Morgunblaðið - 24.02.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 24.02.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Grafinn lax - Láttu það eftir þér Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Óvenju margir haftyrðlar fundust á götum Vestmannaeyjabæjar í des- ember og janúar, að því er segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins Sæ- heima. Haftyrðill er minnstur svart- fugla og hánorræn tegund. Hann er nokkuð algengur vetrargestur hér við land. Á árum áður urpu haf- tyrðlar við norðurströnd Íslands og hélst varp þeirra lengst í Grímsey. Síðast fannst haftyrðlahreiður þar árið 1995. Haftyrðlar eru algengir á Svalbarða, Grænlandi, Franz Jós- efslandi og víðar í norðurhöfum. Endaði ævina í Friðarhöfn Kristján Hilmarsson fann dauðan haftyrðil í Friðarhöfn í Vest- mannaeyjum 5. janúar. Sá var merktur og búinn dægurrita, litlu tæki sem skráir sólargang sem nota má til að staðsetja fuglinn daglega. Árni, bróðir Kristjáns, skilaði dægurritanum og merkinu og fékk upplýsingar um fuglinn. Hann sagði að samkvæmt þeim hefði fuglinn verið merktur 2. ágúst 2016 á Bjarnarey, sem er syðsta eyjan í Svalbarðaeyjaklasanum. Milli Bjarnareyjar og Vestmannaeyja eru tæplega 2.000 km í beinni loft- línu. Árni er búinn að vera á Herj- ólfi undanfarið og fylgist með lífinu á sjónum. „Það er mikið af haftyrðli hérna. Maður sér upp í 10-12 í hóp. Þeir eru hringinn í kringum Vest- mannaeyjar og á milli Þorláks- hafnar og Vestmannaeyja.“ Lesið af merkinu Sunna Björk Ragnarsdóttir, líf- fræðingur hjá Náttúrustofu Suð- vesturlands, las af dægurritanum og sendi gögnin til Noregs þar sem unnið var úr þeim í tengslum við al- þjóðlegt rannsóknarverkefni sem nefnist SEATRACK. Sunna sagði að fuglinn hefði verið merktur á hreiðri. Þessi tiltekni haftyrðill er merkilegur fyrir að hann var var fangaður aftur í fyrrasumar og skipt um dægurrita. Þess vegna eru til upplýsingar um ferðir hans frá sumrinu 2016 og til dauðadags. Sunna sagði að gögn úr SEAT- RACK hefðu sýnt að haftyrðlar frá Bjarnarey færu víða til vetursetu. Fuglinn kom upp ungum Hálfdán Helgi Helgason, líffræð- ingur, er verkefnisstjóri við SEA- TRACK. „Dægurritarnir voru sett- ir á fuglinn sem hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem nefnist SEATRACK,“ skrifaði Hálfdán í svari við fyrirspurn Morgunblaðs- ins. Hann sagði að að sögn Hallvards Strøm, yfirmanns SEATRACK og sem einnig stýrir sjófuglavöktun fyrir hönd Norsku heimskauta- stofnunarinnar (Norsk pol- arinstitutt) á Bjarnarey, hefði þess- um tiltekna fugli tekist að koma upp unga bæði árin sem hann var vaktaður, 2016 og 2017. Hálfdán sagði að fengist hefði vilyrði frá Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir því að hræið af haftyrðlinum yrði sent til Noregs þar sem það yrði krufið og sýni send til frekari grein- inga. Kortleggja vetrarstöðvarnar „SEATRACK hefur það að markmiði að kortleggja vetr- arstöðvar sjófuglastofna sem verpa við Norðaustur-Atlantshaf. Alls hafa yfir 8.700 dægurritar verið settir á einstaklinga af 11 teg- undum og nú þegar hafa 3.200 ritar verið endurheimtir. Rannsóknin hefur farið fram í 38 sjófuglabyggð- um í fimm löndum; Noregi (þ.m.t. Svalbarða og Jan Mayen), Íslandi, Bretlandi, Færeyjum og Rúss- landi.