Skírnir - 01.09.2014, Síða 224
II
Á vordögum árið 1886 var öllum orðið ljóst að Matthías Jochums-
son sóttist eftir því að verða prestur Akureyringa, en annar prestur,
Stefán Jónsson, var þar fyrir og sinnti brauðinu í forföllum.3 Var
Stefán vinsæll meðal sóknarbarna og hafði hylli og fylgi umfram
Matthías þegar kom að því að velja skyldi prest til frambúðar. Gekk
meira að segja svo langt að sóknarbörn funduðu þann 19. apríl þetta
ár og greiddu atkvæði um hvorn prestinn þau vildu og fékk Stefán
þar öruggan sigur (Þórunn Erlu Valdimarsdóttir 2006: 433).4 En
sökum þess að biskup var liðsmaður Matthíasar en síra Stefán Jóns-
son helst til fylgispakur Bakkusi þá fór svo að Matthías fékk — en
Stefán ekki (Þórunn Erlu Valdimarsdóttir 2006: 433–435).5 Nokkru
eftir þessi úrslit varð síra Stefán úti, drukkinn. Og segir svo í Ísafold
frá þeim atburði í dálknum „Mannalát“:
Síra Stefán Jónsson, prestur á Þóroddsstað, varð úti á Skarðahálsi, skammt
frá Húsavík, á heimleið þaðan 9. f.m. […] Hafði og eigi verið algáður.
Líkið fannst á 4. degi, og hesturinn yfir því. […] Hann var maður einkar-
vel af guði gerður, að andlegri og líkamlegri atgervi; en það er alkunnugt,
að ávextirnir urðu ekki að því skapi, vegna megnrar drykkjuskap-
arástríðu. Gæðamaður þótti hann jafnan, þegar hann naut sín. (Ísafold
1888: 41)6
Um þessi sorglegu endalok starfsbróður síns orti Matthías fallegt
ljóð undir fornyrðislagi sem heitir einfaldlega „Stefán Jónsson
prestur“. Þórunn Erlu Valdimarsdóttir segir að Matthías hafi ort í
tilfinningalegu svartnætti (sem er nógu rómantískt út af fyrir sig)
448 guðmundur s. brynjólfsson skírnir
3 Stefán Jónsson var fæddur 14. október 1847 og því aðeins tæplega fertugur þegar
hann varð úti 9. febrúar á Skarðahálsi í Reykjahverfi. Sjá t.d. Björn Magnússon
1976: 388.
4 Þórunn segir og frá því að þarna hafi verið komnar í gildi nýlegar reglur sem áttu
að tryggja tillögurétt safnaða þegar til stóð skipan prests.
5 Biskup var herra Pétur Pétursson, kunnur bindindisfrömuður, svo ekki hefur þess
verið að vænta að síra Stefán ætti þar hauk í horni.
6 Hér er auðvitað athyglivert að ekkert er dregið undan og drykkjuskapur hins
fallna prests, með öðru, umfjöllunarefni fréttarinnar.
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:20 Page 448