Skírnir - 01.09.2014, Blaðsíða 10
ingjar hans höfðu tekið þátt í að móta. Hann er gerandi, verður vitni
að flestum atburðum, hörmulegum bardögum og grimmu mann-
falli, og vegið er að honum sjálfum og hann sækir að öðrum. Sturla
Þórðarson gengur þess vegna nærri sér í ritun Íslendingasögu. Hann
varð sjálfur að taka ábyrgð, um leið og hann lætur ólík sjónarmið
vegast á. Hann greinir frá grimmd og hatri, frekju og yfirgangi, en
í sögunni er einnig að finna mildi, góðsemi og hóf. Honum var vita-
skuld vandi á höndum að rita sögu eigin samtíma því að í hópi
áheyrenda hans voru afkomendur þeirra sem sigruðu, en einnig
þeirra sem töpuðu. Gagnrýnin varð að vera hófsöm og hann sam-
kvæmur sjálfum sér. Hann var lögmaður og sagnaritari sem hafði
haft tóm til að hugsa um nýliðna atburði frá annarri hlið, frá Nor-
egi þegar hann dvaldi hjá konungi við sagnaritun. Ritun Hákonar
sögu fær hann til að hugsa kerfisbundið um pólitíska þróun og
þjóðfélagsbreytingar sem urðu í Noregi á valdatíma Hákonar gamla
og þá hafa atburðir heima á Íslandi raðast upp í huga hans. En Sturla
var ekki að skrifa skýrslu. Hann var rithöfundur og skáld, og at-
burðirnir falla því að frásagnarsniði Íslendingasagna og taka í raun
mót sitt af skáldskapnum sem umorðar, túlkar og rýnir djúpt. Hann
notar sviðsetningar og samtöl, drauma og vísur til að draga fram
aðalatriði og til að leyfa ólíkum röddum að hljóma. Jafnvel nafn-
laust fólk vitnar. Sögumaðurinn hefur þó alltaf orðið, sem er samt
ekki endilega sagnaritarinn sjálfur, en stundum hækkar hann upp í
hljóðinu, og við heyrum hann sjálfan flytja okkur vísu, svara spurn-
ingu eða bregðast við í þögn — og segja frá draumum sínum með
stírurnar í augunum.
Sturla var með Sturlu Sighvatssyni síðasta árið sem hann lifði.
Hann dáðist að þessum glæsilega frænda sínum sem klæddist í
rauðar yfirhafnir og reið fögrum, vökrum hestum. Sturla Sighvats-
son var fimmtán árum eldri, bjó með rausn að Sauðafelli í Dölum
með sinni stórættuðu konu úr Odda, Solveigu Sæmundardóttur.
Öfundarmenn á Vestfjörðum kölluðu hann Dala-Frey. En hann var
ekki harður í gegn; ekki úrræðagóður né fljótur að taka ákvarðanir.
Hann var eftirlæti pabba síns, en var ekki orðsnjall, fyndinn eða
slyngur eins og hann. Sturla lætur hörðustu gagnrýnina á frænda
sinn koma frá Sighvati föður hans í hárnákvæmum og hnyttnum
234 guðrún nordal skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 234