Morgunblaðið - 24.02.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.02.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áformað er að taka nýja álmu á Hótel Örk í notkun 15. maí næst- komandi. Með henni tvöfaldast fjöldi herbergja á hótelinu. Verkið hefur unnist hratt en framkvæmdir hófust á síðari hluta árs í fyrra. Jakob Arnar- son, hótelstjóri á Hótel Örk, segir að með nýju álm- unni bætist við 78 herbergi. Fyrir eru 79 herbergi og verða því alls 157 herbergi á hótelinu. Viðbyggingin er í öðrum stíl en núverandi byggingar. Hún verður með flötu þaki og álklæðningu. Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt hjá Tark arkitektum, teiknar húsið. Tvær 55 fermetra svítur Jakob segir að í nýju álmunni verði 68 stærri herbergi, 8 minni svítur og tvær 55 fermetra svítur. Herbergi í þessum stærðarflokkum höfði meðal annars til kínverskra og bandarískra ferðamanna. Það skapi tækifæri fyrir hótelið. „Við finnum fyrir spenningi vegna viðbygging- arinnar. Það er meiri áhugi á þess- um stærri herbergjum. Við ætlum að fara með hótelið í fjórar stjörnur og erum að aðlaga okkur að því þessa dagana,“ segir Jakob. Hann segir aðspurður að þjón- ustustigið sé að hækka. Til dæmis með þvottaþjónustu og lengri opnunartíma á veitingastað. Samhliða uppbyggingunni hefur ein hæð á hótelinu verið endurnýjuð. Þá hefur móttakan verið tekin í gegn sem og aðalsalurinn, Aðalgerði. Jafnframt var opnaður nýr veitinga- staður, Hver Restaurant. Hæðirnar endurnýjaðar Jakob segir að með haustinu verði farið að huga að því að endurnýja fleiri hæðir núverandi bygginga. Hann segir stöðugildum munu fjölga um 8 með stækkun hótelsins í alls 40. Hann segir aðspurður það vera áskorun að finna starfsfólk. Hótel Örk nýtur á ýmsan hátt sér- stöðu meðal hótela á landsbyggð- inni. Það býður upp á veitingastað, bar, 9 holu golfvöll, sundlaug með vatnsrennibraut, heita potta, gufu- bað og ýmsa aðra afþreyingu. Ná- lægð við höfuðborgarsvæðið skapar tækifæri vegna funda og ráðstefna. Hótelið var opnað 1986. Það var reist af Helga Jónssyni, sem rak það fyrstu árin. Hótelið var teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. Árið 1989 var það endurhannað að innan. Ný Hótel Örk opnuð í maí  Ný álma að verða tilbúin  Með henni tvöfaldast fjöldi herbergja á hótelinu  Hótelstjórinn segir markmiðið að Hótel Örk verði fjögurra stjarna hótel Tölvuteikning/Tark arkitektar Stíll Yfirbragð nýju herbergjanna er annað en þeirra gömlu. Tölvuteikning/Tark arkitektar Gamli og nýi tíminn Herbergin verða á fjórum hæðum. Sum þeirra verða með svalir. Tölvuteikning/Tark arkitektar Viðbygging Með nýju álmunni bætast við 78 herbergi. Jakob Arnarson Ljósmynd/Hótel Örk Endurnýjuð Móttakan var öll tekin í gegn. Jóhannes Sigmunds- son, fyrrverandi bóndi og kennari í Syðra- Langholti 3 í Hruna- mannahreppi, er lát- inn, 86 ára að aldri. Jóhannes var fædd- ur 18. nóvember 1931 í Syðra-Langholti, sonur Sigmundar Sig- urðssonar, bónda og oddvita þar, og konu hans, Önnu Jóhann- esdóttur húsfreyju. Jóhannes bjó alla tíð í Syðra-Langholti, stofnaði nýbýlið Syðra-Langholt 3 og stundaði þar búskap og var með ferðaþjónustu. Jóhannes stundaði nám í Hér- aðsskólanum að Laugarvatni og varð stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1954. Hann var kennari við Flúðaskóla í 33 ár. Jóhannes Sigmundsson stund- aði íþróttir alla tíð og tók þátt í félagsmálum sveitar sinnar og héraðs frá unga aldri. Meðal fé- lagsmálastarfa má nefna að hann var í stjórn Ungmennafélags Hrunamanna, í varastjórn Ung- mennafélags Íslands og formaður Héraðssambandsins Skarphéðins í tíu ár. Hann starf- aði áfram í nefndum og að öðrum félags- störfum fyrir HSK og var kjörinn heiðursformaður sambandsins á árinu 2011. Hann var einn- ig formaður Kenn- arafélags Suður- lands og Ferða- málasamtaka Suðurlands og sat í Ferðamálaráði Ís- lands fyrir ferða- þjónustuna á Suður- landi. Hann safnaði sögum af fólki í uppsveitum Árnessýslu og gaf út í Gamansögum úr Árnesþingi á árinu 2014. Jóhannes kynntist Hrafnhildi Svövu Jónsdóttur frá Sauðár- króki á Laugarvatnsárunum og giftu þau sig á árinu 1954. Hún lifir mann sinn. Þau eignuðust sjö börn, Hilmar, Sigmund, Sigur- björgu, Snorra Frey, Gunnar Þór, Önnu Láru og Ásdísi Erlu. Jóhannes lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði síðastliðinn mánudag. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju föstudaginn 2. mars klukkan 13. Andlát Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Hafn- arfirði fyrir bæj- arstjórnar- kosningarnar í vor rann út í vik- unni en kjörnefnd bárust 14 fram- boð. Allir fimm bæjarfulltrúar flokksins sækjast eftir endurkjöri, þau Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti og formaður bæjarráðs, Helga Ingólfs- dóttir, Ingi Tómasson, Kristinn Andersen og Unnur Lára Bryde. Prófkjörið fer fram laugardaginn 10. mars nk. Aðrir frambjóðendur eru Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, Einar Freyr Bergs- son framhaldsskólanemi, Eyrún Ey- fjörð Svanþórsdóttir framhalds- skólanemi, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir mannauðsstjóri, Kristín Thoroddsen, MBA nemi og varabæj- arfulltrúi, Lovísa Björg Trausta- dóttir, iðnrekstrarfræðingur og meistaranámsnemi, Magnús Ægir Magnússon fjármálaráðgjafi, Skarp- héðinn Orri Björnsson, fram- kvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi, og Tinna Hallbergsdóttir, gæða- fulltrúi Viðlagatrygginga. 14 gefa kost á sér í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræð- ing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eft- irlitsstofnunar á sviði félagsþjón- ustu. Ákvörðun ráðherra er í sam- ræmi við niðurstöðu ráðgefandi nefndar sem mat Sigríði hæfasta úr hópi 22 umsækjenda um embættið, segir í tilkynningu ráðuneytisins. Sigríður er með BA gráðu í al- mennum þjóðfélagsfræðum og fram- haldsgráðu frá háskólanum í Man- chester. Sigríður metin hæfust

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.