Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Ernir Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Lægðirnar sem ganga yfirlandið og skammdegis-myrkrið ýta trúlega undirað margir fleygja sér upp í sófa hvenær sem færi gefst, liggja þar afvelta og horfa á sjónvarpið þar til Óli Lokbrá kemur í heim- sókn. Mjög kósí raunar og ekkert til að hafa áhyggjur af eða agnúast út í ef ekki væri fyrir það að þess- um notalegheitum fylgir gjarnan sælgæti, nasl og alls konar óholl- usta, sem sumir eiga erfitt með að venja sig af eftir hátíðarnar. Og svo fitnum við óhjákvæmilega ef við grípum ekki í taumana áður en í óefni er komið. Vetrarfitan kann að helgast af sólarleysi Samkvæmt nýrri rann- sókn liggur ástæða þess að fötin okkar virðast óvenjulega þröng og óþægileg þessa dagana ekki bara í því að við höf- um sleppt fram af okkur beislinu í mat og drykk. Morgunblaðið/ÞÖK Smá hér og smá þar. Æ, æ! Hvernig gerðist þetta eiginlega? 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er þrifinn að innan sem utan, allt eftir þínum þörfum. Frábær þjónusta – vönduð vinnubrögð. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Bónstöð opin virka daga frá 8-19, Alþrif verð frá 14.500,- (lítill fólksbíll) Bónstöð Pantið tíma í síma577 4700 Ef þú vilt vita allt um íslensku lopa- peysuna þá verður Ásdís Jóelsdóttir með leiðsögn um sýninguna Íslenska lopapeysan – upp- runi, saga og hönnun í Hönn- unarsafni Íslands, Garðatorgi 1, Garðabæ, kl. 16 í dag, laugardaginn 13. janúar. Ásdís er lektor við Háskóla Íslands og gaf út samnefnda bók rétt fyrir áramót sem sýningin bygg- ist á. Íslenska lopa- peysan þróaðist frá því að vera vinnufatnaður sem nýttist aðallega við erfið útistörf í það að verða að þjóðlegri minjavöru og vinsælli tískuvöru. Þannig endurspeglar peysan lífshætti og sögu þjóðar. Engin ein prjónakona „hannaði“ peysuna heldur hefur útlit hennar og gerð tengst mörgum áhrifavöld- um og ekki síst því að hún þurfti að vera fljótprjónuð. Íslenskar prjónakonur hafa haft veg og vanda af þessari þróun. Þjálfun og reynsla, formskynjun í munst- urgerð, næmni fyrir litum og lita- samsetningum ásamt ánægjunni af því að prjóna hefur verið und- irstaða í hönnun lopapeysunnar. Hönnuður sýningarinnar er Auð- ur Ösp Guðmundsdóttir. Sýningin er farandsýning og er samstarfsverkefni Hönnunarsafns Íslands, Heimilisiðnaðarsafnsins og Gljúfrasteins. Hönnunarsafn Íslands er opið kl. 12-17 alla daga nema mánudaga. Leiðsögn í Hönnunarsafni Íslands Peysa sem endurspeglar lífshætti og sögu þjóðarinnar Tískuflík Íslenska lopapeysan er fyrir löngu orðin þjóðleg minjavara og vinsæl tískuflík. Söngur er nánast allra meina bót, hann bætir, hressir og kætir. Nú er lag fyrir söngglaða að skella sér á samkomu á KEX hosteli við Skúla- götu í henni Reykjavík í kvöld, laugar- dag 13. janúar, því þar verður svokall- að Karókí djöflanna. Salur sem kenndur er við Sæmund í spariföt- unum ætlar að hýsa viðburðinn og um undirspilið sjá Guðmundur Óskar Guðmundsson og Hjörtur Ingvi Jó- hannsson í Hjaltalín, Þorvaldur Þór Þorvaldsson trymbill, gítarleikarinn Örn Eldjárn og Aron Steinn Ásbjarn- arson spilar á saxófón og fleira. Sandra Barilli ætlar að stýra sam- komunni og lofað er að óvæntar stjörnur stígi á svið. Öllum er hollt að grípa míkrófón og syngja, og ekki er síður gaman að vera í hópi þeirra sem hlusta og njóta. Gaman saman. Syngið í ykkur gleði á Kexinu í kvöld Getty Images/iStockphoto Láta vaða Enga feimni, skella sér! Skellið ykkur á karókí djöflanna Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Klifið er hugsjónafélag sem er ekki rekið í hagnaðarskyni en þar er boðið upp á fjölbreytt námskeið fyrir börn og fullorðna. Námskeiðin eru á ýms- um sviðum, tækni og vísindi, mynd- list, tónlist, listdans, leiklist og sjálfsrækt. Jens Júlíusson verður með vatnslitanámskeið hjá Klifinu sem hefst 25. janúar nk. og er það sagt henta þeim sem vilja ná góðri færni í að vinna með vatnsliti. Á vef- síðu Klifsins, klifid.is, kemur fram að á námskeiðinu verði m.a. farið yfir helstu grunnatriði sem tengjast vatnslitum, farið ýtarlega í mismun- andi efni og það sem þarf til að ná góðri stjórn á vatnslitamálun, ein- faldar myndir með fáum og flóknari myndir. Einnig hvernig hægt er að gera einfaldar skissur sterkari með notkun vatnslita. Vefsíðan www.klifid.is Ljósmynd/Getty Images Vatnslitun fyrir fullorðna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.