Skírnir - 01.09.2014, Blaðsíða 203
427frekar breskt pund en afrísk stúlka
bundið atvinnuleyfi. Ekki veita öll dvalarleyfi réttindi til búsetu-
leyfis.19 Til að fá dvalarleyfi þarf útlendingurinn að sýna fram á
trygga framfærslu, sjúkratryggingu og húsnæði og samþykkja þar að
auki að gangast undir læknisskoðun. Engin atvik mega finnast sem
geta valdið því að honum verði meinuð landganga eða dvöl. Dval-
arleyfið þarf viðkomandi að endurnýja reglulega þar til hann hefur
dvalið á landinu á sama leyfi í fjögur ár og getur þá öðlast búsetu-
leyfi með því skilyrði að hafa setið íslenskunámskeið fyrir útlend-
inga og ekki notið framfærsluaðstoðar frá ríki eða sveitarfélagi eða
gerst brotlegur við lög. Skipti útlendingur um dvalarleyfi vegna
breyttra aðstæðna, t.d. ef hann gengur í hjúskap, fylgja réttindin
honum ekki milli leyfa. Búsetuleyfi er eftirsóknarvert þar sem það
veitir einstaklingi rétt til að búa á Íslandi og starfa án þess að þurfa
sífellt að endurnýja dvalarleyfi sitt. Aukin heldur verður einstak-
lingur að uppfylla skilyrði búsetuleyfis til að geta sótt um íslenskan
ríkisborgararétt. Búsetuleyfi fellur hins vegar úr gildi við langa sam-
fellda dvöl erlendis en hægt er að fá undanþágu frá því (Lög nr.
96/2002 um útlendinga, 11. og 15. gr.; Lög nr. 97/2002 um at-
vinnuréttindi útlendinga, 17. gr.; Lög nr. 100/1952 um íslenskan
ríkisborgararétt, 8. gr.).20
Flokkar dvalar- og atvinnuleyfa — ásamt öðrum lagalegum
kvöðum sem settar eru á umsækjendur um slík leyfi — marka stefnu
skírnir
19 Dvalarleyfi sem veita réttindi til búsetuleyfis eru samkvæmt lögum um útlendinga
nr. 96/2002: dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar (12. gr.), dval-
arleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða (12. gr. f), dvalarleyfi sem flóttamaður
og dvalarleyfi fyrir aðstandendur (13. gr.), nema að útlendingurinn sem aðstand-
andinn leiðir rétt sinn af sé ekki með dvalarleyfi sem myndar grundvöll til bú-
setuleyfis. Dæmi um dvalarleyfi, sem ekki geta verið grundvöllur búsetuleyfis, eru:
dvalarleyfi vegna skorts á vinnuafli (12. gr. a), dvalarleyfi íþróttafólks (12. gr. b),
dvalarleyfi vegna vistráðningar (12. gr. d) og dvalarleyfi vegna náms (12. gr. f).
20 Þegar lög um útlendinga voru sett árið 2002 var ekki kveðið á um sérstaka dval-
arleyfaflokka (nema fyrir aðstandendur) sem gæfu til kynna á hvaða grundvelli
útlendingum væri heimiluð dvöl á Íslandi. Aðeins var fjallað um skilyrði dvalar-
leyfis. Lög um atvinnuréttindi útlendinga, sem sett voru sama ár, innihéldu hins
vegar greinarbetri flokkun sem skýrði nánar tilgang atvinnuleyfis viðkomandi
útlendings. Árið 2008 voru dvalarleyfaflokkar færðir úr reglugerð um útlendinga
í lög — samhliða breytingum sem gerðar voru á atvinnuréttindalögunum — og
varð þá betra samræmi milli lagabálkanna (Lög nr. 86/2008).
Skírnir Haust 2014 umbrot.qxp_Layout 1 6.10.2014 13:19 Page 427