Skírnir - 01.09.2014, Blaðsíða 19
243sturla
bardagakvæði og fjallar um síðasta stríð Hákonar við Suðureyjar
árið 1263, en konungurinn dó í þeirri för.
Hákonarkviða tengir lykilatburði í sögunni, og því má líta á það
sem nokkurs konar ævikvæði Hákonar, sem gæti staðið sjálfstætt
utan sögunnar. Kviðuháttur var oft notaður í lofkvæðum um kon-
ungaættir, þar sem goðsagan er vakin, eins og í Ynglingatali, Há-
leygjatali og Noregskonungatali. Í Hákonarkviðu er einnig tæpt á
hinni veraldarsögulegu vídd, horft til tímalausrar heiðni og til sögu
kristni í Noregi. Kvæði rekur ævi Hákonar, allt frá fæðingu hans
árið 1204, og ævintýralegum flótta þar sem honum er líkt við Ólaf
Tryggvason, trúboðskónginn. Skáldið dregur fram mikilvægustu
sigrana: deiluna við Ribbunga, átökin við Skúla og dauða Skúla,
vígslu Hákonar, ferðir hans til Svíþjóðar og hernaðarstyrk, ekki síst
á sjó, sem er auðvitað grundvöllur ríkis hans.
Þriðjungur Hákonarkviðu fjallar um deilur Hákonar og Skúla.
Sturla var í áhugaverðri klemmu þegar hann skrifaði söguna af
Hákoni fyrir Magnús lagabæti. Skúli var afi Magnúsar og Hákon
faðir. Sturla varð því að taka tillit til beggja hliða, og gæta þess að
gagn rýnin á Skúla væri í senn hófsöm og sanngjörn, ekki síst í ljósi
þess að Skúli tapar og Hákon sigrar. Sturla notar kveðskap á snilld-
arlegan hátt og raunar lævíslega til að varðveita tvísæið í frásögninni,
einmitt þegar segir af átökum Hákonar og Skúla. Við vitum hve
slyngur og útsmoginn Sturla er að nota kveðskap í Íslendingasögu.
Hann notar þar fyrirburði og drauma, eins og draumur Sturlu sjálfs
fyrir Örlygastaðabardaga er svo gott dæmi um. Kveðskapur fyrir og
eftir átök, og jafnvel í bardaganum miðjum, brýtur upp lausa-
málsfrásögnina, hleypir inn efa og gefur skáldunum sviðið, sjáönd-
unum í samtímanum, sem lofa menn eða gagnrýna. Það hægir á
frásögninni og hún jafnvel stöðvast meðan við meltum vísurnar og
sjáum myndirnar fyrir okkur, en síðan er haldið áfram.
Sama á við í Hákonar sögu. Það er athyglisvert að þegar Sturla
lýsir erfiðri deilu þeirra tengdafeðga í Noregi, þá bregður hann á
það ráð að flétta saman tilvísunum í Hákonarkviðu og vísum eftir
bróður sinn, Ólaf hvítaskáld. Slík samfléttun gerist vitaskuld víða í
sögum, en hér er hún til vitnis um pólitíska taktík Sturlu. Vísur
Ólafs eru hugsanlega úr lofkvæði um Skúla og þær eru afdráttar-
skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 243