Morgunblaðið - 13.01.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 13.01.2018, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Ský bregða á skeið Hross á vetrarbeit í Mosfellsdalnum undir skýjum á þeysireið um himingeiminn. Útlit er fyrir él eða skúrir og rigningu á höfuðborgarsvæðinu í dag og snjókomu á morgun. RAX Þrátt fyrir að Ísland sé ríkt af auðlindum er sjávarútvegur eina at- vinnugreinin sem greiðir sérstaklega fyr- ir nýtingu þeirra og hefur gert frá árinu 2004. Umliðin ár hefur hlutfall veiðigjalds af hagnaði verið sam- bærilegt hlutfalli tekjuskatts. Á tíma- bilinu 2014-2016 voru tekjuskattur og veiðigjald alls 37% af hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja. Árið 2017 er áætlað að þetta hlutfall hafi verið 40%, en á þessu ári má ráðgera, að óbreyttu veiðigjaldi, að hlutfallið verði 58-60% af hagnaði. Með réttu má efast um að aðrar at- vinnugreinar sem nýta auðlindir Ís- lands, sér að kostnaðarlausu, stæðu undir viðlíka gjaldtöku, eða fyrir- tæki almennt. Einhverjir telja að nú sé tímabært að mismuna fyrirtækjum í sjávar- útvegi, þannig að hin stærri greiði enn meira en hin smærri minna. Er þessi hugleiðing færð undir þann hatt að tengja beri veiði- gjald við afkomu. Í þessari hugsun felst al- varleg hugsanavilla. Í fyrsta lagi er ís- lenskur sjávarútvegur, bæði lítil og stór fyr- irtæki, í óvæginni al- þjóðlegri samkeppni. Keppir íslenskur sjáv- arútvegur þar í flestum tilvikum við ríkisstyrktan sjávar- útveg. Raunar má fullyrða að Íslend- ingar eigi heimsmet í skattlagningu á sjávarútveg. Það er auðvitað vel að íslenskur sjávarútvegur sé í færum til að skila verulegum fjármunum til samfélagsins, en skattheimtan má þó ekki verða til þess að draga úr þrótti íslenskra fyrirtækja til að standast hina hörðu erlendu sam- keppni. Nú þegar veiðigjald er hjá mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum orðið stærsti kostnaðarliður á eftir launakostnaði, verður ekki annað séð en að gjaldtaka hins opinbera sé einmitt farin að skaða samkeppnis- hæfni íslensks sjávarútvegs. Sú staða verður síst betri við það að hin- ir stærri, sem jafnan skapa meiri tekjur fyrir íslenskt samfélag en hin- ir minni, greiði enn meira. Þá skal það í öðru lagi nefnt, að samkvæmt lögum eru þrepaskiptir afslættir veittir af fyrstu 9 m.kr. álagðs veiðigjalds. Veittur afsláttur er 20% af fyrstu 4,5 m.kr. veiðigjalds og 15% af næstu 4,5 m.kr. þar á eftir. Á liðnu fiskveiðiári greiddu 882 að- ilar 9 m.kr. eða minna í veiðigjald. Um 90% gjaldskyldra aðila nutu því að fullu um 20% afsláttar af veiði- gjaldi. Hin 10% gjaldskyldra aðila, þ.e. stærstu fyrirtækin, nutu ekki viðlíka afslátta. Í þriðja lagi greiða hinir stærri nú þegar meginþorra heildarfjárhæðar veiðigjalds. Um 1.000 aðilar greiða veiðigjald. Á síðastliðnu fiskveiðiári greiddu 20 stærstu aðilar í sjávar- útvegi um 73% heildarfjárhæðar veiðigjalds, en ríflega 980 aðilar greiddu um 27% heildarfjárhæð- arinnar. Hlutfallið er sambærilegt í tekjuskatti. Af þeim tekjuskatti sem sjávarútvegur greiddi árið 2016, alls um 7,7 miljarða króna, greiddu 20 stærstu fyrirtækin tæplega 80% heildarfjárhæðarinnar. Í fjórða lagi má ekki gleyma því að í veiðigjaldi felst gjald fyrir nýtingu takmarkaðrar auðlindar. Það breyt- ir engu um vermæti auðlindarinnar hvort lítill eða stór aðili dragi fiskinn úr sjó. Gjaldið fyrir hvert kíló fisks á að vera það sama, óháð því hver veiðir. Sá sem veiðir meira, greiðir eðli máls samkvæmt hærri fjárhæð. Sú hugsun stenst hins vegar engin rök að sá sem skilar verri rekstrar- afkomu en annar skuli greiða minna. Ef tryggja á þjóðinni réttlátan hlut af arðsemi auðlindarinnar, eins og lög og nýr stjórnarsáttmáli kveða á um, verður því markmiði aldrei náð ef umbunað er sérstaklega fyrir lak- ari rekstur í formi sérmeðferðar þegar kemur að greiðslu veiðigjalds. Staðreyndin er sú að veiðigjald á yfirstandandi fiskveiðiári er allt of hátt, óháð því hvort fyrirtæki eru lít- il eða stór. Þó að sjávarauðlindin sé okkur dýrmæt, er verðmiði hennar fjarri því að samsvara tvöföldum tekjuskatti fyrirtækja. Gjaldið dreg- ur úr samkeppnishæfni, rann- sóknum og vöruþróun og svæfir fyr- irætlanir um fjárfestingar í skipum og tækjum. Þá er ekki síður alvar- legt að gjaldtakan ein og sér mun auka mjög samþjöppun. Samfélagið í heild mun þar af leiðandi líða fyrir gjaldtökuna. