Morgunblaðið - 13.01.2018, Side 21

Morgunblaðið - 13.01.2018, Side 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Isavia boðar til morgunfundar þann 16. janúar næstkomandi kl. 8.30 á Hótel Reykjavík Natura. Fjallað verður um mikilvægi innanlandsflugs sem hluta af almenningssamgöngukerfinu. Spurt er hvort núverandi kerfi sé komið að þolmörkum og rætt um þá sýn sem hagaðilar hafa á kerfið nú og til framtíðar. Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu. Dagskrá: — Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, setur fundinn I N N A N L A N D S F L U G – TÆ K I FÆ R I E Ð A VA N D A M Á L ? — Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia MIKILVÆGI INNANLANDSFLUGS FYRIR BYGGÐIR LANDSINS — Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands HAGKVÆMUR KOSTUR Í KREFJANDI UMHVERFI — Grímur Gíslason, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Air Iceland Connect Fyrirspurnir úr sal SKRÁNING ISAVIA . IS/MORGUNFUNDUR HÓTEL NATURA Í REYK JAVÍK 16 . JANÚAR KL . 8 .30 M O R G U N F U N D U R U M F R AM T Í Ð I N N A N L A N D S F L U G S Á Í S L A N D I F R AM T Í Ð I N N A N L A N D S F L U G S Alls komu rúmlega 40 þúsund Þjóð- verjar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur og Akraness í fyrra- sumar. Þetta kemur fram í yfirliti sem Faxaflóahafnir hafa birt um komur skemmtiferðaskipa í fyrra. Gestir frá Þýskalandi voru 32% allra far- þega skemmtiferðaskipa. Þar á eft- ir koma Bandaríkin með 24% (30 þúsund) og Bretland (22 þúsund) með 17%. Frá byrjun þessarar ald- ar hefur farþegafjöldi frá þessum þremur löndum ætíð verið mestur. Árið 2017 voru 135 komur skemmtiferðaskipa til Faxaflóa- hafna og með þeim komu 128.275 farþegar. Met var í skipakomum sem og farþegafjölda þetta árið. Nýting á farþegarými skemmti- ferðaskipanna var 99% og telst það virkilega gott, segir í yfirlitinu. Það bar til tíðinda á árinu að eitt skemmtiferðaskip kom til Akra- ness, í fyrsta sinn í sögu bæjarins. Árið 2001 komu 27.574 farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Aukningin á þessari öld hefur því verið gríðarleg. Nú þegar er ljóst að árið 2018 mun verða metár, bæði hvað varðar skipakomur og farþegafjölda. Bók- aðar hafa verið nú þegar 143 skipa- komur og með þeim er áætlað að komi 146.000 þúsund farþegar. Stærsta skipið sem kemur næsta sumar heitir MSC Meraviglia og er væntanlegt 26. maí. Það er 171.598 brúttótonn og 333 metrar að lengd. Þetta verður stærsta skip sem komið hefur til hafnar á Íslandi. sisi@mbl.is Þjóðverjar fjölmennastir Ljósmynd/MSC Cruises MSC Meraviglia Kemur til Reykjavíkur í sumar með 4.500 farþega.  Í fyrra komu 128.275 farþegar með skemmtiferðaskipum Fyrirtækinu Loftkastalanum verða seldar þrjár fasteignir og bygg- ingarréttur í Gufunesi, með sam- þykkt borgarráðs í gær. Er þetta samkvæmt stefnu Reykjavíkur- borgar um að starfsemi sem tengist kvikmyndagerð verði í aðal- hlutverki í Gufunesi. Loftkastalinn er félag sem vinn- ur að nýsmíði, leikmyndagerð, ný- sköpun og hönnun og þróun á bún- aði fyrir gerð kvikmynda. Nú þegar hafa tvö fyrirtæki í kvikmyndaiðnaði keypt eignir á svæðinu sem þykir mikilvægt fyrir áframhaldandi þróun þar. Loftkastalinn greiðir 226 millj- ónir króna fyrir fasteignirnar og byggingarrétt með gatnagerð- argjöldum. Fasteignirnar eru gam- alt sérhæft verksmiðjuhús sem hýsti á sínum tíma hluta starfsemi áburðarverksmiðjunnar og birgða- skemmur. Hlutar húsnæðisins eru með mikilli lofthæð sem getur hent- að vel til leikmyndagerðar. Allar eignirnar þarfnast talsverðs við- halds. Loftkastali í Gufunesi  Kvikmyndaver Morgunblaðið/Árni Sæberg Gufunes Miklar byggingar sem nú verður fengið nýtt hlutverk. Skíðafélag Siglufjarðar og Arctic Heli Skiing hafa undirritað sam- starfssamning vegna hins árlega fjallaskíðamóts, Super Troll Ski Race, sem haldið verður á Siglu- firði í fimmta sinn hinn 12. maí nk. Jökull Bergmann hjá Arctic Heli Skiing og Kristín Anna Guðmunds- dóttir, formaður skíðafélagsins, undirrituðu samninginn í vikunni. Í tilkynningu segir að mótið, sem heimamenn kalla Súper Trölla, hafi fest sig í sessi og sé sótt af bæði Ís- lendingum og erlendu skíðafólki. Skíðafélagið telur það mikinn feng að fá Jökul til liðs við mótið. Mun Arctic Heli Skiing verða einn af aðalbakhjörlum mótsins ásamt Fjallakofanum, Sigló Hótel og Wow air. Þess má geta að allur ágóði mótsins rennur til barna- og ung- lingastarfs skíðafélagsins. Ljósmynd/Super Troll Ski Race Fjallaskíðamót Náttúrufegurðin er mikil á fjöllunum á Tröllskaga. Fjallaskíða- mót á Sigló

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.