Skírnir - 01.09.2014, Blaðsíða 14
konu sinni, Helgu Þórðardóttur, af ætt Skarðverja og Staðarhóls-
manna og með henni landið á Staðarhóli. Helga var alin upp í Sæl-
ingsdalstungu hjá Jóreiði Hallsdóttur móður sinni sem var
skörungur og átti stóran hlut að því að Ingibjörg litla var gefin Halli,
syni Gissurar, sem var átta árum eldri en hún. Jóreiður gaf Ingi-
björgu dótturdóttur sinni Sælingsdalslandið, jörð Guðrúnar Ósvíf-
ursdóttur, í heimanfylgju. Sturla átti engar frillur eins og títt var um
menn af hans stétt og þegar hann var kominn til norskrar hirðar þá
sendi hann eftir Helgu konu sinni og sonum sínum — sem er
nokkuð annað mynstur en við þekkjum úr sögum eins og Laxdælu
þar sem karlar skildu konur sínar eftir heima og gömnuðu sér við
prinsessur í útlöndum. Mér hefur komið til hugar að einmitt þessir
kvenskörungar í Tungu, konurnar í lífi Sturlu, séu upphafsmenn
Laxdælu.1
Í handritum Sturlungu sjáum við glöggt að íslenskir rithöfundar
og höfðingjar hafa deilt um túlkun sögunnar á fjórtándu öld. Sagan
var valdatæki, þá sem nú.2 Og á síðari öldum var haldið áfram að
takast á um hvernig ætti að segja söguna, hverjir væru sigurvegarar
og hverjir skúrkar. Í sjálfstæðisbaráttunni varð Gamli sáttmáli tákn
niðurlægingar, og skáld og rithöfundar af ætt Sturlunga álitin fórn-
arlömb Gissurar jarls sem seldi landið. Hákon gamli varð táknmynd
fyrir ásælni erlends valds. En þá var horft framhjá því að íslenskir
höfðingjar höfðu löngum verið hirðmenn konungs, skáld og gestir
við norskar hirðir allt frá landnámi, og allt menningarstarf var unnið
á stærra svæði en mælt varð af strandlengju Íslands. Nútímaskil-
greining þjóðríkja átti einfaldlega ekki við.
Íslenskir rithöfundar skrifuðu sögur og skáld ortu sín kvæði
fyrir mun stærri áheyrendahóp en markast af landhelginni, skáldin
fluttu kvæði sín í Færeyjum, Orkneyjum, á Bretlandseyjum, í Nor-
egi, Svíþjóð og Danmörku og nutu velgengni. Hið víða sjónarhorn
238 guðrún nordal skírnir
1 Ég er með grein í vinnslu um umhverfi Laxdælu, en vík að þessari tengingu í grein
sem áður hefur birst (Guðrún Nordal 2013: 207–210).
2 Um nánari umræðu um valdabaráttu á Sturlungaöld og ritun sögunnar er vísað í
rit Úlfars Bragasonar (2010) og tilvísanir þar. Sjá einnig bók mína um Íslendinga-
sögu (Guðrún Nordal 1998), en um skáldskap á Sturlungaöld hef ég fjallað í bók-
inni Tools of Literacy (Guðrún Nordal 2001).
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 238