Skírnir - 01.09.2014, Blaðsíða 151
375snorri í odda
Það má tala um arf eftir Snorra. Er athyglisvert að þeir skyldu
verða lögsögumenn bróðursynir hans, Ólafur hvítaskáld og Sturla
Þórðarson. Þeir fengust líka við skáldskap og sögur konunga og
hlutu frama við erlendar hirðir sem skáld og fræðimenn. Frami
Sturlu við norsku hirðina er alþekktur og hann var ekki einungis
lög sögumaður á Íslandi heldur og lögmaður þegar Íslendingar
höfðu játast undir Noregskonung. Sturla ólst upp í Reykholti og
mun hafa numið margt af Snorra. Hann var skáld og var auk þess
fenginn til að semja sögur konunganna Hákonar gamla og Magnúsar
lagabætis. Ólafur dvaldist líka í Reykholti í tíð Snorra, og var ná-
kominn honum. Hann var lögsögumaður en hafði áður verið er-
lendis og dvalist með höfðingjum. Hann gerðist skáld margra
kon unga, var við hirð Hákonar gamla og dvaldist með Danakon-
ungi, Valdimar gamla Valdimarssyni, líklega a.m.k. 1240–41. Í
Knýtl ingasögu segir að Ólafur hafi numið „marga fræði“ af Valdi -
mar og tók eftir honum margar ágætlegar frásagnir. Hafa ófáir
ályktað að Ólafur muni vera höfundur Knýtlingasögu og verður að
teljast sennilegt (Bjarni Guðnason 1982: clxxix–clxxxiv ). Ólafur bjó
í Stafholti í Borgarfirði um skeið, kenndi þar ungum mönnum og
samdi málskrúðsfræði. Hann hefur því verið vel menntaður í lat-
neskum fræðum en áhuginn beindist að lögum, kveðskap og kon-
ungasögum. Þeir Ólafur og Sturla hafa auðsæilega lært mikið af
Snorra, föðurbróður sínum, og tekið hann til fyrirmyndar.
Loks má nefna að frá Helgu, systur Snorra, voru komnir Egill í
Reykholti og synir hans, Jón murti, sem var ritari við norsku hirð -
ina og sendimaður konungs, Þórarinn kaggi, sem var mikill bóka-
gerðarmaður, og loks Þórður sem var lögmaður. Þeir hafa á sinn
hátt varðveitt arfinn frá Snorra.16
Niðurstaða
Meginniðurstaðan er þá sú að Snorri muni ekki hafa lært klerkleg
fræði að neinu marki en þó kunni að hafa gutlað eitthvað á honum
í latínu. Aðalatriði er að hann lagði fyrir sig veraldleg fræði og hefur
skírnir
16 Sjá stutt yfirlit um þetta, með tilvísunum, Helgi Þorláksson 2006: 16.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 375