Skírnir - 01.09.2014, Blaðsíða 136
(Brown 2012: 54 55). Snorri hefði varla orðið skutilsveinn Noregs-
konungs og þar með herforingi við hirðina nema af því að hann kunni
fyrir sér í vopnaburði og hernaði („Hirdskråen“ 2000: 100 106).
Þess væri að vænta að Snorri væri titlaður djákni, hafi hann tekið
slíka vígslu, en hann er hvergi nefndur svo. Er líklegt að Oddaverjar
hafi ráðið því að hann tók ekki hinar æðri vígslur klerka enda ætlað
honum að standa í veraldlegu vafstri, fara með mál á þingum og
safna liði og yfirbuga andstæðinga með harðari málafylgju. Þannig
gat Snorri orðið djáknanum Sæmundi Jónssyni næsta gagnlegur. Á
þennan hátt var Snorra beint inn á hið veraldlega svið og ætlað að
kynna sér lög og málaferli.
Sé þessa gætt, er sýnt að Snorri stundaði vart mikið nám í Odda
í latneskum eða klerklegum fræðum. Fyrr var nefnt að varla var
eigin legur „skóli“ í Odda í nútímamerkingu heldur tóku einstakir
prestar að sér kennslu og Snorra var varla valinn kennari úr röðum
presta í Odda til þess að hann gæti orðið djákni. Að minnsta kosti
má telja víst að hann hafi ekki orðið súbdjákni eða hlotið æðri
vígslur fyrst hann stóð í málastappi og lögsóknum. Bann erkibiskups
árið 1190, eða þar um bil, var miðað við súbdjákna og æðri vígslu-
stig. Hér er yfirlit yfir vígslustigin:
1. Krúnuvígsla, krúna skal gerð, gert ráð fyrir læsi og siðlátum
búningi.
2. Hostíaríus, varðveitir kirkjudyr og skrúða og hringir klukk -
um. Tekur við kirkjulyklum í vígslu.
3. Lektor, les upphátt við óttusöng og á sálutíðum. Tekur við
bók í vígslu.
4. Exorkista, signir óða menn og sjúka, prímsignir, tekur við
særingabók í vígslu.
5. Akólýtus (akólútus), lýsir kirkju með kertum, undirbýr vín
(altarissakramenti); tekur við kerti og vatnskeri í vígslu.
6. Súbdjákni, þjónar fyrir altari, kann messusöng. Bönnuð sam-
hvíla við konu. Tekur við kaleik, patínu og handlíni í vígslu.
7. Djákni (messudjákni) les guðspjall í messu, skírir börn,
syngur líksöng, sinnir prestsstörfum, sé prestur ei við. Tekur
við guðspjallabók og stólu í vígslu.
360 helgi þorláksson skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 360