Skírnir - 01.09.2014, Blaðsíða 16
hegðun og viðbrögðum, persónum og leikendum. Hún er per-
sónusaga fremur en atburðasaga. Hún hleypir okkur að kvikunni,
hleypir okkur inn í einkasamtöl; við heyrum jafnvel eintal sálar-
innar í vísunum.
Sama á við um Hákonar sögu. Hún er ekki hlutlaus lýsing á at-
burðum í Noregi á þrettándu öld. Sturla velur og hafnar úr þeim
efniviði sem hann er með í höndunum, skjölum jafnt sem munn-
legum heimildum. Hann dvelur sjálfur við hirðina, deilir mat, drykk
og tíma með hirðmönnum, jafnvel Magnúsi konungi sjálfum ef
marka má Sturlu þátt, sem vitaskuld er skrifaður í þágu Sturlu. Kona
hans og synir koma til Noregs og dvelja með drottningu. Hann
skrifar fyrir sjálfan konunginn, son Hákonar. Sturla er því ekki
frjáls í efnistökum. En rithöfundar hafa lykla á sinni kippu til að
opna yfirborð frásagnarinnar, og hleypa inn efa og öðru sjónar-
horni. Rétt eins og í Íslendingasögu, notar Sturla markvisst kveð skap
til að dýpka lýsinguna á Hákoni og deilum í landinu. Hann smíðar
marglaga kröníku, og málar sjálfur lýsandi myndir í kveðskap sem
fylgja frásögninni allt til enda. En þær myndir sjáum við ekki nema
með því að lesa eða hlusta á vísurnar.
Rétt eins og á Íslandi, geisaði stríð í Noregi á þrettándu öld þar
til að Hákon réð niðurlögum tengdaföður síns, Skúla jarls, árið
1240. Sífelld átök, morð, yfirgangur, eyðing héraða, dauði og
auðvitað óhamingja — þar til að einhverskonar friður komst á.
Hákonar saga er þannig sumpart sambærileg Sturlungu, hún segir
sögu af stríði í Noregi á Sturlungaöld. Höfundar Sturlungu forðast
að nefna atburði í Noregi — því að Hákonar saga og hin glataða
Magnúsar saga lagabætis voru þá til — þess vegna er saga þessa tíma
aðeins sögð að hálfu ef við lesum ekki Hákonar sögu með Íslend-
ingasögu. Í örfáum athyglisverðum punktum snertast sögurnar.
Í báðum sögum er til að mynda sagt frá fyrirhugaðri herför
Skúla jarls til Íslands um 1220. Þá er vitnað til sömu vísunnar eftir
Guðmund Oddsson (Sturlunga saga I: 262–263; Hákonar saga
Hákonarsonar I: 229–230) þar sem hann lýsir Íslandi sem ‚ættleifðir
vorar‘; skýr aðgreining Noregs og Íslands — þó að íslenskir
höfðingjar vildu valsa á milli eins og eitt svæði væri. Í Hákonar sögu
er mjög áhugaverð ræða konungs við þetta tækifæri, þar sem hann
240 guðrún nordal skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 240