Skírnir - 01.09.2014, Page 146
um sem hann sendi helstu höfðingjum í Noregi og vonaðist vafa -
laust eftir upphefð í staðinn.
Í Svínfellingasögu í Sturlungu og í ættartölum13 er Snorri nefnd -
ur Snorri fróði, bar þar með sama viðurnefni og Ari fróði og Styrmir
fróði. Við vitum ekki hvort Ari var lagamaður en það má vera. Hitt
vitum við að þeir Snorri og Styrmir áttu margt sameiginlegt þótt
Styrmir væri prestur en Snorri ekki. Styrmir gegndi preststarfi í
Reykholti og var líklega náinn vinur Snorra. Hann hafði samið
Ólafs sögu helga og eina gerð Landnámu og eru báðar glataðar.
Land náma fjallar mjög um fornar ættir og með fylgir fróðleikur um
einstaka menn. Styrmir afritaði líka Sverrissögu Karls ábóta og bætti
við og breytti. Þar að auki var hann lagamaður, gegndi starfi lög-
sögumanns í fyrra skiptið frá 1210 og hið síðara frá 1232. (Sjá skrá
að framan). Það er varla vafi á því að hann hefur orðið lögsögu -
maður með stuðningi Snorra og kannski í seinna skiptið sem eins
konar fulltrúi hans.
Áhugamál Snorra og Styrmis voru hin sömu, lög og ættfræði og
saga konunga en að auki sinnti Snorri goðafræði og bragfræði, eins
og fram er komið. Þeir Styrmir og Snorri voru kallaðir hinn fróði
og eftirfarandi segir um Odda Þorgilsson, son Þorgils á Staðarhóli,
„var að fóstri í Odda með Sæmundi Sigfússyni og varð hann
fróður“ (Sturlunga saga I 1946:63). Í Odda gátu menn því orðið
fróðir, hjá Sæmundi fróða og afkomendum hans. En um hvað urðu
menn fróðir? Það er eins og Snorri lýsi námi sínu í Odda í formála
Heimskringlu. Þar segir:
Á bók þessi lét eg rita fornar frásagnir um höfðingja þá er ríki hafa haft á
Norðurlöndum og á danska tungu hafa mælt svo sem eg hef heyrt fróða
menn segja, svo og nokkurar kynslóðir þeirra, eftir því sem mér hefir kennt
verið, sumt það er finnst í langfeðgatali, þar er konungar eða aðrir stórættaðir
menn hafa rakið kyn sitt, en sumt er ritað eftir fornum kvæðum eða sögu -
ljóðum er menn hafa haft til skemmtanar sér. (Heimskringla I 1941: 3–4)
Líklegt er að hér sé Snorri einmitt að lýsa hluta af námsefni sínu í
Odda, fræðum sem þóttu prýða upprennandi höfðingja, eins og
370 helgi þorláksson skírnir
13 Sturlunga saga II 1946: 89; Íslenzkt fornbréfasafn III 1896: 13. Í Oddaverjaannál
er Snorri nefndur „margfróður“, Oddaannálar og Oddaverjaannáll 2003: 146.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 370