Skírnir - 01.09.2014, Blaðsíða 135
359snorri í odda
nýtt að öllu leyti því að annar erkibiskup, Eysteinn Erlendsson,
hafði sent landsmönnum bréf árið 1173, eða því sem næst, og bann -
aði kennimönnum að taka að sér sóknarmál nema með undantekn-
ingum (Íslenzkt fornbréfasafn I: 222).
Guðmundur Arason, síðar biskup (d. 1237), var þekktur hér-
lendis sem Gvendur góði. Árið 1183, þegar hann var enn djákni,
fékk hann mann dæmdan sekan og háði féránsdóm en maðurinn fór
um frjáls, eins og ekkert hefði í skorist. Þetta þótti niðurlægjandi
fyrir Guðmund sem var með böggum hildar og óttaðist að þetta ylli
því að hann „týndi í því vígslum sínum og kennimannsskap“. Mála-
lyktir urðu Guðmundi í vil án þess að hann legði til orð eða verk og
segir sagan að í þessu hafi guð gætt hans (Sturlunga saga I 1946:
131 133).
Bréf Eiríks erkibiskups frá um 1190 var nákvæmara og strang-
ara en bréf fyrirrennara hans og Eiríkur bannaði enn fremur að
goðorðsmenn tækju vígslu. Fræðimenn eru sammála um að þetta
síðara bréf hafi verið tekið alvarlega. Birtist það í því að menn af
ættum goðorðsmanna völdu annaðhvort að vera prestar eða goðar,
gerðu ekki hvort tveggja lengur (Sverrir Jakobsson 2009: 151 170).
Þeir Sæmundur fróði, og synir hans, Eyjólfur og Loftur, voru
prestar, eins getið var, en Jón Loftsson var djákni. Sæmundur Jóns-
son var líka djákni og eins Páll, sonur hans, sem var sjálfsagt yngri
en Snorri og dó ungur, árið 1216. Annar Páll var Jónsson, bróðir
Sæmundar, og var djákni áður en hann varð biskup. Eins var um
Orm Jónsson, þriðja bróðurinn, hann var djákni og líka Jón, elsti
sonur hans. En hinir yngri Oddaverjar sem fóru með goðorð
gerðust ekki djáknar. Djákninn Sæmundur Jónsson stóð að vísu í alls
kyns málaþrasi eftir 1200 en ekki er ástæða til að ætla að hann hafi
gert neitt það í orði eða verki sem ekki taldist sæma djákna; hann
mun hafa látið aðra um að sækja mál og fylgja dómum eftir með
kappi og vopnum. Hér er því haldið fram að hugmyndin hafi verið
sú að Snorri hefði forystu um slík störf.
Færð hafa verið rök fyrir að Snorri hafi ekki verið áræðinn
hermaður, forðast hernað og jafnvel verið huglaus (Sigurður Nordal
1920: 50 65). Þessu hefur verið andæft, með ágætum rökum, Snorri
hafi forðast vopnaátök í lengstu lög en kunnað fyrir sér í hernaði
skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 359