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur »Ef tryggja á þjóðinni réttlátan hlut af arð- semi auðlindarinnar verður því markmiði aldrei náð ef umbunað er sérstaklega fyrir lak- ari rekstur í formi sér- meðferðar þegar kemur að greiðslu veiðigjalds. Heiðrún Lind Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Litlar og stórar sneiðar af veiðigjaldi Nýlega birtist grein eftir undirritaðan hér í Morgunblaðinu sem bar heitið Meira um fullveldi. Í henni var bent á að það er við- tekin skoðun í þjóða- rétti að líta svo á að rétturinn til að taka á sig alþjóðlegar skuld- bindingar sé einn af eiginleikum fullveldis ríkja og að undirgangast slíkar skuldbindingar sé ekki afsal á full- veldi. Hér verður haldið áfram þar sem staðar var numið og fjallað enn meira um fullveldið. Fullveldisframsal Hugtakið fullveldisframsal er oft á tíðum notað í umræðunni um al- þjóðamál hérlendis um það þegar ríki tekur á sig þjóðréttarlegar samningsskuldbind- ingar um ákveðnar at- hafnir eða athafnaleysi sem í felst binding. Þetta er einkum áber- andi þegar rætt er um EES-samninginn og hugsanlega aðild Ís- lands að ESB. Hugtakið er ekki séríslenskt. Sambærileg hugtök finnast á öðrum tungu- málum. Það gerir hug- takið ekki betra. Heppi- legra er að ræða um framsal ríkisvalds en fullveldis- framsal. Það er hreinlega hluti af ytra fullveldi ríkja að geta framselt ríkis- vald til alþjóðastofnunar. Það er svo alltaf spurning hvort slík notkun á fullveldinu sé í samræmi við stjórnlög ríkis eða teljist þjóna hagsmunum þess. Í þessu samhengi má benda á hug- takið lögræði sem svipar um margt til fullveldishugtaksins. Til einföldunar má segja að lögræði sé fullveldi sér- hvers einstaklings. Hvers vegna er þá ekki rætt um að einstaklingur fram- selji lögræði sitt þegar hann und- irgengst ráðningarsamning við vinnuveitanda eða þegar hann tekur fasteignalán til að eignast húsaskjól? Af hverju er ekki rætt um lögræð- isframsal í þessu samhengi? Það er af því að rétturinn til að taka á sig skuldbindingar er einn af eiginleikum lögræðis. Líkt og það er einn af eig- inleikum fullveldisins að geta tekið á sig alþjóðlegar skuldbindingar. Þarf að efla fullveldið? Af og til heyrast raddir um að nauðsynlegt sé að efla fullveldið. Í þessum orðum birtist sú hugmynd að hægt sé að auka við fullveldi ríkja með einhverjum hætti. Í slíkum þankagangi hlýtur að felast sú hugs- un að ríki séu mismikið fullvalda. Slíkur þankagangur er misskiln- ingur. Fullveldishugtakið er ekki hlutfallstengt, líkt og lögræðis- hugtakið er ekki hlutfallstengt. Ann- aðhvort er eining fullvalda eða ekki. Þær landfræðilegu einingar sem telj- ast fullvalda ríki eru allar jafn full- valda, völd þeirra og áhrif eru aftur á móti ólík. Sama á við um lögráða ein- staklinga. Í einstaka tilfellum getur verið umdeilanlegt hvenær eining telst fullvalda. Á það einkum og sér í lagi við í tilfelli einingar innan tiltekins ríkis sem önnur ríki, m.a. „móður- ríkið“, vilja ekki viðurkenna sem full- valda þjóðréttaraðila og vilja ekki eiga í samskiptum við sem ríki. Nær- tækt dæmi er Katalónía. Slíkar vangaveltur eiga hins vegar ekki við í eldri ríkjum, sem önnur ríki eiga í samskiptum við, t.a.m. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Aðgöngumiðinn á ballið Aðild Íslands að Sameinuðu þjóð- unum, NATÓ og EES-samningnum er ekki andstæð fullveldinu heldur hreinlega birtingarmynd þeirrar staðreyndar að Ísland sé fullvalda ríki. Það sama á við ef Ísland gengur í ESB. Sést það best á því að íslenska ríkið getur sagt sig frá umræddu al- þjóðastarfi. Fullveldið veitir íslenska ríkinu kost á að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Það er aðgöngumiðinn á ballið. Það er svo alltaf spurning hvernig talið er heppilegast að beita fullveldinu á alþjóðavettvangi á hverjum tíma. Það er að mestu leyti undir þeim komið sem valist hafa til forystu í utanríkismálum hverju sinni. Á þeim hvílir mikil ábyrgð. Eftir Bjarna Má Magnússon »Hér er tekið til skoðunar hugtakið fullveldisframsal og skoðað hvort ríki geti eflt fullveldi sitt. Bjarni Már Magnússon Höfundur er dósent í lögfræði við lagadeild HR. bjarnim@ru.is Enn meira um fullveldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.