Morgunblaðið - 24.02.2018, Qupperneq 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018
Nýlega var lögð
fram á Alþingi tillaga 7
þingmanna Miðflokks-
ins til þingsályktunar
um svokallaða „óháða,
faglega staðarvals-
greiningu fyrir nýtt
þjóðarsjúkrahús“. Með
þessari tillögu fylgdi
greinargerð sem er full
af rangfærslum, til
þess fallnar að afvega-
leiða þingmenn og umsagnaraðila
um tillöguna. Hér er vikið að því
helsta:
Röng fullyrðing um staðarval
Því er haldið fram að flestir ís-
lenskir og erlendir sérfræðingar hafi
komist að þeirri niðurstöðu að best
væri að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús
frá grunni á nýjum stað. Þetta er al-
rangt.
Í október 2001, ári eftir samein-
ingu Landspítala og Sjúkrahúss
Reykjavíkur var rætt um að reisa
nýjan spítala og þrír staðir skoðaðir
sérstaklega, við Hringbraut, í Foss-
vogi og á Vífilsstöðum og ekki talið
skynsamlegt að byggja á öðrum nýj-
um stað. Í október 2001 skilaði
Ementor-ráðgjafafyrirtækið þróun-
aráætlun (functional development
plan) þar sem talið var að heppileg-
ast væri að byggja í Fossvogi. Sá val-
kostur fór út af borðinu þegar íbúða-
byggð við Sléttuveg var skipulögð af
borginni. Vinna Ementor var fyrst
og fremst þarfagreining varðandi
innviði spítalans svo sem vinnuferla,
mönnun, rýmisþörf einstakra ein-
inga svo sem legudeilda, þjónustu-
rýma, aðstöðu fyrir háskólann o.fl.,
en ekki ítarleg staðarvalsgreining.
Í desember 2001 skiluðu White
arkitektar í Svíþjóð skýrslu um
mögulega útfærslu við uppbyggingu
spítala við Hringbraut, Fossvog og
Vífilsstaði. Þar á meðal eru tvær mis-
munandi tillögur að uppbyggingu við
Hringbraut. Vífilsstaðir voru þar
taldir versti kosturinn.
Nefnd um framtíðarskipulag og
uppbyggingu spítalans skilaði árið
2002 áliti til heilbrigðisráðherra.
Vinna hennar fólst í að
rýna skýrslur Emen-
tor, White arkitekta og
eiga viðræður við og fá
vinnu frá fjölda sér-
fræðinga frá borg-
arskipulagi, verk-
fræðistofunni VSÓ,
Landlækni og fjöl-
mörgum öðrum. Í
nefndinni voru fv. heil-
brigðisráðherra, fram-
kvæmdastjóri tækni og
eigna LSH, forstjóri
LSH, rektor HÍ og
skrifstofustjóri heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins. Sú nefnd
vann mikið starf sem var ekki unnið
út frá einni skýrslu eða einu áliti og
niðurstaða hennar var að Hring-
braut væri framtíðarstaðurinn fyrir
spítalann. Hér er um að ræða fyrstu
raunverulega staðarvalsgreininguna
fyrir nýjan spítala, byggt á tugum
nefndarfunda og samvinnu og sam-
antektum frá mörgum mismunandi
sérfræðingum. Árið 2003 ákveða
stjórnvöld, byggt á þessari niður-
stöðu, að Landspítali verði við
Hringbraut.
Árið 2008 skilar nefnd um fast-
eignir, nýbyggingar og aðstöðu heil-
brigðisstofnana skýrslu um staðsetn-
ingu spítalans. Farið var yfir val-
kostina Hringbraut, Fossvog,
Vífilsstaði og Keldnaholt. Hring-
braut var aftur talin besti kosturinn.
Á árinu 2008 var verkefnið einn-
ig metið af Framkvæmdasýslu rík-
isins og frumathugun (nefndarinnar
frá 2002) talin fagmannlega og ítar-
lega unnin og uppfylla kröfur fjár-
málaráðuneytisins. Öll skilyrði voru
talin til staðar til að hefja áætlunar-
gerð verkefnisins við Hringbraut.
Eftir efnahagshrun 2008 þótti
ástæða til að endurskoða og endur-
meta forsendur spítalabyggingar.
Norskir ráðgjafar, Momentum, voru
fengnir í verkið og skiluðu þeir
skýrslu í apríl 2009. Þeir lögðu til að
Landspítala í Fossvogi yrði lokað og
byggður nýr meðferðarkjarni á
Hringbraut, ásamt því að byggja
rannsóknarhús og sjúkrahótel.
