Fjórðungur af rafmagnsframleiðslu fór út Uppsett afl Hellisheiðarvirkjunar er 280 metavött. Eftir eldsvoðann í gær fóru ein háþrýstivél af sex og svo lágþrýstivélin út. Samanlögð fram- leiðslugeta þeirra er um 71MW eða um fjórðungur uppsettu afli virkjun- arinnar sem er um 280 MW. Í gær var svo mjög horft til þess að gangsetja mætti sem fyrst varma- stöð virkjunarinnar, en hún framleið- ir heitt vatn fyrir hitaveituna á höf- uðborgarsvæðinu. Þar sem útlit sé fyrir kólnandi veður á næstu dögum segir Eiríkur Hjálmarsson, talsmað- ur Orku náttúrunnar sem á og rekur Hellisheiðarvirkjun, fulla þörf fyrir þá framleiðslu. Úr virkjuninni koma 10% af því vatni sem Veitur þurfa fyrir hitun á höfuðborgarsvæðinu. Stórbruna í virkjun afstýrt  80 slökkviliðsmenn börðust við eld í Hellisheiðarvirkjun  Snör viðbrögð og góð þjálfun höfðu mikið að segja  Tjónið er óverulegt og engan sakaði  25% af rafmagnsframleiðslu og heitt vatn duttu út Morgunblaðið/Hanna Slökkvistarf Eldurinn var í loftræstingu í miðrými virkjunarinnar. Viðbúnaður var mikill því eldsvoði í stórri byggingu eins og hér er erfiður vettvangur. Aðgerðir Vatni var dælt úr kröfubíl á kraumandi eldinn sem var við loftræstiturnana á þaki virkjunarinnar. Hellisheiðarvirkjun er í eigu og rekstri Orku náttúrunnar, dótturfélags OR. Jarðhitasvæði virkjunarinnar, sem var gang- sett 2006, er sunnan við Heng- ilinn. Í stöðinni eru sjö vélar til rafmagnsframleiðslu og varma- stöð fyrir heitt vatn. Uppsett afl virkjunarinnar eru 303 MW í rafmagni og 133 MW í varmaafli. Stækkunarmögu- leikar eru fyrir hendi. Úr borholum svæðisins streymir jarðhitavatn sem fer í skiljustöð. Þaðan fara gufa og vatn í tveimur aðskildum að- veituæðum í stöðvarhús virkj- unarinnar þar sem fyrrnefndar rafvélar og varmavél eru. Stóra virkjun má stækka GANGSETT ÁRIÐ 2006

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.