Skírnir - 01.09.2014, Blaðsíða 178
kvæmt forngrískum hugmyndum um minnistækni var hægt að
byggja sér einskonar höll í huganum þar sem upplýsingar voru
geymdar (Yates 1999) og svo nægði að ganga um þessa minnishöll
hugans til að rifja upp það sem þar var geymt í minni. Ekki svo að
skilja að Guðrún hafi haft einhverja þekkingu á þessu, en það er líkt
og hún geri samt eitthvað á þessa leið því að frásögn hennar bygg-
ist á því að feta sig í gegnum rýmið og staldra við þá staði sem hún
dvaldi á. Þá er líka eins og sérhver staður virki sem minniskveikja
líkt og magðalenukaka Marcels Proust sem kom af stað minn-
ingaflóði um leið og hann beit í hana (Proust 1913/1997: 59–61).
Guðrún byrjar yfirleitt á því að nefna staðinn og síðan það sem þar
gerðist. Fyrst staðirnir eru eins og leiðarstef eða rammi frásagnar-
innar má af því álykta að þeir skipti miklu máli fyrir hana enda ekki
að undra því að lífsviðurværi sitt og öryggi hafði hún af vinnu hjá
mismunandi húsbændum. Hún byrjar á að nefna staðinn sem hún
ólst upp á (Teig) og svo fæðingarstað sinn (Sámsstaði). Þá bæinn
sem hún réð sig á sem unglingur (Gröf), síðan Kaupang, Sigluvík,
Kristnes, Brákir/Brekku, Barð, Stórhól/Espihól, Grund, Syðra-
Laugaland, Syðri-Tjarnir, Kot, Grýtu, Kaupang aftur, Þórustaði,
Ytri-Tjarnir, Varðgjá og loks aftur Kaupang. Fyrir utan Brákir og
Stórhól er þetta nokkurn veginn í réttri tímaröð ef marka má töflu
sem Guðný birtir í bók sinni og sýnir hvar Guðrún bjó á hverjum
tíma (Guðný Hallgrímsdóttir, 2013: 160–161). Þetta er þó varla
helmingurinn af þeim stöðum sem Guðrún dvaldi á um ævina. En
þannig notar hún minni sitt til að framkalla frásögn, og með henni
býr hún til mynd af sjálfri sér.
Guðrún notar bústaði sína ekki bara sem minnisvaka heldur
einnig til að skapa samfellu í lífi sínu og minningum. Í gegnum það
sjáum við hvernig hún lítur á lífssögu sína sem ferðalag milli staða
sem allir eru henni sem akkeri. Minningar fólks eru langt frá því að
vera einföld afrit af reynslu þess eða veruleika, eins og ljósmynd eða
kvikmynd (Foster, 2009: 13). Nú á tímum er litið svo á að minni
fólks stjórnist af vali og túlkun á atburðum fortíðar (Foster 2009: 6;
Whitehead 2009: 52). Á seinni æviskeiðum endurmetum við með
öðrum orðum minningarnar úr fortíðinni til að skapa þá sjálfsmynd
sem við búum við í núinu. Minningarnar setjum við svo í sífellt rök-
402 brynja þorgeirsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 402