Alþingi samþykkti lög nr. 64/
2010 um byggingu nýs Landspítala
við Hringbraut. Nýi Landspítalinn
ohf. (NLSH) tók til starfa 1. júlí
2010.
Árið 2011 skilaði norska ráð-
gjafafyrirtækið Hospitalitet skýrslu
um áætlaðan rekstrarsparnað af því
að sameina starfsemi LSH á einn
stað við Hringbraut. Hann var áætl-
aður um 3 milljarðar króna á ári.
Árið 2014 var þingsályktun
samþykkt á Alþingi um áframhald-
andi framgang verkefnisins og stað-
festingu laga sem áður höfðu verið
sett um verkefnið. Sama ár hefst
fullnaðarhönnun sjúkrahótels.
Árið 2015 fór Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands yfir verkefnið og
gerði engar athugsemdir við upp-
byggingu við Hringbraut. Niður-
staða þeirra var að dýrara væri að
reisa nýtt sjúkrahús frá grunni og
ekki væri ástæða til að breyta
ákvörðun um staðarvalið við Hring-
braut.
Í ágúst 2015 skilar KPMG
skýrslu þar sem farið var aftur yfir
gögn sem snúa að staðarvali Land-
spítala við Hringbraut. Byggðist hún
m.a. á vinnu Hagfræðistofnunar en
sérstaklega voru samgöngumálin
skoðuð. Ekki var talin ástæða til að
breyta fyrirliggjandi ákvörðun um
að byggja áfram nýjan spítala við
Hringbraut.
Árið 2015 mat Framkvæmda-
sýsla ríkisins hentugustu staðsetn-
inguna fyrir nýjan Landspítala við
Hringbraut. Forstjóri Skipulags-
stofnunar hefur sagt að núverandi
skipulagstillögur við Hringbraut falli
mun betur að þeirri byggð og starf-
semi sem fyrir er í nágrenninu en
eldri skipulagstillögur gerðu.
Allt frá aldamótum hefur verið í
gangi undirbúningur og reglubundið
endurmat á byggingu nýs Landspít-
ala (LSH) og fyrir löngu hefur verið
tekin sú ákvörðun að uppbyggingin
verði í áföngum með stækkun núver-
andi aðstöðu LSH við Hringbraut.
Það er ómaklegt gagnvart öllu því
fólki sem komið hefur að mati á stað-
arvali nýs spítala, sem löngu er orðið
tímabært að líti dagsins ljós, að gefa
til kynna að ekki hafi verið unnið fag-
lega og af heillindum.
Alltaf hefur Alþingi á þessum
tíma, 10 heilbrigðisráðherrar og um
það bil 7 ríkisstjórnir ákveðið að upp-
bygging Landspítala skuli fara fram
við Hringbraut. Sama gildir um
Reykjavíkurborg og Samtök sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu.
Það er því ekki rétt sem fram kem-
ur í greinargerð með þingsályktun-
artillögunni að í flestöllum tilfellum
hafi verið komist að þeirri niðurstöðu
að best væri að byggja nýtt sjúkra-
hús frá grunni á nýjum stað.
Röng fullyrðing um
úrelt skipulag
Ekkert er hæft í greinargerð þing-
mannanna að núverandi að-
alskipulag hafi gjörbreytt forsendum
varðandi Landspítala við Hring-
braut. Þetta er langbesti staður
borgarinnar. Þegar starfsemin er í
fullum gangi yfir miðjan daginn eru
yfir 100.000 manns í innan við 3 km
radíus frá Hringbraut á póstnúm-
erasvæðum 101-108 og 170. Miðja
höfuðborgarsvæðisins snýst ekki um
landfræðilega miðju þegar fólk er
sofandi á nóttunni heldur hvar fólk
er yfir daginn. Sífellt fleiri starfa ná-
lægt spítalanum. Það breytir því
ekki að nauðsynlegt er að bæta sam-
göngur um Miklubraut og Hring-
braut og reyndar einnig að fjölga
nokkuð bílastæðum.
Skýrsla Háskólans á Bifröst
frá árinu 2015
Í þingsályktunartillögunni er vitn-
að í skýrslu Bifrastar og Rann-
sóknastofnunar atvinnulífsins á Bif-
röst. Sú skýrsla var gerð að beiðni
Samtaka atvinnulífsins (SA) árið
2015 og hún mikið unnin upp úr
rangfærslum Samtaka um betri spít-
ala á betri stað (SBSBS). Sú skýrsla
átti að slá á framkvæmdir vegna yf-
irvofandi þenslu og draga úr um-
svifum ríkisins í heilbrigðisstarfsemi.
