Morgunblaðið - 24.02.2018, Qupperneq 13
Leikararnir eru 18
talsins auk þess sem
fjöldi fólks vinnur á
bak við tjöldin m.a.
að búningagerð,
förðun, leik-
mynd og ljósa-
stjórn.
Köld eru kvennaráð Konurnar láta mikið að sér kveða.
sem Fanney Vala Arnórsdóttir, sem
fékk í vöggugjöf stóran skammt af
svokallaðri leikhúsbakteríu. Hún er
af leikurum og leikstjórum komin og
hóf sjálf leikferilinn árið 1995 þegar
hún lék Herra Níels í uppfærslu
Borgarleikhússins á Línu Lang-
sokk. Síðar lá svo leiðin á sviðið á
Breiðumýri þar sem hún tók þátt í
uppfærslu á Fiðlaranum á þakinu
árið 2002 og síðar Landsmótinu
2004.
Hún var fimm ár í Lundúnum í
leiklist og leikstjórnarnámi og eftir
útskrift þaðan kenndi hún leik-
húsfræði auk þess að stofna eigið
leikhúsfyrirtæki þ.e. StepbyStep
Productions sem hefur það að mark-
miði að veita ungu og upprennandi
leikhúsfólki tækifæri til þess að
koma sér á framfæri. Hún segir að
það séu forréttindi að geta unnið
bæði hér á landi og í Lundúnum.
Völu finnst frábært að fá að
vinna með fólkinu sem hún ólst upp
með þ.e. í Reykjadal og því fólki sem
er stór partur af hennar uppeldi
hvort heldur var í skóla, íþróttum,
fjósinu og síðast og ekki síst í leik-
húsinu á Breiðumýri.
Mikill söngur og fimm
manna hljómsveit
Tónlistarstjóri hjá Efl-
ingu er, eins og oft áður, Ja-
an Alavere og má segja að
tónlistin hafi verið honum í
blóð borin frá því hann var
aðeins fimm ára gamall
þegar hann byrjaði form-
lega í tónlistarnámi í
heimalandi sínu Eistlandi.
Hann hefur nú starfað á Ís-
landi í tuttugu ár og starfað
sem tónlistarkennari við
Stórutjarnaskóla auk þess
að stjórna Söngfélaginu
Sálubót til margra ára.
Jaan hefur, auk þess
að flytja og stjórna flutn-
ingi á tónlist, samið mikið af
lögum og útsett fyrir kóra.
Hann samdi t.d. sjö lög fyrir
uppfærslu Eflingar á
Kvennaskólaævintýrinu, auk þess
sem hann samdi öll lögin í söngleikj-
unum Ólafíu og Í beinni. Hann er
mikill áhugamaður um leiklist og
hann trúir því að ekkert sé óyfirstíg-
anlegt þegar á sviðið kemur. Hljóm-
sveitina í leikritinu skipa auk Jaans
Alavere þeir Pétur Ingólfsson,
Borgar Þórarinsson, Þórgnýr Val-
þórsson og Stefán Bogi Aðalsteins-
son.
Líf og fjör á sviðinu
Helstu persónur í leikritinu eru
m.a. Gissur gamlingi, Guðríður sú
gamla, Adam sem er ungi maðurinn
og Eva sem er unga konan. Þá má
nefna Jósep bæjarstjóra, Maríu
prest og Stanislaw og Jelene frá
Austur-Evrópu. Einnig koma við
sögu þau Kjartan og Lísa, Hreinn
Sveinn sem er einhleypingur og
Dúdda sem er einhleyp kona.
Það gengur mikið á á sviðinu
og ABBA-lögin setja mikinn kraft í
mannskapinn. Leikdeild Eflingar
hyggst sýna verkið um helgar í
mars og ef að líkum lætur þá verður
mikið klappað í leikhúsinu á Breiðu-
mýri eins og oft áður, enda mikið líf
og fjör.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018
Tjáning Í leikritinu
eru tilfinninga-
þrungnar stundir.
Gömul Elín Kjart-
ansdóttir og Jón
Friðrik Benón-
ýsson sem Guð-
ríður sú gamla og
Gissur gamlingi.
Embættismenn Ólafur
Ólafsson og Freydís Anna
Arngrímsdóttir sem Jósep
bæjarstjóri og María prestur.
Unga fólkið Broddi Gautason
og Hermína Fjóla Ingólfs-
dóttir leika Adam og Evu.