Skírnir - 01.09.2014, Blaðsíða 132
ekki að hann hafi ekki kunnað latínu og verið fær um að lesa latnesk
rit. Hann telur Snorra mjög mótaðan af latneskum lærdómi, svo
sem í umfjöllun um sköpun heimsins. Þá beiti hann spurningatækni
sem tíðkist í latneskum lærdómsritum, eins og sjáist í Eddu, t.d. í því
hvernig Gangleri ber fram spurningar í Gylfaginningu. Og Ólafs
saga sérstaka, sem Snorri muni hafa samið, og varð hluti af Heims-
kringlu, sýni að hann hafi verið vel að sér í helgisagnagerð. Enn
fremur telur Sverrir að Snorri muni hafa lesið Rómverjasögu eftir
hinn rómverska Sallust (d. 35 eða 34 f.Kr.) (Sverrir Tómasson 1997:
198 201). Norskur fræðimaður hefur svo talið að Heimskringla sé
mjög mótuð af verki eftir hinn rómverska Suetonius (d. 122 e.Kr.)
(Meldahl 2007). Sverrir Tómasson (1997: 201 202) lýkur umfjöllun
sinni þannig að Snorri hafi kannski helst lært af Jóni Loftssyni og má
muna að hann var djákni.
Ýmsir hafa á seinni árum fjallað um hugsanlegt nám Snorra,
sumir tekið undir með Faulkes en aðrir talið líklegast að fræði -
maðurinn Snorri hafi numið latnesk eða klassísk fræði.5
Sá skýringarkostur er fyrir hendi að Snorri hafi ekki lesið sér til
gagns í ritum á latínu en lært af öðrum um efni þeirra, þá helst af ís-
lenskum klerkum í Odda sem voru líklega sumir vel menntaðir í
latneskum fræðum. Hann hafi tekið upp eftir munnlegum frá-
sögnum þeirra eða ritum þeirra og annarra á íslensku og þýðingum.
Loks hafi hann haft sér við hlið menntaða menn í klassískum
fræðum þegar hann tók saman Eddu sína.
Þeir máttu kallast literati eða lærðir sem gátu lesið latínu og
skrifað þótt þeir hefðu aðeins lært þríveginn að hluta, helst málfræði
og mælskulist. Erlendur samtímamaður Hákonar gamla nefndi
hann „bene literatus“, eða vel bóklærðan, en eitthvað vafðist þó lat-
356 helgi þorláksson skírnir
5 Wanner (2008: 67, 116 117) tekur upp sjónarmið Faulkes og reynir að skýra
Snorra-Eddu í ljósi þeirra. Svipaðar skoðanir koma fram hjá Brown (2012: 28 29).
Guðrún Nordal (2003: 140) segir hins vegar að skáldskaparfræði Snorra bendi til
þess að hann hafi numið latneska málfræði og málskrúðsfræði. Óskar Guðmunds-
son (2009: 42–43) hefur trú á að Snorri hafi hlotið klassíska menntun og sjálfur til-
einkað sér efni úr ritum á latínu. Teichert (2013: 131) telur að fyrir liggi að Snorri
hafi verið vel að sér í latínu, sem hann lærði í Odda, og jafnframt í klassískum
fræðum. Karl G. Johansson telur, í ritsmíð sem er væntanleg, að Snorri hafi hlotið
svipaða klerklega menntun í Odda og Páll Jónsson Oddaverji, síðar biskup.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 356