Skýrslan var harðlega gagnrýnd á
opnum fundi um skýrsluna á Hótel
Natura. Höfundur skýrslunnar,
Gunnar Alexander Ólafsson, skipti
síðar um skoðun og sagðist vera
fylgjandi því að keyra áfram á fullu
framkvæmdir Landspítala við
Hringbraut.
Reynt að draga KPMG
til ábyrgðar
Höfundar þingsályktunarinnar
vitna í greinargerð með þingsálykt-
unartillögunni í excel-skjal og grein-
argerð SBSBS og gera nú gott betur
og draga KPMG til ábyrgðar. Segja
KPMG hafa farið yfir forsendur út-
reikninga samtakanna og staðfest
útreikninga um að hagkvæmara væri
að byggja í Fossvogi en við Hring-
braut og enn hagkvæmara væri að
reisa nýtt þjóðarsjúkrahús frá
grunni á nýjum stað. Þetta er al-
rangt.
KPMG skoðaði ekki og fór ekki yf-
ir forsendur útreikninganna. Þeir
könnuðu hvort rétt hefði verið lagt
saman, dregið frá, margfaldað og
deilt og eflaust rík ástæða til að
kanna það. Forsendur útreikninga
SBSBS reyndust vera kolrangar og
niðurstaðan í samræmi við það. Í áliti
sem KPMG sendi frá sér sama ár
kom fram að þeir töldu enga ástæðu
til að breyta fyrri ákvörðunum yf-
irvalda um staðarvalið við Hring-
braut.
Satt að segja …
Stjórnmálamenn og ekki síst al-
þingismenn þurfa að temja sér sann-
sögli og málefnalegar umræður og
ekki sóa tíma þingsins og tuga fyr-
irtækja og félagasamtaka í tóma vit-
leysu eins og þessa þingsályktun.
Verkefnið er löngu hafið og breytt
staðarval seinkar nauðsynlegum úr-
bótum um 10-15 ár. Við eigum að
standa þétt saman sem þjóð á bak við
þetta Hringbrautarverkefni. Það
mun áreiðanlega ekki vera vanþörf á,
því ýmislegt óvænt getur og mun
koma upp á og „I told you so“ spek-
ingar munu þá rísa upp. Þetta verk-
efni er einn áfangi af mörgum í upp-
byggingu heilbrigðiskerfisins og
byggingasögu spítala á Íslandi. Við
eigum að fara að huga að öðrum spít-
ala á öðrum stað eftir einhverja ára-
tugi og taka frá landsvæði fyrir
hann. Ekki til höfuðs Landspítala við
Hringbraut heldur horfa lengra fram
eftir öldinni. Ekki er ráð nema í tíma
sé tekið.
Eftir Þorkel
Sigurlaugsson »Ekkert í heiminum
er hættulegra en
einlæg fáfræði og sam-
viskulaus heimska.
–Martin Luther King
Jr.
Þorkell Sigurlaugsson
Höfundur er formaður allsherjar- og
menntamálanefndar Sjálfstæðis-
flokksins.
Til nokkurra alþingismanna!
Sannleikurinn er sagna bestur
Birna Gunnarsdóttir
minjafræðingur ritar
grein í Morgunblaðið
fimmtudaginn 22. febr-
úar sl. þar sem hún veg-
ur stórlega að persónu
minni og störfum vegna
aðkomu minnar að
starfi Eflingar – stétt-
arfélags. Þar hef ég
gegnt hlutverki sem
fulltrúi í uppstilling-
arnefnd félagsins og ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélög,
þar á meðal Eflingu. Það er erfitt að
eiga orðastað við fólk sem ég veit ekk-
ert um, ekki er hún á framboðslist-
anum, ekki kynnir hún sig sem fé-
lagsmann Eflingar en ég skil málið
svo að hún sé félagsmaður í Sósíal-
istaflokki Íslands. Kannski er hún
meðal háskólafólksins sem nú telur
sig geta haft vit fyrir félagsmönnum
Eflingar. Mér sýnist að í hópi mót-
framboðsins sé nóg af því fólki.
