Morgunblaðið - 24.02.2018, Page 46

Morgunblaðið - 24.02.2018, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Tilboð/útboð Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Geðhjálpar 2018 Aðalfundur Geðhjálpar verður haldinn að Borgartúni 30, 2. hæð til hægri, laugardaginn 17. mars kl. 14. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kjör nýrra stjórnarmanna, umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Virðingarfyllst, stjórn Geðhjálpar. www.gedhjalp.is 20635 Verðfyrirspurn nr. 20635 - Ræðismannaráðstefna á Íslandi 2019. Ríkiskaup fyrir hönd Utanríkisráðuneytisins áætlar að ráða ráðstefnufyrirtæki til að hafa yfirumsjón með Ræðismannaráðstefnu á Íslandi 2019. Ræðismannaráðstefna verður haldin á Íslandi dagana 26.-27. september 2019 (komudagur 25. september, brottfarardagur 29. september). Ákveðið hefur verið að ráðstefnan verði haldin í Hörpu og hefur fundaaðstaða þar verið tekin frá. Gert er ráð fyrir að fjöldi þátttakenda verði svipaður og á síðustu ræðismannaráðstefnu, sem haldin var í október 2014, eða um 300, - þar af um 140 ræðismenn. Nánari upplýsingar á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Skila skal tilboðum til Ríkiskaupa eigi síðar en 5. mars 2018 kl. 14.00. Til leigu Útboð Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • veitur.is           Veitur ohf., óska eftir tilboðum í útboðsverkefnið: Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgögnum „VEV- 2018-06 Færsla veitulagna“ Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu Orkuveitunnar frá mánudeginum 26.02.2018 https://www.or.is/utbod Tilboð verða opnuð hjá Veitum ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, föstudaginn 09.03.2018 kl. 11:00 VEV-2018-06 24.02.2018 SPÖNG FÆRSLA VEITULAGNA *Nýtt í auglýsingu *20710 Brúavegrið, stólpar og festingar fyrir Vegagerðina. Ríkiskaup, fyrir hönd Vegagerðar- innar, óska eftir tilboðum í vegrið á þrjár brýr, sem eru 124 metrar að lengd samtals . Nánari upplýsingar í útboðsgögnum sem verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is, miðvikudaginn 28. febrúar nk. Opnun tilboða 20. mars 2018 kl. 11:00 hjá Ríkiskaupum. Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • Sími 525 6700 • mos@mos.is • ww.mos.is VIRÐING • JÁKVÆÐNI • FRAMSÆKNI • UMHYGGJA                       Hugmyndasamkeppni um      ! Mosfellsbær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni til að marka þrjár aðkomur að bænum. Í ágúst síðastliðnum voru liðin 30 ár frá því að Mosfellsbær fékk kaupstaðarréttindi. Ákveðið var af því tilefni að efna til hugmynda- samkeppni og er stefnt að því að vígja vinningstillöguna á 31 árs afmæli bæjarins í ágúst næstkomandi. VERKEFNIÐ "                      #   ! $   !   %      !   & !      ÞÁTTTAKA Samkeppnin er opin landslagsarki- tektum, arkitektum, menntuðum ' (    ' )      '     *     '  VERÐLAUNAFÉ +      .//////       &  '       #   ! DÓMNEFND   !         # -    0' ' 1     &%    #  Reykjavíkurborg Innkaupadeild Borgartún 12-14, 105 Reykjavík Sími 411 1042 / 411 1043 Bréfsími 411 1048 Netfang: utbod@reykjavik.is Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg: • Rammasamningur um tunnur, ker og djúpgáma, EES útboð nr. 14055. • KHÍ reitur. Gatnagerð og lagnir, útboð nr. 14170. • Grassláttur á borgarlandi í vesturhluta Reykjavíkur 2018-2020, EES útboð nr. 14179. Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod ÚTBOÐ ÁTVR – Leiguhúsnæði óskast á Skeifusvæðinu Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins óskar eftir að taka á leigu um 600-800 m² húsnæði fyrir Vínbúð á Skeifusvæðinu í Reykjavík. Svæðið afmarkast af Skeiðarvogi, Miklubraut, Grensásvegi og Suðurlandsbraut. Húsnæðið mun skiptast að u.þ.b. 2/3 hlutum í verslunarsvæði og 1/3 hluta í lager og starfsmannaaðstöðu. Húsnæðið þarf að fullnægja eftirfarandi kröfum: 1. Vera á skilgreindu verslunarsvæði. 2. Liggi vel við almenningssamgöngum 3. Umferð að og frá húsnæðinu sé greið. 4. Húsnæðið skal vera á jarðhæð. 5. Húsnæði bjóði upp á að vöruhurð opnist beint út á bak- eða hliðarsvæði. 6. Góð aðkoma sé að húsnæðinu fyrir viðskipta- vini og næg bílastæði (a.m.k. 30-50 bílastæði sem eru ætluð Vínbúðinni eða sérmerkt Vín- búðinni). 7. Lögð er áhersla á gott aðgengi af bílaplani fyrir hreyfihamlaða og jafnframt þurfa að vera bílastæði fyrir starfsfólk. 8. Aðkoma að húsnæðinu fyrir flutningabíla og/eða lyftara með vörur skal vera góð. 9. Verslunarrýmið sé sem næst rétthyrnt (hlutföll rýmisins nálægt 3 á móti 2) og mega súlur, veggir eða annað ekki hamla yfirsýn um verslunarhluta húsnæðisins. 10. Hljóðdempun í verslun skal tryggja góða hljóðvist og birtulýsing skal vera 500-600 lux (fer eftir ástandi við skil). 11. Húsnæðið verður að fullnægja öllum kröfum sem opinberar eftirlitsstofnanir og umsagnar- aðilar gera til slíks og vera samþykkt af þeim. Leigutími húsnæðisins er 8-10 ár. Húsnæðið skal afhenda samkvæmt samkomulagi og ræðst afhendingartími nánar af ástandi þess við afhendingu. Áhugasamir skulu senda öll gögn um það húsnæði sem þeir hyggjast bjóða í lokuðu umslagi til skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykja- vík fyrir kl. 11:00, fimmtudaginn 8. mars 2018 merkt: ,,20719 - Leiga á húsnæði fyrir Vínbúð ÁTVR á Skeifusvæðinu”. Gögn þurfa meðal annars að innihalda eftirfar- andi: 1. Staðsetning. 2. Teikningar af húsnæði. 3. Mögulegur afhendingartími. 4. Ástand húsnæðis við afhendingu. 5. Leiguverð án vsk. og skal það innifela allan kostnað. 6. Fyrirsjáanlegar breytingar sem gætu haft áhrif á kröfuliði 1-11 að ofan á leigutímanum. 7. Kvaðir sem kunna að hafa áhrif á starfsemi Vínbúðar á svæðinu ÓSKAST TIL LEIGU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.