“ Hálfdán sagði að verkefnið hefði byrjað árið 2014 og var hug- myndin að ljúka því haustið 2018. Nú eru líkur á að það verði fram- lengt til ársins 2022. „Verkefninu er aðallega ætlað að kortleggja út- breiðslu sjófugla utan varptíma, farleiðir og fellistöðvar sjó- fuglastofna, greina umhverfistþætti sem einkenna mikilvæg sjó- fuglasvæði og kanna breytileika svæðanotkunar á milli ára og greina áhættuþætti á slíkum svæðum. Fyr- ir áhugasama má benda á smáforrit verkefnisins (http://seatrack.sea- pop.no/map/) þar sem skoða má hluta fyrirliggjandi niðurstaða verk- efnisins hingað til og heimasíðu þar sem finna má frekari upplýsingar (http://www.seapop.no/en/seatrack). Fór suður fyrir Ísland Samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja fór fuglinn bæði árin suður fyrir Ísland yfir háveturinn en snéri til Bjarnareyjar eins og fyrr segir sumarið 2017. Svo langt sem gögn frá Bjarnarey ná virðist einhver hluti stofnsins halda sig suður af Íslandi en að langstærstu leyti halda þeir til norðaustur af landinu. Aðrir haftyrðlastofnar vaktaðir af SEATRACK halda sig einnig þar en dreifast sömuleiðis meðfram austurströnd Grænlands, suður af Hvarfi og inn með vest- urströnd Grænlands. Hluti stofns- ins heldur sig í Barentshafi árið um kring.“ Hálfdán sagði að heimsstofn haf- tyrðla væri stór og hann væri án efa algengasti sjófugl í Norður- Atlantshafi. Erfitt væri að meta raunverulega stærð stofnsins vegna varphátta tegundarinnar. „Helstu heimildir segja 16-36 milljónir varp- para eftir því hvaða aðferðum er beitt. Varpstöðvar haftyrðla ná frá Baffinlandi í vestri til Severnaya eyjaklasans í Karahafi í austri. Þeir eru hánorræn tegund og hafa verið mikið rannsakaðir, m.a. af Norsk Polarinstitutt á Bjarnarey og Sval- barða. Niðurstöður þeirra rann- sókna benda sterklega til þess að hækkandi sjávarhitastig og aukin áhrif Atlantssjávar á norðurslóðum hafi neikvæð áhrif á lífslíkur full- orðinna fugla og varpárangur.“ Breytingar hjá sjófuglunum Margt bendir til að haftyrðlar eigi nú undir högg að sækja eins og stofnar margra hánorrænna sjó- fuglategunda. Þetta hefur gerst um leið og útbreiðslusvæði sjófuglateg- unda sem voru suðlægari, t.d. súlu og skúms, hafa stækkað og færst norður á bóginn. Hálfdán gat þess að súlur hefðu byrjað varp á Bjarnarey, syðstu eyju Svalbarða- eyjaklasans, árið 2011 og hefur súl- um þar farið ört fjölgandi síðan. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Fastir veturgestir við Ísland  Haftyrðill sem fannst dauður í Vestmannaeyjum var með dægurrita  Ferðir fuglsins höfðu verið skráðar 2016 og 2017  Bæði árin lagði hann leið sína víða og fór suður fyrir Ísland yfir veturinn Ljósmynd/Yann Kolbeinsson Í vetrarbúningi Haftyrðlar eru tíðir gestir við Íslandsstrendur. Þessi fugl heimsótti Húsavík þar sem myndin var tekin. Í sumarbúningi á Svalbarða Haftyrðill er minnstur svartfugla en stofninn er stærsti sjófuglastofn í N-Atlantshafi. Hann verpti hér á árum áður og síðast fannst haftyrðilshreiður í Grímsey 1995. Kort/SEATRACK Ferðalangur Hér sést hvert fuglinn fór 2016 (bláir punktar) og 2017 (rauðir punktar). Gögnin hafa ekki verið unnin en bæta má nákvæmni staðsetninga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.