Fyrst vil ég segja að það er reg-
inmunur á því fólki sem er í öllum
stjórnmálaflokkum innan Eflingar og
heldur því algerlega aðskildu frá starfi
sínu í stéttarfélögunum og hinum eins
og Sósíalistaflokknum sem beitir sér
beinlínis innan stéttarfélaga. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur aldrei reynt að
hafa afskipti af störfum
mínum í verkalýðs-
félögum, þar á meðal
Eflingu. Ég hef hins
vegar alla tíð reynt að
koma sjónarmiðum
verkalýðshreyfing-
arinnar til skila í mínu
starfi að stjórnmálum.
Ef Birna Gunnarsdóttir
skilur ekki muninn á
þessu og því að Sósíal-
istaflokkurinn undir
stjórn Gunnars Smára
Egilssonar hefur ákveð-
ið að grafa undan og brjóta stjórnir
verkalýðsfélaga á bak aftur, þá er hún
illa viðræðuhæf um málið.
Ég mun ekki elta ólar við þann
hroka sem Birna Gunnarsdóttir
minjafræðingur sýnir mér með orðum
um að ég þurfi byrjendakennslu í sögu
verkalýðshreyfingarinnar og ég kunni
ekki að skrifa blaðagreinar. Sama
hroka og lítilsvirðingu sýnir hún for-
mannsefni stjórnar og trúnaðarráðs.
Ég þarf enga tilsögn frá Birnu um
neitt af þessu. Ég hef verið verkakona
allt mitt líf og þekki verkalýðshreyf-
inguna innan ASÍ og fólkið sem þar
starfar mjög vel. Birna líkir Sósíal-
istaflokki Gunnars Smára við Alþýðu-
flokkinn gamla sem barðist fyrir vöku-
lögum og grundvallarmálum
launafólks í árdaga verkalýðsfélag-
anna. Þetta er ekkert annað en sögu-
fölsun og svívirðing að bera saman
nýjan Sósíalistaflokk með foringja úr
atvinnurekendastétt sem er þekktur
fyrir allt annað en virðingu fyrir
launafólki og brautryðjendur í verka-
lýðsbaráttu síðustu aldar. Ég segi
bara: Hafðu skömm fyrir þennan sam-
jöfnuð, Birna.
Mér sýnist að mótframboð Gunnar
Smára Egilssonar sé nú komið í mik-
inn vanda og reyna nú fylgismenn
þess að bera sem mest ósannindi upp
á stéttarfélagið sitt, skrifstofu þess,
stjórnarmenn og starfsfólk. Þau hafa
fengið vini sína á fjölmiðlum til að róta
sem mestum ósannindum upp um Efl-
ingu og nota gamalt bragð sem gefst
vel fyrir þá sem þekkja ekki til. Það er
farið frá manni til manns þar til mann-
orð er drepið og virðingin hans eins og
segir í alkunnu ljóði. Það vekur spurn-
ingar um stöðu þessa framboðs þegar
fylgismenn þess þurfa að nota ósann-
indi dag eftir dag til að grafa undan
réttkjörinni stjórn Eflingar. Sannleik-
anum verður hver sárreiðastur.
Við skulum hafa eitt á hreinu, Birna
Gunnarsdóttir minjafræðingur. Mót-
framboðið gegn stjórn Eflingar er
runnið undan rifjum Gunnars Smára
Egilssonar og Sósíalistaflokksins nýja.
Sá foringi og nýi flokkurinn hans hef-
ur ekkert í fortíðinni sem bendir til
þess að þar fari boðberar réttlætis og
jöfnuðar.
Ég þekki Eflingu, stjórn þess og
fólkið sem hefur unnið fyrir þetta félag
óeigingjarnt starf árum saman, mætt
á fundi félagsins, undirbúið viðburði
og komið saman á baráttudegi verka-
lýðsins. Fólkið okkar á ekki skilið þá
vanvirðu sem Birna Gunnarsdóttir
minjafræðingur sýnir því í skrifum
sínum. Ég læt svona árás mér í léttu
rúmi liggja. Þessi grein er enn ein
hvatning til almennra félagsmanna
Eflingar að styðja reynt og traust
fólk í Eflingu áfram til góðra verka og
kjósa A-lista stjórnar og trún-
aðarráðs í kosningunum framundan.
Sannleikanum verður
hver sárreiðastur
Eftir Elínbjörgu
Magnúsdóttur »Ég hef verið verka-
kona allt mitt líf og
þekki verkalýðshreyf-
inguna innan ASÍ og
fólkið sem þar starfar
mjög vel.
Elínbjörg Magnúsdóttir
Höfundur er verkakona.
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
VISBY sófi
2ja og 3ja sæta, horn eða tungusófar,
mikið úrval af áklæði og leðri